Skessuhorn


Skessuhorn - 10.04.2019, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 10.04.2019, Blaðsíða 1
arionbanki.is Arion appið Nú geta allir notað besta bankaappið* *MMR 2018 Vegna páskahelgarinnar og sumardaginn fyrsta þá verður næsta útgáfa Skessuhorns degi fyrr en vanalega. Efni og auglýsingar verða að vera komin fyrir hádegi mánudaginn 15. apríl. Í vetur héldu nemendur Hvanneyrardeildar Grunnskóla Borgar- fjarðar flóamarkað þar sem þeir tóku á móti fjölbreyttum munum og fatnaði frá fólkinu í nærsamfélaginu. Nemendur auglýstu flóa- markaðinn og kom fjöldi fólks til þess að skoða og versla. Nemend- ur Hvanneyrardeildar náðu að safna 69.315 kr. sem þau ákváðu að verja til góðs málefnis. Þau völdu að gefa vatnsdælu og bólusetning- arlyf þetta árið og höfðu því samband við UNICEF sem tóku gjöf- unum fegins hendi. Nemendur fengu sent þakklætismyndband frá starfsfólki UNICEF ásamt skjölum um gjafir þeirra. Ljósm. shb. Hlökkum til að sjá þig, kæri nágranni! Dalbraut 1 Sími: 512 4090 www.apotekarinn.is Opið virka daga kl. 10–18 FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 15. tbl. 22. árg. 10. apríl 2019 - kr. 750 í lausasölu Farþegabáturinn Særún, sem siglt er milli eyja á Breiðafirði, strand- aði á skeri á firðinum undir hádegi á fimmtudaginn í liðinni viku. Sex manns voru um borð. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðar- kall frá skipstjóra klukkan 11:39 þar sem fram kom að báturinn hefði strandað á skeri og kominn væri leki að honum. Viðbúnaður var því mikill og var samhæfingarmiðstöð í Skógarhlíð virkjuð, þyrla send á vettvang, en auk þess voru björg- unarskip á Snæfellsnesi ræst út. Nokkrum tímum síðar losnaði bát- urinn af sjálfsdáðum af strandstað þegar sjór hafði fallið undir hann. Var því siglt fyrir eigin vélarafli til Stykkishólms, en örlítill olíuleki var frá bátnum. Veður var ákjósanlegt á svæðinu þegar óhappið varð og að- stæður góðar, sagði í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. mm Strandaði á skeri Brotist var inn í Hönnubúð í Reyk- holti á ellefta tímanum á sunnu- dagskvöld. Viðvörunarkerfi versl- unarinnar ræsti eigandann sem hélt þegar á staðinn og mætti meintum innbrotsþjófum á bíl á þjóðvegin- um við Reykholt. Gerði hann lög- reglu viðvart sem kom frá Borg- arnesi báðar stofnleiðirnar upp í Borgarfjörð. Önnur lögreglubif- reiðin mætti hinum meintu inn- brotsþjófum á leiðinni. Sinntu þeir ekki stöðvunarbeiðni lögreglu og hófst eftirför sem náði alla leið að Hvalstöðinni í Hvalfirði. Þar nam bifreiðin staðar og tveir menn yfir- gáfu bílinn. Hófst þá leit lögreglu að mönnunum. Að sögn Jóns S. Ólasonar, yfirlög- regluþjóns á Vesturlandi, var tölu- verður viðbúnaður lögreglu vegna málsins. „Heilmikil leit var gerð að mönnunum og stóð hún fram eftir nóttu. Leitað var með aðstoð spor- hunds auk þess sem kallað var eft- ir aðstoð sérsveitarinnar sem mætti með nætursjónauka og dróna með hitamyndavél,“ segir Jón í samtali við Skessuhorn. „Annar mannanna fannst um klukkustund eftir að leit hófst, þá komin að bílnum aftur, en hinn fannst ekki fyrr en seinna um nóttina,“ segir Jón. Auk þess að hafa brotist inn í verslunina í Reykholti telur lög- regla að þessu máli tengist þjófn- aður á bíl sem stolið var í Hvalfirði. Annar mannanna hefur játað aðild að málinu. Enn fremur segir Jón að lögregla hafi mennina grunaða um innbrot í tvo sumarbústaði í Skorradal á ferð þeirra um Borg- Eftirför og leit að innbrotsþjófum arfjörðinn. Þá fundust fíkniefni í aðgerðum lögreglu og hefur einn maður verið handtekinn vegna þess. kgk/ Ljósm. úr safni/ kgk. Eftirlitskerfi í Hönnubúð fór í gang og átti þátt í því að lögregla upplýsti málið og önnur mál sem sömu menn eru taldir tengjast. Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.