Skessuhorn


Skessuhorn - 10.04.2019, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 10.04.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 20196 Í fangelsi fyrir sviptingarakstur VESTURLAND: Karlmað- ur var nýverið dæmdur í 30 daga fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands fyrir að aka bif- reið eftir að hafa verið svipt- ur ökuréttindum. Honum var gefið að sök að hafa í nóvem- berbyrjun 2018 ekið bifreið sviptur ökuréttindum á Vest- urlandsvegi við Hvalfjarðar- göng og krafðist ákæruvaldið refsingar. Ákærði játaði brot sitt. í dómnum kemur fram að maðurinn hafi frá árinu 2012 hlotið fimm dóma og tvíveg- is gengið undir viðurlög með lögreglustjórasátt, fyrir brot gegn almennum hegningalög- um, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. „Refs- ing ákærða þykir að broti hans virtu hæfilega ákveðin fang- elsi í 30 daga,“ segir í dómn- um. Honum var einnig gert að greiða þóknun verjanda síns og ferðakostnað hans, samtals tæpar 150 þúsund krónur. -kgk Dæmdur fyrir snyrtivörustuld VESTURLAND: Karlmaður var í Héraðsdómi Vesturlands dæmdur til að greiða tæpar 21 þúsund krónur í sekt auk vaxta fyrir að stela snyrtivörum úr verslun Lyfju í Borgarnesi haustið 2016. Dómur var upp kveðinn 29. mars síðastliðinn. Maðurinn játaði brot sitt og játning hans er studd sakar- gögnum, að því er fram kem- ur í dómi Héraðsdóms Vest- urlands. Var honum ekki gerð refsing, heldur gert að greiða Lyfju tæpar 21 þús. krónur auk vaxta, sem og málskostn- að, þóknun verjanda síns og ferðakostnað hans. -kgk Vilja örva atvinnu- uppbyggingu BORGARBYGGÐ: Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í liðinni viku var rætt um fyrir- komulag gatnagerðargjalda á atvinnulóðir í sveitarfélaginu. Byggðarráð samþykkti að hefja vinnu við endurskoðun á gjaldskrá gatnagerðargjalda og möguleika á tímabundnu átaki, með það að markmiði að örva uppbyggingu í sveit- arfélaginu. Jafnframt ósk- aði byggðarráð eftir minnis- blaði frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um fyrir- komulag þessara gjalda í ná- lægum sveitarfélögum. -mm Ekið í annarlegu ástandi VESTURLAND: Fjórir öku- menn voru stöðvaðir í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku, grunaðir um akst- ur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Er það óvenjumikið að sögn lögreglu. Enn frem- ur voru þrír ökumenn stöðv- aðir eftir að hafa sest ölvaðir undir stýri. Tvö fíkniefnamál komu upp í umdæminu í vik- unni, en bæði minniháttar að sögn lögreglu. Þá var tilkynnt um fjögur umferðaróhöpp í vikunni sem leið. Öll voru óhöppin minniháttar að sögn lögreglu og engin slys urðu á fólki í neinu þeirra. -kgk Hreinsunarátak í þéttbýli BORGARB: Á fundi umhverf- is-, skipulags- og landbúnaðar- nefndar Borgarbyggðar í liðinni viku var ákveðið fyrirkomulag á hreinsunarátaki í þéttbýli sveitar- félagsins í vor. Um er að ræða ár- legt árvekniátak til að hvetja íbúa til að snyrta til í kringum sig. Fyrirkomulag verður með þeim hætti að á Hvanneyri, Varma- landi, Kleppjárnsreykjum og Bif- röst verður átakið dagana 30. apríl – 5. maí. Þá verða ílát fyr- ir gróðurúrgang, málma, timbur og sorp á fyrrgreindum stöðum. í Borgarnesi er hreinsunarátak- ið nokkru síðar, eða dagana 7. – 12. maí. ílát fyrir gróðurúrgang verði við Ugluklett, Klettaborg, íþróttamiðstöð og grunnskólann. Því til viðbótar verði ílát fyrir sorp við íþróttamiðstöð. Þá sam- þykkti nefndin að fela umhverf- is- og skipulagssviði að kanna möguleika á samstarfi við félaga- samtök um hreinsun strand- lengjunnar umhverfis Borgarnes á norræna strandhreinsunardeg- inum 4. maí. -mm Fá 70 milljónir til tækjakaupa VESTURLAND: Heilbrigð- isráðherra hefur ákveðið skipt- ingu rúmlega 420 milljóna króna af fjárlögum sem varið verður til að efla tækjakost heil- brigðisstofnana á landsbyggð- inni þar sem endurnýjunarþörf er orðin brýn. Rúmur helm- ingur fjárins er föst fjárveiting en 200 milljónir króna er tíma- bundin fjárveiting ætluð til end- urnýjunar á myndgreiningar- búnaði stofnananna. Til Heil- brigðisstofnunar Vesturlands renna 70 milljónir króna. -mm Rekstrarniðurstaða Hvalfjarðar- sveitar var jákvæð um 74,9 millj- ónir á síðasta ári. Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2018 var afgreiddur á fundi sveitarstjórn- ar 26. mars síðastliðinn. Tekjur A og B hluta sveitarsjóðs námu 838,8 milljónum króna á síðasta ári, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 830,9 milljónum. Rekstrargjöld samstæðunnar námu alls 781,3 milljónum króna. Veltufé frá rekstri var 14,55% og veltufjárhlutfallið 1,95%. Heildareignir sveitarfélags- ins námu um 2,4 milljörðum króna í árslok og heildarskuldir sveitar- félagsins voru 202,5 milljónir, þar af 110,9 milljóna langtímaskuldir. Eig- ið fé Hvalfjarðarsveitar í árslok nam 2.205,5 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi og eiginfjárhlut- fall sveitarfélagsins var 92%. „Samanburður á fjárhagslegum viðmiðum sveitarstjórnarlaga milli áranna 2017 og 2018 eru að skulda- viðmið sveitarfélagsins lækkar úr 34,8% árið 2017 í 13,8% árið 2018 enda voru langtímaskuldir sveitar- félagsins greiddar niður um rúmar 100 m.kr. milli ára. Rekstrarjöfnuð- ur sveitarfélagsins síðustu þriggja ára (samanlögð rekstrarafkoma á þriggja ára tímabili) hækkar um tæplega 85 m.kr.,“ segir Linda Björk pálsdóttir sveitarstjóri í frétt á vef Hvalfjarðar- sveitar. kgk/ Ljósm. úr safni. Afgangur af rekstri Hvalfjarðarsveitar Búið er að tengja öll heimili í Borg- arnesi við ljósleiðara. „Við tökum fagnandi á móti þeim 370 heim- ilum sem við áttum eftir að tengja þarna og nú geta því íbúar tek- ið upp símann og við lofum því að tengja allt fljótt og vel,“ segir á Fa- cebook síðunni Ljósleiðarinn. Allir íbúar í Borgarnesi ættu því að geta tengst internetinu í gegnum ljós- leiðara núna, en til þess þurfa íbúar að hafa samband við sitt símafyrir- tæki og panta tengingu. arg Borgarnes nú tengt við ljósleiðara

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.