Skessuhorn - 10.04.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 20194
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Sótsporasóðar
Eftir áralanga baráttu ýmissa virðist mér sem áróður fyrir aukinni vit-
undarvakningu í loftslagsmálum sé loks að bera smávægilegan árangur.
Reyndar er ein manneskja sem áorkað hefur meiru í þeim efnum en aðrir.
Það er hin 16 ára Greta Thunberg. Þessi unglingsstúlka boðaði með hóf-
stilltu en ákveðnu átaki til skólaverkfalls í þágu loftslagsmála fyrir utan
þinghúsið í Stokkhólmi. Hún hreif smám saman fleiri með sér og nokkr-
um mánuðum síðar var hún búin að flytja ræðu á loftslagsráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna. Gárungarnir segja að þessi barnslega stúlka með flétt-
urnar sínar hafi nú þegar valdið meiri straumhvörfum í baráttunni fyrir
bættum loftgæðum jarðarbúa en allar ráðstefnur háttsettra stjórnmála-
manna samanlagt til þessa. í það minnsta vil ég trúa því að hún sé litla
þúfan sem er að velta af stað stóra hlassinu.
Ríkissjónvarpið gerir vel í því þessar vikurnar að sýna íslenska heim-
ildaþáttaröð þar sem loftslagsmál eru útskýrð á mannamáli. Fjallað er um
áhrif loftslagsbreytinga á lífríki og samfélög, bæði erlendis og á íslandi,
og afleiðingar sótsporasóðaskapar. Álitsgjafa er víða leitað og í þáttunum
eru skoðuð áhrif neysluhyggju nútímans á loftslagsbreytingar. Rætt er
um hvaða lausnir mannkynið þarf að koma með, bæði til þess að draga
úr þessum breytingum og aðlagast nýjum og sjálfbærari lifnaðarháttum.
Ekki það að miklu verði breytt fyrir okkur sem nú erum á miðjum aldri
og vel það, heldur einkum fyrir afkomendur okkar. Framtíð lífsgæða og
jafnvel búsetu á jörðinni er í húfi.
Mörg þeirra mála sem komið er inn á í þáttunum hreyfa við fólki,
allavega mér. Vissulega er viðkvæmt að fjallað sé til dæmis um mengun
frá jórturdýrum, endurheimt votlendis og fleira í þeim dúr. Slíkt snertir
að sjálfsögðu við þeim sem yrkja landið og lifa á landbúnaði eins og við
þekkjum hann í dag. Þá er augljóst að barist verður áfram fyrir ýmissi
mengandi starfsemi sem augljóslega er að rýra loftgæðin. Stóriðnaði er ef
til vill ekki settar nægjanlega strangar reglur um mengunarvarnir, sumir
bílar menga meira en góðu hófi gegnir og áfram mætti telja. En hvert eitt
spor sem stigið er í að hefta óþarfa mengun er til bóta. Okkur ber öllum
að hugsa; hvað getum við sjálf gert til að draga úr sótspori okkar?
Mér varð hugsað til þessara þátta í sambandi við litla frétt sem birt-
ist hér í blaðinu í dag. Sérstök ráðgefandi nefnd fjallaði um aðgerðir til
að koma til móts við garðyrkjubændur sem njóta ekki sömu kjara og til
dæmis stóriðjan í kaupum á umhverfisvænni raforku. Á sama tíma og ís-
lensku gróðurhúsin standa ónotuð í skammdeginu er flutt inn grænmeti í
stórum stíl frá fjarlægum löndum. Enginn hugsar um sótsporið sem þeim
innflutningi fylgir. Þá er í stað þess að útvega garðyrkjumönnum ódýrt
rafmagn, verið að rífast um það hvort samþykkja eigi svokallaðan þriðja
orðkupakka ESB, sem er örugglega vísir að því að markaðsvæða íslenska
rafmagnið þannig að hægt verði að græða meira á að selja það til útlanda.
Nýlega sögðum við einnig frá því að brennari hafi verið settur upp í sorp-
stöðinni í Fíflholtum til að brenna það metan sem verður til í ruslinu sem
þar hefur verið urðað á liðnum árum. Orkan sem þarna leynist er semsagt
ekki nýtt neinum til góðs. Að vísu brennd, en ekki nýtt, jafnvel þótt búið
sé að þróa bíla sem geta ekið með því einu að tanka á þá hauggasi. Þessi
dæmi segja mér að við íslendingar erum ekki enn búnir að læra mikið í
loftslagsmálum. Við erum á byrjunarreit í flestu sem kemur að baráttunni
við mengun og erum því lítt fremri en mengandi iðnaðarborgum í Asíu.
Við erum einfaldlega sótsporasóðar og ættum að hlusta á okkur hæfari
einstaklinga, til dæmis hina sextán ára Gretu Thunberg.
Magnús Magnússon
Verktakinn Work North ehf. hóf í
liðinni viku niðurrif á veggnum um-
hverfis sandþró Sementsverksmiðj-
unnar á Akranesi. Þar með sér fyrir
endann á niðurrifi mannvirkja verk-
smiðjunnar, í það minnsta í þessum
áfanga. Eins og íbúar þekkja prýddu
listaverk utanverðan vegginn, þann
hluta sem var rifinn niður í vikunni.
Þessi verk áttu sér sögu.
í upphafi níunda áratugarins, frá
tíma Barnaskóla Akraness, efndi
Sementsverksmiðjan til samkeppni
um skreytingu á vegginn og haft
var samband við skólann. Haldin
var samkeppni meðal nemenda í
elsta bekk skólans og lagt upp með
klippiverkefni sem nemendur skól-
ans unnu í mynd- og handmennta-
tímum. Hugmyndina að því lista-
verki sem varð fyrir valinu átti Gísli
Eyleifsson. í gang fór heilmikil
vinna við að koma teikningunni á
vegginn. Fengin var papparúlla í
stærðinni 2x50 metrar frá Kassa-
gerðinni og var verkið teiknað í
raunstærð á pappann í sal íþrótta-
hússins við Vesturgötu. Allir nem-
endur í elsta bekk barnaskólans
tóku þátt í því. Formin voru síðan
klippt út og límd á vegginn þar sem
teiknað var eftir þeim. Loks var
ráðist í málningarvinnuna sjálfa.
Kennarar sem stjórnuðu verkinu
voru Bjarni Þór Bjarnason, Hanna
Jóhannsdóttir og Hildrud Hildur
Guðmundsdóttir. Málningin var
frá Nordsjö. mm
Listaverk gamalla
barnaskólanemenda horfið
Listaverk nemenda Barnaskóla Akraness heyra nú sögunni til.
Niðurrif veggjarins við Faxabraut hófst á fimmtudaginn og var á mánudags-
morgun búið að fella hann og unnið við að hreinsa járnabindinguna úr steypunni.
Skógræktarstjóri hefur með bréfi til
Borgarbyggðar tilkynnt að Skóg-
ræktin muni á næstunni rifta ein-
hliða samkomulagi um viðhald af-
réttargirðingarinnar Ystutungu í
Stafholtstungum. Samkomulag er
frá 1983 um girðinguna og við-
hald hennar og eru fjögur ár eftir
af samningstímanum. Um ástæð-
ur uppsagnar samningsins eru tald-
ar nokkrar ástæður. Meðal annars
sú að einn landeigandi hafi ítrekað
neitað að greiða sinn hluta í sam-
eiginlegum kostnaði við viðhald
girðingarinnar og smölun búpen-
ings innan hennar. Þá er nefnd-
ur óheyrilegur kostnaður við við-
hald girðingarinnar sem að hluta er
á mjög erfiðu landi. Kjarr og ann-
ar gróður hefur tekið vel við sér á
svæðinu undanfarin 35 ár og telur
Skógræktin því ekki lengur nauð-
synlegt að friða landið fyrir beit
vegna kjarrs og ræktaðra skóga í
eigu ríkisins. Skógræktin mun girða
smærri og viðráðanlegri girðingar í
sínum löndum ef þörf er á, en ætl-
ar framvegis ekki að taka þátt í að
viðhalda Ystutungugirðingu sam-
kvæmt samkomulaginu frá 1983. Á
fundi byggðarráðs í síðustu viku var
sveitarstjóra falið að kynna sér mál-
ið og leggja fram minnisblað um
niðurstöður þess.
mm
Skógræktin segir upp
samningi um afréttargirðingu
Almenna Umhverfisþjónustan
ehf. í Grundarfirði er þessa dag-
ana á fullu að undirbúa jarðveg-
inn fyrir nýtt bílaplan við Kirkju-
fell. Straumur ferðamana hefur
síst minnkað síðustu mánuði og
er ávallt yfirfullt á núverandi bíla-
stæði sem löngu er orðið of lítið.
Það verður því mikill munur þeg-
ar nýja bílastæðið verður tekið í
notkun á næstu misserum.
tfk
Framkvæmdir við Kirkjufell ganga vel