Skessuhorn


Skessuhorn - 10.04.2019, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 10.04.2019, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 2019 11 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög STENDUR MIKIÐ TIL? Ferming, afmæli eđa jafnvel brúðkaup? Leigjum út dúka og servíettur fyrir öll tilefni til einstaklinga og fyrirtækja. Dúkar, stærðir: 1,40 x 1,40 og 1,40 x 1,80 Upplýsingar í síma 852-0066. Hótelþvottur ehf. Sólbakka 6, Borgarnesi SKES SU H O R N 2 01 9 Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2018 var lagður fram á fundi byggðarráðs 4. apríl og verður tek- inn til fyrri umræðu í sveitarstjórn 11. apríl. í tilkynningu frá byggðar- ráði kemur fram að niðurstaða árs- reiknings sýni að fjárhagur Borg- arbyggðar standi traustum fót- um. Rekstrarniðurstaða ársins fyr- ir samstæðu A og B hluta er jákvæð um 502 milljónir króna sem er um 290 milljónum betri afkoma en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun árs- ins. „Bætt afkoma skýrist fyrst og fremst af auknum tekjum vegna hærri launatekna íbúa og meiri um- svifum í sveitarfélaginu. Afskrift- ir og fjármagnskostnaður er einn- ig lægri en ráð var fyrir gert. Miklu máli skiptir einnig í þessu sambandi að það náðist að halda rekstri mála- flokka í mjög góðu samræmi við upphaflega fjárhagsáætlun,“ segir í tilkynningu. Helstu kennitölur fyrir samstæðu A og B hluta eru þær að tekjur árs- ins námu 4.299 m.kr. Launakostn- aður var 2,177 m.kr. og annar rekstrarkostnaður var 1,363 m.kr. Framlegð nemur 710 m.kr. Veltufé frá rekstri er 681 m.kr. eða 15,9% af tekjum. Eigið fé í árslok nam því 3.639 m.kr. og eiginfjárhlutfallið er 45,46%. Veltufjárhlutfall er 1,8. Skuldaviðmið fer hratt lækkandi og er 42,6%. Það er því vel innan þess 150% hámarks sem kveðið er á um í lögum. Skuldahlutfall er 102% og hefur lækkað ár frá ári að undan- förnu. „Öflugur rekstur og sterk fjár- hagsstaða auðveldar samfélaginu að taka vel á móti nýjum íbúum og tryggja öllum góða þjónustu. Unn- ið er markvisst að uppbyggingu innviða í Borgarbyggð. Stærsta verkefnið sem sveitarfélagið hef- ur með höndum er endurbætur og viðbygging við Grunnskólann í Borgarnesi sem hófst á síðasta ári. Fyrir liggur síðan í ár að hefja upp- byggingu leikskólans Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum og leggja ljós- leiðara um dreifbýli Borgarbyggð- ar.“ íbúum í Borgarbyggð hefur fjölgað um nær 300 frá árinu 2015. Þeir voru 3.816 um síðustu áramót og nam fjölgunin 3,7% á milli ára. Hjá sveitarfélaginu störfuðu 344 í 269 stöðugildum í árslok 2018. Það er því sem næst sami fjöldi og á árinu 2017. Ábyrgur rekstur málaflokka „Rekstur málaflokka gekk vel og er í ágætu samræmi við upprunalega fjárhagsáætlun fyrir árið. Rekstrar- gjöld án afskrifta og fjármagnsliða námu 3.589 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að verja 3.539 m.kr. til reksturs mála- flokka. Frávikið er 50 milljónir sem er 1,4% af fjárhagsáætlun. Fræðslumál eru sem fyrr lang- stærsti málaflokkur sveitarfélags- ins. Til hans var varið 1.828 millj- ónum eða 50,9% skatttekna. Til félagsþjónustu var veitt 404 millj- ónum og eru þar meðtalin framlög vegna málefna fatlaðs fólks. Æsku- lýðs- og íþróttamál eru þriðja um- fangsmesta verkefni sveitarfélags- ins en til þeirra var ráðstafað um 303 m.kr. Til fræðslu-, félagsþjón- ustu og íþrótta- og tómstundamála er því varið um 70,7% skatttekna Borgarbyggðar. mm Hálfur milljarður í rekstrarafgang hjá Borgarbyggð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.