Skessuhorn


Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 29 Snæfellsbær - miðvikudagur 20. mars Vinnusmiðja í Sjóminjasafninu á Hellissandi kl. 13:00 til 16:00. Viðfangsefnið er upplifun og dægradvöl. Hægt er að taka þátt í öllu eða velja sér viðfangsefni. Sjá nánar Facebook-viðburð á vegum Sjóminsjasafnsins á Hellissandi. Borgarbyggð - miðvikudagur 20. mars Bingó Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum í Brún í Bæjarsveit kl. 14:00 til 17:00. Snæfellsbær - miðvikudagur 20. mars Fyrirlestur um heilsueflingu 60+ í Félagsheimilinu Klifi kl. 14:00. Fyrirlesari er Janus Guðlaugsson frá Janus heilsueflingu. Sjá nánar frétt í Skessuhorni vikunnar. Borgarbyggð - miðvikudagur 20. mars Vesturlandsslagur í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Skallagrímur tekur á móti Snæfelli í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Leikurinn hefst kl. 19:15. Borgarbyggð - miðvikudagur 20. mars Lífsgleði og velgengni eftir pöntun. Fyrirlestur Bergþórs Pálssonar á alþjóðlega gleðideginum í Hjálmakletti kl. 20:00. Fyrirlesturinn er hluti af fræðslufundaröð heilsueflandi samfélags á árinu 2019. Akranes - fimmtudagur 21. mars Strompurinn fellur. Stefnt er að því að fella sementsstrompinn á Akranesi kl. 12:15. Sjá nánar frétt í Skessuhorni vikunnar. Stykkishólmur - fimmtudagur 21. mars Júlíana - hátíð sögu og bóka hefst formlega með opnunarhátíð á Vatnasafninu kl. 20:00 og stendur yfir fram á sunnudag. Sjá nánar auglýsingu og umfjöllun um hátíðina í Skessuhorni vikunnar. Borgarbyggð - fimmtudagur 21. mars Spilavist í Brúarási kl. 20:30. Spjaldið kostar kr. 1.000. Verðlaun og kaffiveitingar að spilamennsku lokinni. Borgarbyggð - föstudagur 22. mars Fyrsta skóflustungan að nýju húsi Björgunarsveitarinnar Brákar verður tekin að Fitjum við Vesturlandsveg í Borgarnesi kl. 17:00. Borgarbyggð - föstudagur 22. mars Björgunarsveitin Brák fagnar 70 ára afmæli sínu. Af því tilefni er boðið til afmælisdagskrár kl. 18:00 á Hótel Borgarnesi. Boðið up á súpu og afmælisköku. Eldri félagar og aðrir félagar sérstaklega hvattir til að koma og samfagna með núverandi félögum björgunarsveitarinnar. Borgarbyggð - föstudagur 22. mars Fjórða og næstsíðasta mót Vesturlandsdeildarinnar í hestaíþróttum. Keppt verður í fimmgangi í Faxaborg í Borgarnesi. Húsið opnar kl. 19:00 og fyrsti hestur mætir í braut kl. 20:00. Aðgagnseyrir er kr. 1.000 en frítt fyrir 14 ára og yngri. Nóg af stigum eftir í pottinum og allt getur gerst bæði í liða- og einstaklingskeppninni. Akranes - föstudagur 22. mars ÍA mætir Njarðvík B í 2. deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:30 í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Akranes - föstudagur 22. mars Nemendafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands frumsýnir söngleikinn Rock of Ages í Bíóhöllinni kl. 20:00. Miðasala á www.midi.is. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni Leigumarkaður Íbúð til leigu á Akranesi Óskum eftir íbúð á Akranesi. Erum par með fastar tekjur. Dóttir kærastans kemur til okkar aðra hvora helgi. Skilvísum greiðslum heitið. Áhugasamir hafi samband í síma 695-8679. Markaðstorg Vesturlands LEIGUMARKAÐUR 17. mars. Stúlka. Þyngd: 4.002 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Sigurborg Knarran Ólafsdóttir og Thor Kolbeinsson, Grundarfirði. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. 18. mars. Stúlka. Þyngd: 3.916 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir og Þorkell Marvin Halldórsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Elísabet Harles. Hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. maí 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Miðhrauns 2 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan felur í sér heimild til byggingar 20 frístundahúsa og eins þjónustu- húss, tveggja fjárhúsa og breytinga á núverandi fjárhúsi. Tillaga þessi er í samræmi við auglýsta tillögu að endur- skoðuðu aðalskipulagi sveitafélagsins, þar sem deili- skipulagið nær til reita með auðkenni VÞ-13 og L-1. Tillagan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hofsstöðum og er aðgengileg á vef sveitarfélagsins, www.eyjaogmikla.is. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast sveitarfélaginu í síðasta lagi 7. maí 2019, annað hvort á skrifstofu sveitarfélagsins að Hofsstöðum, 311 Borgarnesi, eða á netfangið eyjaogmiklaholtshreppur@vortex.is. F.h. sveitarstjórnar, Eggert Kjartansson oddviti Deiliskipulag fyrir Miðhraun 2 SK ES SU H O R N 2 01 9 Borgarbyggð - laugardagur 23. mars Vor- og vinnufundur Skátafélags Borgarness við Flugu í Einkunnum kl. 10:00. Farið verður í vorverkin í skálanum, smíðað og lagað, unnið að færnimerkjum. Flokkar skipuleggja eigin göngu. Unnið verður að viðhaldi við skálann og allar hjálparhendur eru vel þegnar. Allir skátar, foreldrar og áhugafólk um uppbyggjandi skátastarf eru boðnir velkomnir að hjálpa við vorverkin. Akranes - laugardagur 23. mars Ráðstefnan „Að sækja vatnið yfir lækinn“ verður haldin í Tónbergi. Húsið opnar kl. 11:30 og dagskrá hefst kl. 12:00. Þema ráðstefnunnar er nýsköpun, lifandi samfélag og öflugt atvinnulíf. Boðið verður upp á léttar veitingar að ráðstefnu lokinni. Það eru Akraneskaupstaður, Landbúnaðarháskóli Íslands og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi sem standa fyrir ráðstefnunni. Skráning fer fram á vef Akraneskaupstaðar. Borgarbyggð - laugardagur 23. mars Skallagrímur mætir KR í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Leikið verður í íþróttahúsinu í Borgarnesi frá kl. 16:30. Stykkishólmur - laugardagur 23. mars Snæfell tekur á móti Haukum í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Mikilvægur leikur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn hefst kl. 16:30 í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Borgarbyggð - sunnudagur 24. mars Bingó Kvenfélags Reykdæla í Logalandi kl. 15:00. Spjaldið kostar 1.200 kr. en athugið að enginn posi verður á staðnum. Veglegir vinningar og kaffi og með því innifalið í verðinu. Allur ágóðinn af bingóinu rennur til gróðurhúsabyggingar Brákarhlíðar. Allir velkomnir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.