Skessuhorn


Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 11 • Auglýst er laust til umsóknar starf aðstoðarhafnarstjóra Faxaflóahafna sf., sem er staðgengill hafnarstjóra. Í starfinu felst m.a.: • Áætlanagerð, forsendur hönnunar mannvirkja, eftirlit og umsjón með ástandi hafnarmannvirkja, siglingaleiðum og dýpi. • Undirbúningur lóða- og landgerðar. • Stjórn og eftirlit með gæðamálum framkvæmda. • Önnur þau störf, sem viðkomandi kunna að vera falin og falla innan eðlilegs starfsviðs aðstoðarhafnarstjóra. Leitað er eftir starfsmanni sem hefur eftirfarandi til að bera: • Háskólamenntun í verkfræði sem nýtist í starfi. • Reynslu af mannvirkjagerð. • Skipulagshæfni og reynslu af áætlanagerð. • Færni í samskiptum við fólk og fyrirtæki. • Góða kunnáttu og færni í ensku. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Umsóknarfrestur er til og með miðvikudagsins 17. apríl n.k. Umsókn og ferilskrá með nöfnum umsagnaraðila skal skilað til Faxaflóahafna sf., Tryggvagötu 17, Reykjavík eða þær sendar mannauðs- og launafulltrúa Faxaflóahafna sf. á netfangið olafur@faxafloahafnir.is. Nánari upplýsingar veitir hafnarstjóri í síma 5258900. Hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. Aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna sf. Kosning í embætti formanns, ritara og annars meðstjórnanda Stéttarfélags Vesturlands sbr. 20. gr. laga félagsins mun fara fram dagana 1. – 5. apríl nk. Í framboði eru eftirfarandi: A-listi: B-listi: Signý Jóhannesdóttir, formaður Eiríkur Þór Theodórsson, formaður Baldur Jónsson, ritari Skúli Guðmundsson, ritari Jónína Heiðarsdóttir, 1. meðstj. María Hrund Guðmundsd., 1. meðstj. Kjörfundur er opinn á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands að Sæunnargötu 2a í Borgarnesi sem hér segir: 1. apríl frá 08:00 til 16:00 2. apríl frá 08:00 til 18:00 3. apríl frá 08:00 til 16:00 4. apríl frá 08:00 til 18:00 5. apríl frá 08:00 til 13:00 Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar sem hér segir: Búðardalur – Héraðsbókasafnið Miðbraut 11, Búðardal 1. apríl frá 09:00 til 13:00 2. apríl frá 09:00 til 13:00 3. apríl frá 09:00 til 13:00 Hvalfjarðarsveit – Skrifstofa Hvalfjarðarsveitar Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit 1. apríl frá 10:00 til 12:00 og 12:30 til 15:00 2. apríl frá 10:00 til 12:00 og 12:30 til 15:00 3. apríl frá 10:00 til 12:00 og 12:30 til 15:00 Munið skilríkin! Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu félagsins. Stjórnarkjör 2019 Kjörstjórn Stéttarfélags Vesturlands Umhverfisstofnun kynnti nýverið ástandsmat áfangastaða innan frið- lýstra svæða á árinu 2018. Þar er fjallað um ástand þekktra áfanga- staða víða um land, sem eiga það sammerkt að vera undir álagi vegna gestasóknar. Notað er litakerfi í skýrslunni. Þeir áfangastaðir sem fá heildareinkunn lægri en 5 eru rauðir og teljast í verulegri hættu hvað varðar verndargildi staðanna. Áfangastaðir með heildareinkunn milli 5 og 6 fá appelsínugulan lit, sem þýðir að talin er hætta á að þeir geti tapað verndargildi sínu. Að lokum fá staðir með heildareinkunn hærri en 8 grænan lit og teljast ekki í hættu. „Í ár verður sett fram sú nýbreytni í skýrslunni að tilgreina sérstaklega áfangastaði innan frið- lýstra svæða sem standast vel það álag sem á þeim er. Óneitanlega er misjafnt milli þessara staða hversu fjölsóttir þeir eru og hafa ber í huga að sumir þeirra koma vel út vegna fæðar ferðamanna. Ekki er lík- legt að ágætiseinkunn héldi sér ef gestakomur myndu aukast mikið án frekari innviðauppbyggingar,“ segir í skýrslu Umhverfisstofnunar. „Vert er þó að tilgreina að hér er jafnframt að finna áfangastaði sem hafa verið byggðir upp til að taka við miklum fjölda gesta. Má þar nefna alla áfangastaði innan Þjóð- garðsins Snæfellsjökuls,“ segir þar enn fremur. Enginn staður á Vesturlandi í hættu Áfangastaðirnir á Vesturlandi sem úttektin nær til eru Arnarstapi, Búðahraun, Eldborg, Geitland, Grábrók, Hraunfossar, Húsafell, ströndin milli Stapa og Hellna auk átta áfangastaða innan Þjóðgarðs- ins Snæfellsjökuls; Djúpalóns, Lón- dranga, Malarrifs, Saxhóls, Skarðs- víkur, Skálasnaga, Svalþúfu og Öndverðarness. Skemmst er frá því að segja að áfangastaðirnir á Vest- urlandi standa almennt mjög vel að vígi. Enginn þeirra hefur lægri einkunn en 7 sem þýðir að enginn telst í verulegri hættu og enginn er talinn eiga á hættu að geta tapað verndargildi sínu. Enn fremur eru allnokkrir staðir á Vesturlandi sem standa vel að vígi og falla í græna flokkinn. Þeir eru Búðahraun, Grá- brók og Húsafell, auk eftirfarandi staða innan Þjóðgarðarins Snæ- fellsjökuls; Djúpalón, Lóndrangar, Malarrif, Saxhóll, Skarðsvík, Ská- lasnagi og Svalþúfa. Loks má nefna að af þeim stöðum sem mat Um- hverfisstofnunar nær til hafði Geit- land fallið í appelsínugula flokk- inn frá 2012-2016 og ströndin milli Stapa og Hellna var metin í sama flokki árið 2016. Hvorugt svæð- anna telst nú eiga á hættu að tapa verndargildi sínu. kgk Gott ástand friðlýstra áfangastaða Ferðamenn mynda Lóndranga á Snæfellsnesi síðasta sumar. Ljósm. úr safni/ glh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.