Skessuhorn - 10.04.2019, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 2019 25
Karlakórinn Kári hélt tónleika í
Grundarfjarðarkirkju fimmtudag-
inn 4. apríl síðastliðinn. Gesta-
kór að þessu sinni var karlakór-
inn Söngbræður úr Borgarfirði og
leiddu þessir tveir frábæru kórar
hesta sína saman með góðum ár-
angri og við mikinn fögnuð gesta.
Þétt var setið í kirkjunni á tónleik-
unum. tfk/ Ljósm. bá.
Kári og Söngbræður
stilltu saman strengi
Undanfarnar vikur hefur tals-
vert verið um fólk fái fjárkúgun-
artölvupóst. Er hann þannig stillt-
ur að engu líkara er en pósturinn
komi úr eigin netfangi. Meðfylgj-
andi er skjáskot af einum þessara
pósta. Móttakandi hans lét lög-
regluna vita og fékk það svar að
töluvert væri um slíka pósta um
þessar mundir. í svari lögreglu
segir: „Búið er að eiga við header
í póstinum þannig að í stað send-
anda er búið að skrá viðtakanda
sem sendanda. En þeir póstar sem
við höfum skoðað eru flestir sendir
frá Mið-Austurlöndum. Fyrir utan
að þeir eru hvimleiðir þá er eng-
in hætta sem fylgir þeim og eng-
inn búinn að gera neitt við tölvuna
þína. Hunsaðu þetta bara,“ segir í
svari lögreglu.
mm
Hvimleiðir fjárkúgunarpóstar
frá Mið-Austurlöndum
Landsþing Sambands íslenskra
sveitarfélaga fór nýverið fram. í
ávarpi sem Sigurður Ingi Jóhanns-
son, samgöngu- og sveitarstjórn-
arráðherra, flutti þar varð honum
tíðrætt um samgöngumál og þær
stórframkvæmdir sem framund-
an eru í endurnýjun vegakerfisins.
Ráðherra sagði stórsókn vera fram-
undan í samgöngumálum þjóðar-
innar. í nýkynntri fjármálaáætlun
hafi framlög til samgöngumann-
virkja verið hækkuð verulega frá
fyrri samgönguáætlun og alls muni
fjárfestingar nema ríflega 120 millj-
örðum króna á fimm ára tímabili
áætlunarinnar. Megintilgangurinn
væri að fjárfesta í öryggi í samgöng-
um og vegakerfinu víða um land en
fjárfestingin komi einnig á góð-
um tíma fyrir hagkerfið. „Meðal
framkvæmda sem unnið verður að
eru Vestfjarðavegur um Gufudals-
sveit, tvöföldun Reykjanesbrautar
að Reykjanesbæ, breikkun Suður-
landsvegar að Selfossi og Vestur-
landsvegar um Kjalarnes. Þá verð-
ur lokið við gerð Dýrafjarðagangna
og Dettifossveg,“ sagði Sigurður
Ingi en tók fram að fleiri verkefni
væru tíunduð í nýsamþykktri sam-
gönguáætlun.
Tillögur um fjármögn-
un væntanlegar
Þá sagði ráðherra að stofnaður
verður vinnuhópur í samstarfi rík-
isstjórnar og Samtaka sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur
það að markmiði að finna fjármögn-
unarleiðir fyrir stórframkvæmdir í
samgöngum á höfuðborgarsvæð-
inu. Sagði hann að samningsdrög
yrðu tilbúin fyrir sumarið um skipt-
ingu fjármögnunar verkefnisins
milli ríkis og sveitarfélaga. „Þetta
verða mikil tímamót enda verður
á grunni væntanlegs samkomulags
hægt að hefjast handa við ríflega
100 milljarða uppbyggingu á þétt-
býlasta svæði landsins,“ sagði ráð-
herra. Hann sagði það verða verk-
efni nýrrar samgönguáætlunar að
taka mið af niðurstöðu starfshóps
um flýtiframkvæmdir með gjald-
töku. Þar yrði einnig fjallað um
möguleg samstarfsverkefni (ppp)
í samgönguframkvæmdum þar sem
umferð er næg til að standa undir
slíku. Sagði hann að tillögur starfs-
hóps um fjármögnun á vegakerfinu
verði formlega kynntar í næstu viku
[þessari, innsk. blm.].
Veggjöld ef val er um
aðrar akstursleiðir
„Það eru nokkrir kostir í boði þeg-
ar kemur að því að fjármagna vega-
kerfið. Mitt markmið hefur ekki
verið veggjöld í sjálfu sér. Ég hef
sagt að æskilegt er að nýta arð-
greiðslur Landsvirkjunar og bank-
anna. Sú leið er hagkvæmari fyr-
ir ríkið en aðrir kostir vegna lægri
fjármagnskostnaðar. Hins vegar
geta samvinnuverkefni (ppp) hent-
að vel í stórum og vel skilgreindum
nýframkvæmdum. Dæmi um slík
verkefni eru Sundabraut og tvö-
földun Hvalfjarðarganga. Þá væri
hægt að flýta brú yfir Hornafjarða-
fljót og veg yfir Öxi með gjaldtöku
að hluta, sé vilji til þess. Á þessum
leiðum skiptir máli að hafa val um
aðra leið,“ sagði Sigurður Ingi.
mm
Ráðherra ræddi framkvæmdir í vegamálum
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is