Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 201926
í tíu daga frí. Þau fundu ekkert fyr-
ir þessu þarna fyrir vestan.“ Fjöl-
margir nemar í skiptinemaverkefni
Villimeyjar voru sendir heim. En ís-
lensku skiptinemarnir fengu að velja
sjálfir hvort þeir vildu stefna heim
eða vera um kyrrt. „Við erum auð-
vitað vön jarðskjálftum að heiman.
En fólk hafði smá áhyggjur af okkur
eftir að það kom í ljós þetta með Fu-
kushima,“ segir Villimey og á þar við
geislamengunina sem fylgdi eftir að
slokknaði á ofnum í kjarnorkuverinu
í Fukushima með þeim afleiðingum
að geislavirkni lak út í umhverfi og
náttúru í kringum verið. „Það voru
samt alveg 1000 kílómetrar í Fu-
kushima, en fólk hafði einhverj-
ar áhyggjur af því að við værum að
borða geislavirkan mat sem væri frá
þessu svæði.“
Á Íslandi með ensku
sem fyrsta mál
Þau hjón sneru aftur til Íslands í lok
ágúst 2011og Villimey hóf skrift-
ir á BA-ritgerðinni sinni. „Og í
einhverju flippi ákvað ég að taka
spænsku í leiðinni og tók heilt ár í
spænsku á sama tíma og ég var að
skrifa ritgerðina. Ég átti svo erfitt
með að finna efni en ég skrifaði um
minnihlutahóp í Japan sem heitir
Burakumin.“ Burakumin er minni-
hlutahópur sem áður fyrr vann við
„skítug“ störf eins og slátrun og þrif.
Stéttin sætir enn miklum fordómum
í Japan þrátt fyrir breytt samfélag.
Eftir að Villimey kláraði BA-
gráðuna sína í japönsk sló hún ekki
slöku við og lauk meistararprófi
í þýðingarfræðum. „Af því ég get
aldrei tekið auðveldu leiðina þá þýði
ég úr japönsku yfir á íslensku. Ég
þýddi barnabók úr japönsku yfir á
íslensku í lokaverkefninu mínu,“
segir Villimey en bókin hefur enn
ekki fengist útgefin. „Það er kannski
það að ég er ekki eins góð í íslensku
og ég er í ensku. Ég er búin að vera
í umhverfi þar sem allt er á ensku.
Ég horfi á þætti á ensku, les á ensku
og svona. Mér finnst þetta skelfilegt
sem Íslendingur,“ segir Villimey og
hlær. „En efnið sem ég hef áhuga á,
það er ekki svo mikið til af því þýtt
yfir á íslensku,“ segir hún hugsandi.
Villimey hefur helst áhuga á vísinda-
skáldsögum og furðusögum sem lít-
ið hafa verið íslenskaðar á síðustu
árum, hvað þá skrifaðar á íslensku.
„Fljótlega eftir að ég datt í þessa teg-
und bóka fór ég að lesa á ensku.“
En þá erum við komin að bók-
inni hennar sem kom út fyrir jólin.
Bókina skrifaði Villimey á ensku,
enda liggur það tungumál betur fyr-
ir henni. „En ég á líka svo marga er-
lenda vini og markaðurinn fyrir utan
Ísland fyrir þessa tegund bóka er
svo miklu stærri, þannig að ég vildi
ýta henni svolítið þangað.“ Bókina
gaf Villimey út sjálf og var því við
stjórnvölinn alla leiðina „nema ég
borgaði fyrir ritstjórn og kápuhönn-
un og svona“.
En þrátt fyrir að skrifa bókina og
gefa hana út á ensku þá veltir hún
fyrir sér hvort hún eigi að þýða hana
yfir á íslensku, en það fari eftir við-
tökum við henni. Bókin gaf hún út
sem rafbók fyrir lesbretti og sem
prentaða bók. Bókin fæst í Nexus í
Álfheimum.
klj
Félagar Stéttarfélags Vesturlands,
StéttVest, hafa nú tækifæri til að
endurnýja í forystu félagsins.
Við viljum svara ákalli um breytt-
ar áherslur og breytt vinnubrögð
formanns og stjórnar. Við viljum
bæta og nútímavæða vinnubrögð
og að félagið endurheimti traust
íslenskra sem og erlendra félags-
manna.
Okkur þykir löngu tímabært að
félagar í StéttVest hafi allir tækifæri
til að hafa áhrif á framtíð og stefnu
félagsins. Einnig þau mál sem varða
félagsmanninn sjálfan og viljum við
undirrituð að stunduð verði lýð-
ræðislegri vinnubrögð en tíðkast
hafa.
Helstu stefnur B-lista eru:
Lækka laun formanns svo hann sé
í meiri tengingu við laun verka-
fólks og endurnýja traust stjórnar
og trúnaðarráðs.
Auka þekkingu allra félagsmanna
jafnt Íslendinga sem og fólks af er-
lendum uppruna á hlutverki stétt-
arfélagsins, vita sín réttindi og kröf-
ur í sjóði. Einnig teljum við nauð-
synlegt að upplýsa þá starfsmenn
sem eru á samningssvæði okkar
en greiða í önnur félög um reglur
og skyldur einstaklings og félags í
brota- og kjarasamningsmálum.
Framtíðarmarkmið okkar er að
lækka félagsgjöld, auka hlutfalls-
legan fjölda félagsmanna á okkar
svæði, vinna að aukinni þjónustu
jafnt frá skrifstofunni sem og raf-
rænt þ.m.t. nútímalegri heimasíðu.
Einnig teljum við mikilvægt að
virkja fleiri félagsmenn okkar í
nefndir, ráð og trúnaðarmanna-
störf hjá okkur og þá af öllu svæð-
inu okkar.
B-listann skipa:
Eiríkur Þór Theodórsson formað-
ur (Starfsmaður í Landnámssetri
Íslands)
María Hrund Guðmundsdótt-
ir meðstjórnandi (Starfsmaður í
Nettó)
Skúli Guðmundsson ritari
(Starfsmaður í Frumherja).
Við höfum öll starfað í fjölbreytt-
um atvinnugreinum og verið trún-
aðarmenn á mörgum vinnustöðum.
Við þekkjum vel vinnuaðstæður og
stöðu verkafólks á félagssvæðinu og
treystum okkur vel til að taka við
stjórn félagsins.
Eiríkur Þór, María Hrund og
Skúli.
Tækifæri til breytinga, kjósum fólk
með nýjar áherslur til forystu!
Pennagrein
Villimey hefur frá unga aldri verið
heilluð af vampírum og þeim sagna-
heimi sem umlykur þær. Hún þakk-
ar eldri bróður sínum, Hafsteini Mar
Sigurbjörnssyni áhugann, en hann
var duglegur við að kynna hana fyr-
ir allskyns vampírum eins og Dra-
kúla greifa sem varð hvað fræg-
astur í skáldsögu Bram Stoker og
fjöldi annarra skáldsagna byggir á. Í
skáldsögu Stoker er Drakúla óvæg-
ið skrímsli sem drepur sér til matar
og hugar ekkert að lífi fórnarlamba
sinna. Villimey segir að þetta séu
vampírurnar sem hún þekki hvað
best og segir vampírusögur eins og
þær eru í dag vera algjört miðjumoð,
þar sem vampírurnar eru í ástarsam-
böndum við menn og skrímslin, sem
vampírur ættu réttilega að vera, eru
á bak og burt.
Illgjarnar vampírur
„Það er sko engin rómantík í þessu,“
segir hún og bendir stolt á bókina
sem hvílir í fanginu á henni. Bók-
in er Nocturnal Blood sem Villi-
mey skrifaði á tveimur árum og gaf
svo út sjálf fyrir síðustu jól. Hug-
myndina að bókinni hefur hún þó
gengið enn lengur með í maganum.
„Þetta er vampírusaga. Ég ólst upp
við vampírur frá því ég var krakki.
Bróðir minn kom mér í gegnum
Bram Stoker og allt þetta og ég bara
varð að lesa allt sem kom að vampír-
um. En ástæðan fyrir því að ég byrj-
aði á þessari bók er sú að ég var orð-
in pínu þreytt á hvaða stefnu vamp-
írubókmenntirnar voru farnar að
taka. Ég ólst upp við að vampírur
væru eldgamlar verur, stórhættuleg-
ar sem drepa án þessa að skeyta um
nokkuð. Maður á að hræðast þær!“
En hvatinn er ekki eingöngu sá að
hún vilji koma vampírubókmennt-
um aftur á rétt spor. „Aðalpersónan
er ung stelpa sem heitir Leia Wal-
ker og þjáist af kvíða og OCD. Ég
held að margar stelpur geti tengt
við hana og ég byggi hana svolít-
ið á sjálfri mér.“ Leia verður fyrir
einelti í skóla en kynnist svo Sop-
hie. Kynni þeirra eru stutt því fljót-
lega þarf Sophie að flytja í burtu. En
þær endurnýja kynnin fjórum árum
síðar þegar Sophie kemur Leiu til
bjargar frá ræningja. Leia kemst að
því að Sophie er þá orðin vampíra
og þá hefst sögurþráður sem leiðir
þær vinkonurnar í för um Kanada
og Bandaríkin.
Sagan gerist að miklu leyti í
Anchorage í Alaska og Villimey seg-
ir að hún hafi valið það sögusvið
vegna þess að því svipar mikið til
Íslands. „En þetta er líka ferðasaga
því Leia og Sophie vinkona hennar
ferðast alla leið til Seattle. Þetta er
saga um vampírur, vinskap, traust og
það hvernig maður getur tekist á við
óttann sinn.“ En Villimey ætlar ekki
að láta staðar numið eftir fyrstu bók-
ina. Hún sér fram á að Nocturnal
Blood verði tríólógía og jafnvel gæti
verið að hún bæti við forsögu þegar
tríólógían er komin út. Hún hefur
nú þegar hafið skrif á annarri bók.
Í Japan með
jarðskjálftariðu
Villimey ólst upp á Akranesi og
kláraði grunnskólanám og fram-
haldsskólanám á Akranesi. Eft-
ir það lá leið hennar í Háskóla Ís-
lands þar sem hún innritaði sig í
enskunám. „Enskan er svo mikið í
blóðinu mínu. Ég tala mikla ensku
og þetta er mjög í hausnum á mér.
En mér fannst námið svo einsleitt
og það höfðaði ekki til mín svo ég
breytti um og fór í japönsku. Og það
var rosalega gaman,“ segir Villimey
með áherslu.
Hluti af náminu í japönsku við Há-
skóla Íslands er að fara í skiptinám
til Japan. „Við fórum út 2010-11, ég
og maðurinn minn Gunnar Aðils.
Þetta var einmitt á þeim tíma sem
jarðskjálftinn reið yfir.“ Hún segir
að þau hjónin hafi fundið vel fyrir
jarðskjálftanum í Tokyo þar sem þau
dvöldu. „Þetta var rosalega súrreal-
ískt og minningarnar líka. Það er
bara stutt síðan þessi atburður átti
átta ára afmæli. Ég man bara að ég
var í ræktinni í skólanum og finn allt
í einu að allt fer að rugga og spyr
strákana í kringum mig hvort þetta
sé jarðskjálfti. Við flýttum okkur
út og sáum þá allar byggingarnar í
kringum okkur bara hreyfast. Það
var ekkert símasamband, allar lest-
ir stopp en það var netsamband svo
ég gat talað við fólk og látið vita af
okkur.“
Þar sem ekkert var hægt að kom-
ast úr stað fyrst um sinn fékk Villi-
mey inni hjá vinkonu sinni en næstu
daga héldu jarðskjálftarnir áfram
linnulaust. „Snemma næsta morg-
un þegar lestirnar fóru af stað aftur
þá var ég eiginlega bara komin með
riðu af öllum eftirskjálftunum,“ seg-
ir hún og hlær að endurminning-
unni. Þau hjónin héldu kyrru fyrir
í Tokoy fyrstu dagana eftir skjálft-
ann og í gegnum fjölda eftirskjálfta.
„Svo kom einn rosalega snarpur eft-
irskjálfti, næstum jafnstór og hinn
og þá ákváðum við að fara til Kyoto
Nocturnal Blood er svar við væmni í
vampírubókmenntum
Villimey Mist Sigurbjörnsdóttir sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu fyrir jólin
Villimey Mist gaf út bókina Noct-
urnal Blood fyrir jólin sem er saga
stelpunnar Leiu Walker og vinkonu
hennar Sophie sem er vampíra.
Villimey settist niður á kaffihúsi með blaðamanni og ræddi um dvölina í Japan á tímum jarðskjálfta og nýútkomna bók
hennar Nocturnal Blood.
Villimey dvaldi í Japan ásamt manni sínum Gunnari Aðils á meðan hún var í
skiptinámi.