Skessuhorn - 10.04.2019, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 201926
Næstkomandi laugardag frá klukkan
12-16 mun sölufólk frá verkefninu
„Við stólum á þig“ verða í anddyri
verslunar Nettó í Borgarnesi og
bjóða umhverfisvæna ruslapoka og
margnota innkaupatösku til sölu.
Tilgangur verkefnisins er að safna fé
til aðstoðar einstaklingum sem orð-
ið hafa fyrir því að lamast eftir slys
eða veikindi og þurfa að notast við
hjólastól um ókomna framtíð. Á ís-
landi eru u.þ.b. 7000 einstaklingar í
hjólastól.
Söfnunarfé verður nýtt til að veita
styrki til breytinga á heimilum þeirra
einstaklinga sem notast við hjóla-
stól. Um er að ræða t.d. að breikka
hurðaop, fjarlægja þröskulda, setja
pumpur á efri skápa í eldhúsi og í
baðherbergi, breyta baði og salern-
isaðstöðu og eftir atvikum laga að-
gengi að húsinu. Fólk sem verður
fyrir því áfalli að lamast eftir slys
eða veikindi og þarf að notast við
hjólastól „situr“ frammi fyrir því að
þurfa að kosta til háum fjárhæðum
við breytingar á heimili sínu. Það er
ekki á allra færi. Tryggingabætur eru
ekki ætlaðar til þess háttar verkefna.
Boðnir verða til sölu umhverf-
isvænir heimilisruslapokum (3x20
stk.) framleiddir úr maíssterkju og
trjákvoðu. Þeim fylgir auk þess stór
margnota innkaupataska. mm
Pokasala til stuðnings verk-
efninu „Við stólum á þig“
Á ráðstefnu sem haldin var í Tón-
bergi á Akranesi 23. mars síðast-
liðinn voru undirritaðir samning-
ar um Nýsköpunarsetur á Grund-
artanga. Að setrinu standa Nýsköp-
unarmiðstöð íslands, Elkem ísland,
Akraneskaupstaður, Hvalfjarðar-
sveit og Þróunarfélagið Grundar-
tanga. Að Þróunarfélagi Grund-
artanga standa Akraneskaupstað-
ur, Borgarbyggð, Faxaflóahafnir
sf., Hvalfjarðarsveit, Reykjavíkur-
borg og Skorradalshreppur, en fé-
lagið var stofnað árið 2016 í þeim
tilgangi að móta framtíðarsýn og
stefnu fyrir Grundartangasvæðið.
„Tilgangur með stofnun og
rekstri Nýsköpunarsetursins á
Grundartanga er að styðja við ný-
sköpun í atvinnulífi. Nýsköpunar-
setrinu er ætlað að auðvelda frum-
kvöðlum með hugmyndir að ný-
sköpun að raungera viðskiptahug-
myndir sínar og hraða ferlinu frá
því að hugmynd verður til og þar
til rekstur hefst. Hugmyndir skulu
tengdar nýsköpun á sviði orku eða
umhverfismála og hafa það að mark-
miði að leiða til verðmætasköpunar
fyrir núverandi eða framtíðarstarf-
semi á Grundartanga þjóðinni til
heilla,“ segir í samningnum. Þá seg-
ir að Elkem ísland muni leggja til
húsnæði undir starfsemi Nýsköp-
unarsetursins. Þrír einstaklingar
skulu skipa stjórn Nýsköpunarset-
ursins, einn fulltrúi frá Nýsköpun-
armiðstöð íslands, einn fulltrúi frá
Elkem ísland og einn fulltrúi sem
er tilnefndur sameiginlega af Akra-
neskaupstað, Hvalfjarðarsveit og
Þróunarfélagi Grundartanga.
arg
Nýsköpunarsetur á Grundartanga
F.v. Gestur Pétursson forstjóri Elkem, Linda Pálsdóttir sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit,
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness, Guðjón Steindórsson framkvæmda-
stjóri Þróunarfélags Grundartanga og Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköp-
unarmiðstöðvar eftir að búið var að skrifa undir samning um Nýsköpunarsetur á
Grundartanga. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra vottaði samninginn.
Áskorun á föstunni: #sjöfimmtudagar
Hestamannafélagið Grani á
Hvanneyri býður til sannkallaðr-
ar veislu á Sumardaginn fyrsta, 25.
apríl nk., á Mið-Fossum í Borgar-
firði. Þann dag verður Skeifudag-
urinn haldinn hátíðlegur í sextug-
asta og þriðja skipti. Hátíðin hefst
í hestamiðstöðinni Mið-Fossum kl
13:00 og eru allir velkomnir að líta
við og fylgjast með dagskrá. Nem-
endur sýna afrakstur vetrarins og
velvalin sýngaratriði verða í boði.
Að dagskrá lokinni verður kaffisala
í Ásgarði á Hvanneyri og hið vin-
sæla folatollahappdrætti þar sem
vinningar eru gjafabréf fyrir hand-
hafa að leiða hryssu sína undir hina
ýmsu stóðhesta og búa til framtíð-
argæðinga. í Ásgarði verður einnig
hægt að kynna sér nám við Land-
búnaðarháskólann sem og námsað-
stæður nemendagarðanna á svæð-
inu.
Upphaf Skeifudagsins má rekja
til stofnunar Hestamannfélags-
ins Grana á Hvanneyri árið 1954
en það var Gunnar Bjarnason, sem
þá var kennari við skólann, sem
stofnaði félagið ásamt nemendum
við Bændaskólann á Hvanneyri,
sem áhuga höfðu á hestamennsku.
Gunnar var upphafsmaður kennslu
í reiðmennsku og tamningum við
skólann árið 1951. Mikill áhugi var
meðal nemenda á þessháttar námi
þó að aðstaða og húsakynni hefðu
ekki verið upp á marga fiska í upp-
hafi.
Síðan hefur mikið vatn runnið
til sjávar og í dag hefur Grani að-
gang að frábærri aðstöðu að Mið-
Fossum auk þess sem að allir nem-
endur Landbúnaðarháskólans
hverju sinni eru fullgildir meðlim-
ir í hestamannafélaginu Grana. Fé-
lagið stendur reglulega fyrir hin-
um ýmsu viðburðum yfir skóla-
árið jafnt fyrir hestaunnendur sem
og aðra. Sem dæmi má nefna þrí-
þraut Grana, árlega óvissuferð og
hefðbundin hestaíþróttamót auk
Skeifudagsins.
Skeifudagurinn er sannkölluð
uppskeruhátíð nemenda í reið-
mennskuáföngum skólans þar sem
veitt eru hin ýmsu verðlaun. Þar
má nefna Gunnarsbikarinn, sem
fer til þess nemenda sem fær hæstu
einkunn í fjórgangskeppni, ásetu-
verðlaun Félags tamningamanna
og Morgunblaðskeifuna sem fer
til þess nemenda sem hlýtur hæstu
meðaleinkunn úr verklegum reið-
mennskuprófum. Morgunblaðs-
skeifan hefur verið veitt árlega síð-
an 1957, en mikill heiður þykir að
hljóta Skeifuna og hafa sumir hand-
hafar hennar seinna meir orðið ein-
hverjir ástsælustu hestamenn lands-
ins. -fréttatilkynning
Skeifudagurinn að
venju upphaf sumars
Kannski er langt síðan öll plön
voru niðurnegld. Skólafríin hefj-
ast um helgina og páskafríið kær-
komið. Kominn tími til að skipta
um árstíð. Tíminn líður hratt.
Tilfinning fyrir inntaki siðanna
hnignar. Í það minnsta þeim sem
kaupmenn geta ekki gert að sinni
söluvöru. En form þeirra aðlagast;
fagurlega skreyttir páskaung-
ar og vorboðar æskunnar gleym-
ast kannski í geymslum en páska-
eggjaúrvalið í búðinni eykst ár frá
ári. Fígúrurnar og skreytið elt-
ir tíðarandann, táknin og merk-
ing þeirra missa vægi og renna úr
vitund almennings; ef við gætum
ekki að okkur. Af hverju páska-
egg? Af hverju páskahéri? Og
hver mótmælir ef vinsæll lífstíls-
áhrifavaldur tilkynnir að páskalit-
urinn í ár sé óransbleikur?
Tímavillur og samsull
Við erum alltaf að reyna að finna
þennan stað þar sem við finnum fyr-
ir frið í sálinni, ímynda ég mér, en
getum þó um leið mörg hver sagst
hafa ágæta ró. Það er helst að flest
okkar fullorðnu séum einhuga í að
hafa áhyggjur af yngri kynslóðum
og hvernig þeim mun reiða af í ver-
öld sem við sjálf eigum fullt í fangi
með að ná utanum. Sjálf erum við
að verða tímavillt; hálf inní fram-
tíð sem kom of snemma en samt
eins og álfar á síðustu öld, í leit
að gildum til að brúka fyrir staf.
Hvað er til stuðnings þegar eng-
in fær stöðvað tímans þunga nið?
Fær maður sér bara tappa í eyrun?
Uppfærir maður bara húmorinn?
Æ, það er blessun að geta fast-
að á lögmál heimsins um leið og
maður fastar á að gerast dóm-
ari yfir viðhorfum annarra; það
er áskorun en nærir mildi, ræktar
hógværð, temur sjálfsaga. Að mæta
páskum er að skoða sátt heims og
manns.
Við áttum okkur eftir því sem
fram vindur, á að við erum ekki
vélar og uppbygging sjálfsmyndar
og lífs getur ekki orðið að ferli í
sjálfshjálparbók; við verðum ekki
öll steypt í sama mótið. Mæli-
kvarði á heilbrigði getur ekki mót-
ast af metnaði og hégóma. Met-
ingur bíður öfund og ófullnægju
heim.
Að sjá með innri
augum
Það er lítið mál að fara í gegnum
lífið ósáttur. Það kostar bara það
að vera sífellt að finna að öðrum
og keppast eftir fleiri hlutum, geta
sýnt frammá að maður sé meira
virði en aðrir. En það villir okk-
ur sýn og fjarlægir okkur því að sjá
virðið í náunganum og meta ávexti
æðruleysisins. Með innri augum
andans getum við séð að það er
ekki virði asnans sem undirstrikar
merkingu þess viðburðar að Jesús
kom til Jerúsalem á pálmasunnu-
dag, í upphafi dymbilviku. Það er
fögnuður þeirra sem horfa með
innri augum á möguleikann á því
að lögmáli heimsins verði snúið á
hvolf. Að asninn sé verðugur. Að
andinn sigri efnið og að lífið sigri
dauðann. Að hið niðurlægða verði
upp reist til tignar.
Eitt af því sem við viljum ekki að
tapist í tímans stríða straumi, er að
við lærum af og vöxum af reynslu.
Að áföll og erfiðleikar séu ekki
merkingar sem skilgreina okkur
í styrkleikaflokk. Við þurfum að
muna að virði okkar er ómetanlegt
því að möguleikarnir eru ófyrir-
séðir. Og þá er einmitt svo mikil-
vægt að muna hvers vegna það er
ekki hægt að reikna allt út; hvers
vegna lögmáli heimsins er valt að
treysta. Vonin nær út yfir allt lög-
mál því að vonin er innri veru-
leiki. Vonin er opið hjarta, vonin
er brum á grein.
Hátíð vonar
og styrks trúar
Hringrás tímans var og er heilög,
hún er fyrirsjáanleg því við höfum
áttað okkur á lögmáli tímans, árs-
tíðanna og eiginleika þeirra. Við
treystum og þreyjum þess vegna í
gegnum eitt tímabil, markað sið-
um sem helga hringrásina. Fæð-
ingu og fögnuði fylgir dauði og
sorg, upprisunni fylgir von og
styrkur trúar. páskaeggið táknar
gröfina þar sem undrið hefur átt
sér stað.
Hérinn táknar Krist sem sprett-
ur fram úr hýði sínu og heilsar
vori. Ef við munum það, þá gild-
ir einu hvort það er órans-bleikt
eða gult. Bara að páskaliturinn í
ár fangi kjarna lífisins, kraftinn,
trúnna og von upprisunnar.
Arnaldur Máni Finnsson
Höf. er sóknarprestur á Staðastað
Óransbleiku páskaplönin