Skessuhorn


Skessuhorn - 10.04.2019, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 10.04.2019, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 2019 9 Fréttaveita Vesturlands Sýslumaðurinn á Vesturlandi SK ES SU H O R N 2 01 9 Laust starf skrifstofumanns Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi auglýsir laust til umsóknar starf skrifstofumanns á skrifstofu embættisins á Akranesi. Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk. og þarf starfsmaðurinn að hefja störf sem fyrst. Í starfinu felast öll almenn skrifstofustörf við embætti, svo sem almenn afgreiðsla, skírteinaútgáfa, símaþjónusta, móttaka ýmissa gagna, skráning, skjalavistun, almenn upplýsingagjöf og önnur verkefni sem starfsmanni verða falin. Starfið krefst lipurðar í samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum, sveigjanleika og frumkvæðis. Vegna eðlis starfsins er gerð krafa um þjónustulund, góða íslenskukunnáttu og góða hæfni í mannlegum samskiptum. Starfsstöð viðkomandi starfsmanns verður á skrifstofu embættisins að Stillholti 16-18, Akranesi. Starfshlutfall er 100% og vinnutími er frá 8:00 til 16:00. Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið menntun sem nýtist í starfi, eða hafi reynslu af skrifstofustörfum og tölvuvinnslu. Launakjör eru í samræmi við kjarasamning fjármálaráðuneytisins við opinbera starfsmenn (SFR). Umsóknir skulu berast skriflega (engin eyðublöð) á skrifstofu embættisins að Stillholti 16-18, 300 Akranesi, eða á netfangið dadey@syslumenn.is. Upplýsingar um stöðuna veitir Daðey Þóra Ólafsdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs, í síma 458-2300. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Akranesi, 4. apríl 2018 Ólafur K. Ólafsson Sýslumaður á Vesturlandi Verkalýðsfélag Akraness FÉLAGSFUNDUR S K E S S U H O R N 2 01 9 www.vlfa.is Að óska eftir aðildarviðræðum við ESB og leggja kosti og galla aðildar undir dóm þjóðarinnar. Að auka aaheimildir í þorski um 30 til 40 þúsund tonn og leigja þær á frjálsum markaði. Að stöðva útutning á óunnum gámaski, en slíkt myndi skapa ölmörg störf hér á landi. Að auðlindum hafsins verði komið aftur í eigu þjóðarinnar. Að afnema verðtrygginguna við fyrsta tækifæri. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að hjálpa skuldsettum heimilum. Þessar vikurnar er þeim að blæða út. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að örva og ea atvinnulíð. Að atvinnuleitendum verði heimilt að stunda nám á meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum. Að koma okkar sjónarmiðum vegna deilna við Breta vel á framfæri við alþjóðasamfélagið. Að misbjóða ekki þjóðinni með því fá Breta til að sinna hér loftrýmisvörnum á sama tíma og þeir telja okkur vera hryðjuverkamenn. Að skipt verði út stjórnendum í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu enda virðast þeir aðilar ekki njóta trausts og trúnaðar íslensku þjóðarinnar. Að stórea upplýsingaæði til almennings. Íslenska þjóðin vill vita, hvað er verið að gera - hvað er búið að gera og hvað hyggist þið gera. Að fenginn verði óháður erlendur aðili til að rannsaka hrun bankakersins og þar verði hverjum steini velt við. Að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan rannsókn fer fram á hruni bankakersins. Að allir þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og einnig þeir eftirlitsaðilar sem brugðust sínu hlutverki. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á ríkisstjórn Íslands Stjórn Verkalýðsfélags Akraness www.vlfa.is                Verkalýðsfélag Akraness Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlfa.is Boðað er til opins félagsfundar fimmtudaginn 11. apríl nk. kl. 17:00 í Gamla kaupfélaginu. Dagskrá: Kynning á nýjum lífskjarasamningi VLFA við SA.1. Önnur mál2. Félagsmenn sem heyra undir kjarasamninginn eru eindregið hvattir til að fjölmenna á fundinn. Hægt er að nálgast nýgerðan kjarasamning á skrifstofu félagsin og á heimasíðunni vlfa.is. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að kynna sér innihald samningsins og hafa samband ef einhverjar spurningar vakna. Hafi þeir sem vinna eftir þessum samningi VLFA við SA áhuga á því að fá kynningu á sínum vinnustað er þeim bent á að hafa endilega samband við skrifstofu félagsins. Félagsmenn Verkalýðsfélags Akr ness athugið! Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | skrifstofa@vlfa.is www.skessuhorn.is Veitingastaðurinn Sjávarpakkhús- ið í Stykkishólmi hefur nú feng- ið afhenta Svansvottun. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norð- urlandanna. Um leið er Sjávar- pakkhúsið fyrsti veitingastaðurinn á Norðurlöndunum til að fá slíka vottun samkvæmt nýjum staðli Svansins. Það var Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auð- lindaráðherra sem afhenti Söru Hjörleifsdóttur og öðru starfsfólki Sjávarpakkhússins vottunina þeg- ar hann var á ferðinni í Hólminum um helgina. arg Sjávarpakkhúsið Svansvottað Hér afhendir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Söru Hjörleifsdóttur, vert í Sjávarpakkhúsinu í Stykkishólmi, Svansvottunina. Ljósm. Umhverfisvottun Snæfellsness. Síðastliðinn föstudag hófst með formlegum hætti jarðvegsvinna fyr- ir nýja Þjóðgarðsmiðstöð á Hell- issandi. Guðmundur Ingi Guð- brandsson umhverfisráðherra mætti af því tilefni á staðinn, steig upp í gröfu og hóf framkvæmd- ir með táknrænum hætti. Viðstödd var einnig fyrirrennari hans í emb- ætti, Sigrún Magnúsdóttir, sem fyr- ir þremur árum tók fyrstu skóflu- stunguna að miðstöðinni. íbúum á svæðinu var boðið að koma og fagna þessum tímamótum og boð- ið var upp á kaffi og kleinur í Sjóm- injasafninu. mm/Ljósm. þa. Framkvæmdir hafnar við Þjóðgarðsmiðstöð Ráðherra var býsna brattur eftir gröftinn. Guðmundur Ingi, Sigrún Magnúsdóttir og Kristinn Jónasson bæjarstjóri við líkan að væntanlegri byggingu. Það var Sigrún Magnúsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, sem tók fyrstu skóflustunguna að nýrri þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi vorið 2016. Naut hún liðsinnis Sædísar Heiðarsdóttur við moksturinn. Ljósm. úr safni/ af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.