Skessuhorn - 20.03.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 201918
„Við gerðum nú ekki ráð fyrir þessu
svo þetta kom okkur mjög á óvart,“
segja þær Áslaug Þorvaldsdóttir og
Justyna Jasinska sem voru á dög-
unum heiðraðar í vinnunni fyrir
að eiga um þessar mundir tíu ára
starfsafmæli á Landnámssetrinu í
Borgarnesi. Þær eru báðar mjög
góð dæmi þess að hægt sé að vaxa
í starfi ef viljinn er fyrir hendi. Ás-
laug byrjaði í hlutastarfi við upp-
vask og er nú framkvæmdastjóri og
Justyna var fyrst hlutastarfsmað-
ur í ræstingum en er í dag kokk-
ur. „Fyrsti vinnudagurinn minn
var 9. mars 2009 og um sumarið
sama ár var ég svo færð yfir í skál-
ann að sjá um að taka á móti ferða-
mönnum. Fljótlega var ég farin að
sjá um bókanir, samskipti við gesti
og ferðaskrifstofur og bókhaldið.
Þetta þróaðist svo bara upp á við
hægt og rólega og fyrr á þessu ári
var ég svo gerð að framkvæmda-
stjóra,“ segir Áslaug og brosir.
Áður en Áslaug tók fyrst til starfa
á Landnámssetrinu vann hún sem
starfsmannastjóri hjá Loftorku um
tíma en þar á undan hafði hún um
langt skeið séð um bókhald fyrir
Borgarnes Kjötvörur.
Úr ræstingum
í kokkinn
Justyna hóf einnig störf í mars 2009
og eins og fyrr segir byrjaði hún í
ræstingum en fljótlega var hún
færð yfir í eldhúsið. Hún segist alla
tíð hafa haft mikinn áhuga á mat
og matargerð og sóttist því eftir
starfi í eldhúsinu. Til að byrja með
var hún aðstoðarmaður kokksins
en fór svo nokkuð hratt upp stig-
ann í eldhúsinu og er í dag einn af
tveimur aðal kokkum Landnáms-
setursins. Justyna flutti í Borgar-
nes frá Póllandi á eftir manninum
sínum sem hafði fengið starf hjá
Loftorku í Borgarnesi. „Mér líkar
vel í Borgarnesi og er ekki að fara
neitt,“ segir Justyna. „Hún er bara
Borgnesingur í dag,“ segir Áslaug
og Justyna tekur heilshugar und-
ir það. „Hún er hörkudugleg kona
sem við erum heppin að hafa feng-
ið til okkar hingað í Borgarnes,“
bætir Álaug við og heldur áfram:
„Fyrst þegar hún kom hingað tal-
aði hún hvorki ensku né íslensku
en í dag talar hún góða ensku og er
alveg að ná íslenskunni en hún er
alltaf jákvæð og dugleg að reyna að
bæta sig,“ segir Áslaug. „En varð-
andi tungumálakunnáttu þá má
segja að það sé einkennandi fyrir
okkur hér á Landnámssetrinu að
hér eru töluð alls konar tungumál.
Það geta því orðið ansi fróðleg og
skemmtileg samskiptin hér innan-
dyra, en það er líka bara skemmti-
legt,“ segja þær.
Hádegishlaðborðið
alltaf vinsælt
Það er óhætt að segja að það sé engin
tilviljun að Justyna hafi vaxið hratt
í starfi á Landnámssetrinu en hún
er að sögn Áslaugar afbragðsgóður
kökkur sem fyllir matsalinn flesta
daga í hádeginu. „Svo gengur líka
mjög vel á kvöldin og það er alltaf
nóg að gera. En hádegisverðahlað-
borðið okkar er alltaf rosalega vin-
sælt. Það koma líka margir vinnu-
staðir hingað saman og svoleiðis,
aðeins öðruvísi en þetta er á kvöld-
in. Justyna má alveg eiga að það að
hennar matur er virkilega góður
og það er ekki af ástæðulausu sem
fólk kemur hingað aftur og aftur.
En við erum líka með annan kokk
sem er alls ekki síðri,“ segir Áslaug.
Á Landnámssetrinu er boðið upp
á hlaðborð hollustugrænmetisrétta
og súpu í hádeginu alla virka daga
og á kvöldin er matseðill með rétt-
um í hollari kantinum. „Fyrst þegar
við byrjuðum með hlaðborðin voru
oft ansi fáir sem komu en þetta hef-
ur vaxið mikið og ég held að fólk
sé almennt ánægt með matinn okk-
ar,“ segir Áslaug brosandi og horf-
ir á Justynu sem að sjálfsögðu tekur
hrósið til sín.
Ferðaþjónustan
blómstrað út af
Landnámssetrinu
Nú þegar Áslaug er orðin fram-
kvæmdastjóri, ætlar hún þá að gera
einhverjar breytingar á Landnáms-
setrinu? „Það þarf ekki að breyta
því sem er gott,“ svarar hún bros-
andi og Justyna tekur heilshug-
ar undir. „Ég vil bara halda áfram
að gera þá góðu hluti sem við höf-
um verið að gera hér fram til þessa
og kannski bara reyna að gera
gott enn betra. En ég á ekki ein
heiðurinn af því hversu vel geng-
ur. Þetta er góður og samheldinn
hópur sem sér til þess í sameiningu
að hér gangi svona vel. Velgengn-
in sést bara á því að hér er alltaf
nóg að gera og gestirnir sýna al-
mennt ánægju, hvort sem það með
sýningarnar okkar eða veitinga-
staðinn,“ segir Áslaug og bætir
því við að alltaf sé líka nóg um að
vera á Söguloftinu og eru heima-
menn og aðrir gestir duglegir að
sækja þangað hinar ýmsu sýningar
sem eru í gangi hverju sinni. „Það
er svo skemmtilegt og viðeigandi
að fá góða sögumenn til að vera
með sýningar á Söguloftinu okk-
ar,“ segir Áslaug.
Þær segja Landnámssetrið vera
góðan vinnustað þar sem alltaf
er ánægjulegt að mæta til vinnu.
„Það er rosalega gott að vinna fyrir
Sirrý og Kjartan og ég held að það
sé ástæðan fyrir því að hér eru allir
alltaf glaðir í vinnunni. Starfsand-
inn er frábær og við skemmtum
okkur alltaf vel í vinnunni,“ segir
Áslaug. „Ég veit í raun ekki hvar
Borgarnes væri án Landnámsset-
ursins. Ég er fullviss um að ferða-
þjónustan í Borgarnesi eigi þeim
Sirrý og Kjartani mikið að þakka
með að hafa opnað Landnámssetr-
ið. Hingað koma fjölmargir ferða-
menn allt árið og við erum í sam-
bandi við margar stórar ferðaskrif-
stofur sem koma til okkar og þá
um leið fara hér í gegnum Borgar-
nes. Ég trúi ekki öðru en að Land-
námssetrið hafi haft jákvæð áhrif
á þróun ferðaþjónustu í Borgar-
nesi síðustu 13 ár,“ segir Áslaug að
endingu.
arg
Sýna fram á að hægt sé að vaxa í starfi ef vilji er til
Rætt við Áslaugu Þorvaldsdóttur og Justyna Jasinska hjá Landnámssetrinu
Áslaug Þorvaldsdóttir og Justyna Jasinska hafa báðar starfað á Landnámssetrinu í tíu ár.
Tökum Saga Film á efni í sjón-
varpsþættina 20/20 lauk í lið-
inni viku í Stykkishólmi. Ein-
ungis frágangsvinna og þrif eru
eftir. Starfsfólk Saga Film er
hæstánægt með veruna í Stykk-
ishólmi. Það vill koma á fram-
færi þökkum til íbúa fyrir mót-
tökurnar og aðstoðina á með-
an á kvikmyndatökum stóð síð-
ustu vikurnar. „Allt gekk vonum
framan, bæði vegna aðstæðna og
veðurs, og einnig vegna fólksins
sem lagði okkur lið. Við erum öll
í skýjunum með tímann í Hólm-
inum og kveðjum með söknuði,“
segir starfsfólk Saga Film.
Þó að kvikmyndatökum sé
lokið er enn verk fyrir hönd-
um. „Á næstu dögum byrjar frá-
gangsvinna og þrif sem reynt
verður að inna af hendi á sem
skjótastan og öruggastan máta.
Þá er Slökkvilið Stykkishólms í
startholunum og tilbúinn við að
aðstoða okkur með að skola með
vatni þann gervisnjó sem eftir
situr þegar veður fer að hlýna,“
segir í tilkynningu frá Saga Film
sem birt var á heimasíðu Stykk-
ishólmsbæjar.
mm
Tökum á 20/20 lokið í Stykkishólmi
Útliti Hafnargötu 1 var meðal annars breytt og þar komið fyrir lögreglustöð. Ljósm. úr safni/sá.