Skessuhorn


Skessuhorn - 10.04.2019, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 10.04.2019, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 201920 Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar í liðinni viku lágu tvö erindi frá formanni sóknarnefndar Borgar- sóknar. í fyrsta lagi var óskað eft- ir að hirðing kirkjustaðarins að Borg verði færð í umsjón sveitar- félagsins. Byggðarráð samþykkti að hafna erindinu þar sem það fellur ekki undir hlutverk sveitarfélagsins. Hins vegar var framlagt erindi þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir drenlögn í skurð sem liggur norðan núverandi kirkjugarðs sem taka á við vatni frá Borginni norð- an garðs og prestsseturs. Byggðar- ráð vísaði erindinu til hlutaðeig- andi nefndar. mm Ekki hlutverk sveitarfélags að hirða kirkjulóðir Árshátíð Brekkubæjarskóla á Akra- nesi var haldin þrjá daga í síðustu viku. Þar stigu á svið allir nemendur úr 1. – 6. bekk og sýndu atriði. Eins og hefð er fyrir lásu nemendur í 7. bekk ljóð. Unglingarnir áttu einnig stóran þátt í sýningunni en þeir sáu um tæknimál og voru sviðsmenn auk þess sem þeir fluttu tónlistarat- riði. Þá voru unglingarnir með lít- il atriði sem sprottin voru úr Leit- inni, leikriti sem þau settu upp í vet- ur, þar sem þau kynntu atriðin inn á svið undir því yfirskini að þau væru að leita að árshátíð Brekkubæjar- skóla. „Þetta var mjög vel heppnað, það var troðfullt hús á öllum fimm sýningunum og allir stóðu sig mjög vel. Við vorum einnig með nem- endasýningu sem var hugsuð fyr- ir alla krakkana í skólanum að fá að horfa á sýningu. Svo buðum við elstu börnunum af leikskólunum á sérsýningu sem var aðeins styttri,“ segir Hallbera Jóhannesdóttir sem hefur séð um skipulagningu árshá- tíðarinnar mörg undanfarin ár. arg/ Ljósm. Ragnheiður H. Guð- jónsdóttir. Vel heppnuð árshátíð Brekku- bæjarskóla Allir nemendur í 1. – 6. bekk stigu á svið á árshátíð Brekkubæjarskóla. Þessar flottu stelpur tóku þátt í sýningu á árshátíð Brekkubæjarskóla. Frá sýningu á árshátíð Brekkubæjarskóla. Flottir taktar frá árshátíðinni. Á sumardaginn fyrsta, fimmtudag- inn 25. apríl nk., standa Tónlist- arskóli Borgarfjarðar og Safnahús Borgarfjarðar fyrir tónleikum þar sem nemendur skólans flytja eigin tónsmíðar við ljóð Böðvars Guð- mundssonar. Um 20 lög verða frumflutt. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00 og eru opnir öllum. Vonast er til að sem flestir líti við í Safna- húsinu þennan dag og fagni sumri með unga tónlistarfólkinu. Þetta er í sjöunda sinn sem Safnahúsið og Tónlistarskólinn standa saman að slíku verkefni sem ber vinnuheitið „Að vera skáld og skapa“. Hefur þetta fengið sér- staklega jákvæð viðbrögð, bæði hjá nemendum skólans og fjöl- skyldum þeirra, svo og hjá sveit- arstjórn Borgarbyggðar og íbúum í héraðinu. Það byggir á ákvæði í menningarstefnu Borgarbyggðar um frumkvæði, sköpun og menn- ingararf. Um 160 nemendur stunda nú nám við Tónlistarskóla Borgar- fjarðar sem starfað hefur í rúm fimmtíu ár. Safnahús hefur ver- ið við lýði síðan um 1960. Vinna stofnan- irnar að þessu verk- efni þvert á fagsv- ið sín og verkefnis- stjórar eru Guðrún Jónsdóttir, forstöðu- maður Safnahúss og Theodóra Þorsteins- dóttir, skólastjóri Tónlistarskólans. Á árinu 2019 liggja ljóð Böðvars Guðmundssonar til grundvallar og verð- ur hann viðstaddur tónleikana. Dagskrá- in tekur um klukku- tíma og boðið verður upp á sumarkaffi að henni lokinni. í Safnahúsi eru sýningar af ýmsum stærðum og gerð- um og verður tón- leikagestum boðinn ókeypis aðgangur að þeim þennan dag. -fréttatilkynning Að vera skáld og skapa - dagskrá á fyrsta sumardag Á sumardaginn fyrsta munu ljóð Böðvars Guðmunds- sonar liggja til grundvallar vinnu nemenda í verkefninu Að vera skáld og skapa. Böðvar mun verða viðstaddur samkomuna í Safnahúsinu. Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði verður haldin á Hótel B59 í Borg- arnesi á morgun og föstudag. Um 80 ungmenni á aldrinum 14-25 ára frá ungmennaráðum alls staðar að af landinu koma saman á ópólitísk- um vettvangi og ræða saman mál- efni líðandi stundar. Yfirskrift ráð- stefnunnar í ár er „Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér?“ Og verður þar m.a. fjallað um geð- heilbrigðismál sem hafa verið mik- ið í umræðunni undanfarið. Setn- ingarathöfn verður á morgun, 11. apríl, þar sem ráðherrarnir Ás- mundur Einar Daðason og Þór- dís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir flytja ávarp ásamt Salvöru Nordal, umboðsmanns barna. arg Ungt fólk og lýðræði í Borgarnesi Útgerðin var opnuð í pakkhúsinu í Ólafsvík síðastliðinn föstudag. Þar fæst nú handverk, sælkeravörur, ís- lensk hönnun og léttar veitingar svo sem boozt, skyr, vefjur og fleira. Að sögn Rutar Ragnarsdóttur eiganda Útgerðarinnar mættu 150 manns fyrsta daginn og var hún ánægð með það. Rut segist enn vera að finna taktinn með opnunartíma og mun á næstunni opna alla daga klukkan 10 og hafa opið eitthvað frameftir degi. Hún ætlar einnig að hafa opið um páskana en að fastur opnunartími verði ákveðinn síðar. þa Útgerðin opnuð í Pakkhúsinu Mæðgurnar Rut Ragnarsdóttir og Aðalheiður Aðalsteinsdóttir munu standa vaktina í Útgerðinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.