Skessuhorn


Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 23 RARIK - Febrúar 2019: 167x214mm RARIK ohf • Dvergshöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 528 9000 • www.rarik.is Rafvirki í Borgarnesi RARIK ohf auglýsir eftir rafvirkja til starfa á starfsstöð fyrirtækisins í Borgarnesi. Hér • • Eftirlit með tækjum og búnaði • Viðgerðir • • Vinna samkvæmt öryggisreglum Helstu verkefni • Sveinspróf í rafvirkjun • • Almenn tölvukunnátta • Drifkraftur og geta til að vinna sjálfstætt • Bílpróf Hæfniskröfur Atvinna RARIK - mars 2019: 167x233mm Lífsins ferðalag – sögur af fólki Þín eigin saga, Gerður Kristný, Flateyjargáta saga verður til og á sitt lif, Harry Potter og heilablæðingin, Viktor Arnar Ingólfsson, Lítil mær heilsar, Guðrún Eva Mínervudóttir, Hyllið dótturina!, Ævintýraboxin, Þorgrímur Pétursson, Ævar vísindamaður, Álög, Stuttar skáldsögur - um Ástina, Texas, Af hverju er ég hér? og fl. og fl og fl. Nú er rétti tíminn að láta Hólminn heilla sig. Facebook: Júlíana- hátíð sögu og bóka. SK ES SU H O R N 2 01 9 Júlíana hátíð sögu og bóka í Stykkishólmi 21. – 24. mars 2019 eina rétta í stöðunni,“ segir hann. Framkvæmdirnar hófust þegar gamla hlaðan var rifin í lok apríl á síðasta ári en eftir það var gert hlé yfir sumarið. Hafist var handa að nýju í haust og steypt fyr- ir sökklum í lok ágúst. „Síðan þá hafa framkvæmdir staðið yfir nán- ast óslitið og ganga bara mjög vel. Mér sýnist við vera á fínum tíma með þetta allt saman, enda gengur vel undan drengjunum við smíð- arnar,“ segir Míó. „Hér þarf allt að vera tilbúið í lok maí, því sum- arstarfsfólkið byrjar hjá okkur 1. júní. Þá verður húsið tekið í notk- un,“ bætir hann við. Vesturland einstakur áfangastaður Næst víkur Míó að ferðaþjónustu í landshlutanum almennt. Það þarf kannski ekki að koma á óvart að hann telur Vesturland einstakt svæði þegar kemur að ferðaþjón- ustu á Íslandi. „Vesturlandið hef- ur fengið mjög flotta umfjöllun undanfarin ár. Landshlutinn all- ur var náttúrulega valinn einn af eftirsóknarverðustu áfangastöðum heims af Lonely Planet árið 2016. Síðan þá hafa svæði innan lands- hlutans og einstakir staðir feng- ið mjög flottar alþjóðlegar viður- kenningar, þar á meðal við, Húsa- fell og ísgöngin í Langjökli svo ég taki aðeins örfá dæmi. Allar þessar viðurkenningar og þessi umfjöll- un hefur laðað til svæðisins mik- ið af fólki sem skipuleggur sín- ar ferðir sjálft. Það finnum við mjög greinilega hér við Víðgelmi, stærstur hluti okkar gesta ferðast á eigin vegum. Svæðið hefur að ein- hverju leyti farið framhjá stærri aðilum sem skipuleggja ferðir um landið, þeir einbeita sér meira að Suðurlandinu, þó auðvitað séu nokkrir sem koma hingað,“ seg- ir Míó. Hann hefur þó orð á því að það þurfi ekki endilega að vera ókostur. „Það er auðvitað hluti af sjarmanum við áfangastaði á Vest- urlandi, eins og til dæmis Víð- gelmi, að þeir eru ekki þaulsetnir. Ég starfaði sem leiðsögumaður á Suðurlandi og það er ekki hægt að líkja þessu saman. Á Vesturlandi líður tíminn aðeins hægar, það er allt afslappaðra, færra fólk, meira næði og meira rúm fyrir hvern og einn. Það er í mínum huga stór hluti af upplifuninni,“ segir hann. Upplifunin í öndvegi Í því samhengi veltir hann vöng- um yfir stefnunni í ferðaþjónustu á Íslandi almennt. „Mér finnst áherslan vera of mikil á þessi póst- kort, örfáa svona instagram-staði, þangað sem miklum fjölda fólks er beint á stuttum tíma sem verður til þess að næstum allir sem koma til Íslands enda á því að upplifa ná- kvæmlega það sama. Ég hef áhuga á upplifuninni af því að heim- sækja Íslands og hvaða tilfinningar heimsóknin vekur hjá ferðamönn- um. Þegar ég fer á Gullfoss og Geysi þá finn ég að þar er bara ekki sama andrýmið og maður upplifir á Vesturlandi,“ segir hann. „Hing- að kemur auðvitað færra fólk en á Suðurlandið, en Vesturland býr að því fyrir vikið, þessar afslöpp- uðu og notalegu upplifun. Stóra spurningin fyrir ferðaþjónustuna á Vesturlandi í framtíðinni er hvort landshlutinn muni líða fyrir það ef fjöldi ferðamanna kemur til með að aukast mikið og hvaða áhrif það mun hafa á upphlifunina og þar með aðsóknina til lengri tíma lit- ið. Það er í höndum ansi margra, okkar allra sem störfum í þessari grein, að að móta skýra heildarsýn fyrir landshlutann í þessum efnum til framtíðar,“ segir Míó að end- ingu. kgk „Mér sýnist við vera á fínum tíma með þetta allt saman, enda gengur vel undan drengjunum við smíðarnar,“ segir Míó um framkvæmdirnar í Fljótstungu. Hér eru feðgarnir Höskuldur Kolbeinsson og Kolbeinn Magnússon í Stóra-Ási, en þeir eru meðal þeirra sem starfað hafa við smíðar í Fljótstungu undanfarin misseri. Hér má sjá hvar rúmgóður matsalurinn verður í starfsmannahúsi The Cave í Fljótstungu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.