Skessuhorn


Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 201922 Fyrir bráðum fjórum árum festi fjölskylda frá Akureyri kaup á bæn- um Fljótstungu í Hvítársíðu og þar með hellinum Víðgelmi í Hall- mundarhrauni. Þegar var hafist handa við að bæta aðgengi að hell- inum, smíða tröppur og göngu- palla um allan hellinn, leggja ofan í hann rafmagn og koma fyrir ljós- um. Vorið eftir, í maí 2016, var fyrsta ferðin farin ofan í hellinn eftir endurbæturnar undir merkj- um The Cave. Síðan þá hefur ferðaþjónustan í Fljótstungu geng- ið vel, vaxið og dafnað ár frá ári. Nú er svo komið að Fljótstungu- bændur eru að reisa nýtt 600 fer- metra starfsmannahús á bænum. Skessuhorn hitti Hörð Míó Ólafs- son, staðarhaldara í Fljótstungu, að máli í síðustu viku og ræddi við hann um ferðabúskapinn og fram- kvæmdirnar á bænum. „The Cave er fjölskyldufyrirtæki og starf- ar fjölskyldan öll að hinum ýmsu þáttum sem viðkoma rekstrinum,“ segir Míó í samtali við Skessu- horn. „Fjölskyldan keypti jörðina Fljótstungu árið 2015 og fyrsta ferðin á okkar vegum ofan í hell- inn Víðgelmi var farin vorið eftir, 15. maí 2016. Ég gleymi þeim degi seint,“ segir hann. „Það var mikil törn í aðdraganda opnunarinnar. Við unnum að því öllum stund- um að gera hellinn aðgengilegan; smíða tröppur og palla, leggja raf- magn ofan í hellinn og hengja upp ljós, taka grunninn að þjónustu- húsinu og síðan koma því fyrir. Þetta var mikil vinna, því þegar við keyptum jörðina var í raun eng- in nútímaaðstaða til skipulagðra ferða í Víðgelmi. Þjónustuhús- ið gátum við reyndar ekki tekið í notkun fyrr en þremur dögum eft- ir opnunina. Fyrstu ferðirnar voru því farnar frá bílaplaninu. Hjálmar og höfuðljós voru geymd í skott- inu á bílnum okkar til að bjarga málunum fyrst um sinn. En það bjargaðist. Við vorum búin að fá bókanir í ferðir frá 15. maí og það kom aldrei annað til greina en að standa við það,“ bætir hann við. „Ferðaþjónustan er okkar búskapur“ Eins mikil og törnin var í aðdrag- anda opnunarinnar þá var fyrsta ferðin þeim mun ánægjulegri. Ekki skemmir fyrir að einkar vel hefur gengið allar götur síðan, að sögn Míó. „Þetta er búið að vera eitt stórt ævintýri alveg frá upp- hafi. Mikið af góðu fólki hefur komið að þessu með okkur, fólki sem deilir okkar sýn á hlutina, skil- ur út á hvað þetta gengur og hefur lagt allt sitt í að láta þetta verða að veruleika. Þá er alveg sama hvort um er að ræða iðnaðarmenn sem hafa komið að framkvæmdum eða leiðsögumenn, að ógleymdum heimamönnum. Það hafa allir ver- ið samstíga,“ segir hann. Aðspurð- ur segir hann að aðsóknin hafi alla tíð verið afar góð og í reynd far- ið fram úr þeirra björtustu von- um. „Ég hef nú ekki fasta tölu á reiðum höndum, enda skiptir það ekki öllu máli í mínum huga. Sum- um þætti aðsóknin örugglega hafa verið mjög mikil og öðrum þætti hún lítil,“ segir hann. „Við erum minna að velta okkur upp úr því hvernig aðsóknin var í ár saman- borið við síðasta ár. Það sem skipt- ir máli er að þetta gengur vel,“ segir hann. „Hellirinn Víðgelmir er einstakur og heimsókn í hann er upplifun. Þegar um er að ræða þennan einstaka helli, gott sam- starfsfólk og sýn á hvað þú vilt gera, þá gengur að jafnaði vel. Við tjöldum ekki hér til einnar nætur heldur erum við komin til að vera. Þetta er það sem við erum að gera hér í Fljótstungu, ferðaþjónustan er okkar búskapur og það skipt- ir okkur máli að gera hlutina vel. Það verður að vanda til verka til að hlutirnir gangi upp til lengri tíma,“ bætir Míó við. Tíu ferðir á dag yfir sumarið Hver ferð með leiðsögn í Víðgelmi er um 90 mínútur að lengd. Leið- sögumennirnir eru þjálfaðir í sínu starfi og þar að auki flestir mennt- aðir jarðfræðingar. Yfir hávetur- inn eru farnar fjórar ferðir á dag ofan í hellinn. Þær eru sex á vorin og haustin en frá júní og út ágúst- mánuð eru farnar hvorki fleiri né færri en tíu ferðir á dag. „Fjölda ferða högum við eftir eftirspurn, fyrst og síðast. Það er einfald- lega svo að á veturna er minna að gera í ferðamennsku á Íslandi, að minnsta kosti á okkar svæði. Fjór- ar ferðir á dag eru því passlegt yfir háveturinn, sem við aukum síðan í sex í mars, apríl og maí. Undanfar- in ár hefur komið smá lægð í ferða- mennskuna í apríl/maí. Akkúrat þá eru ferðirnar kannski full margar miðað við fjölda gesta, en þá kem- ur á móti að þjónustustigið okkar er mjög hátt. Á sumrin er auðvitað mest að gera og þá förum við tíu ferðir á dag, alltaf á heila tímanum frá kl. 9:00 á morgnana til 18:00 á kvöldin,“ segir Míó. „Við högum því þannig að hver leiðsögumaður vinnur að jafnaði aldrei lengri en átta tíma vinnudag. Það er algjört prinsipp hjá okkur að fólk vinni í átta tíma, eins og á hverjum öðr- um vinnustað. Dagarnir eru þann- ig að til þess að leiðsögumenn geti alltaf skilað sínu besta, þannig að ferðin verði eftirminnileg og upp- lifun fyrir alla gesti. Að jafnaði þá hefur leiðsögumaður bara úthald í svona tvær ferðir á dag sem aðal- leiðsögumaður og kannski eina í viðbót sem aðstoðarleiðsögumað- ur,“ segir hann. Góð leiðsögn lykilatriði „Leiðsögnin er stór hluti af heild- arupplifuninni. Þegar maður fer í svona gædaðar ferðir þá man mað- ur voða lítið hvað var sagt að ári liðnu. En maður man eftir heildar- upplifuninni, því sem maður sá og hvort leiðsögumaðurinn var hress og skemmtilegur eða áhugalaus. Það er ekkert varið í ferðina fyrir gestina ef þeir sjá að leiðsögumað- urinn er alveg útkeyrður og þyl- ur bara upp einhverjar staðreynd- ir, dauðþreyttur og áhugalaus. Þá er alveg eins gott að vera bara með hljóðleiðsögn,“ segir Míó. „Til að halda öllum ferskum og gæðum ferðanna á því plani sem við vilj- um hafa þær þá verða allir að fá góða hvíld og líka tilbreytingu í vinnunni. Eftir tvær ferðir ofan í hellinn getur verið góð tilbreyting að taka í moppuna og skúra þjón- ustuhúsið, þvo þvottinn eða þrífa tækin til dæmis. Það eru endalaus verkefni sem þarf að sinna hérna eins og á öllum öðrum sveitabæj- um og mikilvægt að allir fái til- breytingu,“ segir hann. Öllum líði sem best í úthaldinu Það er einmitt af sömu grunn- ástæðu sem eigendur Fljótstungu hafa ráðist í byggingu á nýju starfs- mannahúsi á jörðinni. Það telur nálægt 600 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Þar eru sex ein- staklingsherbergi og fjögur para- herbergi, öll með sér baðherbergi. Einnig er í enda nýbyggingarinn- ar verkstæði og þvottastöð fyr- ir bíla og búnað. Gamla hlaðan stóð áður þar sem nýbyggingin er nú risin. Nýja húsið er sambyggt gamla fjósinu í Fljótstungu. Því er verið að breyta í eldhús, þvottahús og stóran og rúmgóðan matsal. „Þetta verður algjör bylting, kem- ur til með að gera lífið þægilegra og auka lífsgæði starfsfólksins. Ef fólki líður vel í vinnunni og get- ur hvílst vel þess á milli þá stendur það sig betur, það er bara svo ein- falt,“ segir Míó. „Í sumar verða 15 eða 16 starfsmenn hjá okkur. Að- staðan sem við höfum að bjóða starfsfólkinu í dag hefði svo sem alveg getað dugað. En til að þjón- ustan verði alltaf á því plani sem við viljum hafa hana þá er lykilat- riði að starfsfólkinu líði vel öllum stundum og fái góða hvíld á milli vakta. Að vinna sem leiðsögumað- ur með hálendið í bakgarðinum er ekki eins og að vinna í þéttbýlinu, þar sem maður mætir í vinnuna á morgnana og fer heim síðdeg- is. Hér er unnið á úthöldum, mis- löngum og þá með mislöngum frí- um, en á meðan úthaldinu stend- ur þá er vinnustaðurinn líka heim- ili starfsfólksins. Til að öllum líði sem best töldum við þetta því það „Hellirinn Víðgelmir er einstakur og heimsókn í hann er upplifun“ - segir Hörður Míó Ólafsson, staðarhaldari í Fljótstungu Hörður Míó Ólafsson, staðarhaldari í Fljótstungu. Í Fljótstungu er risið nýtt 600 fermetra starfsmannahús á tveimur hæðum. Þar verða sex einstaklingsherbergi og fjögur paraherbergi, öll með sér baðherbergi. Í öðrum enda byggingarinnar verður verkstæði og þvottahús fyrir bíla og búnað The Cave. Gamla hlaðan stóð áður þar sem nýbyggingin er nú risin. Nýja húsið er sambyggt gamla fjósinu. Því er verið að breyta í eldhús, þvottahús og stóran og rúmgóðan matsal. Míó við vörðu steinsnar frá hellinum Víðgelmi og þjónustuhúsinu við hellinn. Þegar blaðamann bar að garði var Egill Örn Sigurpálsson leiðsögumaður að leggja af stað með hóp ofan í hellinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.