Skessuhorn


Skessuhorn - 10.04.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 10.04.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 201918 Laugardaginn 13. apríl næstkom- andi ætlar Snjólaug Guðmunds- dóttir að opna sýningu á verkum sínum í Safnahúsinu í Borgarnesi. Sýningin nefnist „Vefnaður, þæf- ing og bókverk“ en það er einmitt það sem Snjólaug mun sýna; ofnar myndir, blaut- og þurrþæfð listaverk og bókverk með ljóðum eftir Snjó- laugu. „Meiningin var að vinna sem mest úr því efni sem ég átti, en það var alveg nóg til, en ég þurfti samt að bæta nýju við,“ segir Snjólaug þegar blaðamaður heimsótti hana á vinnustofuna á föstudaginn. Snjó- laug er fædd og uppalin á ísafirði en hún flutti í Borgarfjörðinn til að kenna vefnað í Húsmæðraskólanum á Varmalandi. Þar kynntist hún eig- inmanni sínum, Guðbrandi Brynj- úlfssyni, sem var þá í skóla á Hvann- eyri. Sjö árum eftir að Snjólaug flutti í Borgarfjörðinn, árið 1973, fæddist eldri sonur þeirra hjóna. „Við fluttum svo hingað að Brúar- landi árið 1975 og höfum verið hér síðan,“ segir Snjólaug. Snjólaug og Guðbrandur eiga tvo syni og eina ömmu- og afastelpu. Hafði ekki áhuga á handavinnu „Ég hef aldrei verið nein búkona og er afskaplega léleg í öllum bústörf- um. Ég hef þó aðstoðað í heyskap og svoleiðis en lítið komið að skepnu- hirðingu, ég er eiginlega bara frek- ar hrædd við dýrin,“ segir Snjólaug og brosir. Handavinnan hélt henni upptekinni á meðan aðrir sinntu bústörfum en handavinnan var þó ekki alltaf stór partur af lífi Snjó- laugar. Þegar hún var barn hafði hún lítinn áhuga á handavinnu en mamma hennar var vefnaðarkenn- ari. „Mamma setti á stofn vefstofu á ísafirði þar sem hún óf efni og ýmsa hluti. Við systur unnum stundum hjá henni á vefstofunni en ég hafði eng- an sérstakan áhuga á þessu. Það var ekki fyrr en mamma lést vegna veik- inda þremur árum eftir að hún opn- aði vefstofuna sem ég ákvað að læra vefnað. Ég hafði samband við Guð- rúnu Vigfúsdóttur vefnaðarkennara við Húsmæðraskólann á ísafirði og hún talaði við kennara í Handíða- og myndlistaskóla íslands og ég fékk inngöngu í skólann og hélt suður. Þá fann ég fljótlega hvað þetta átti vel við mig,“ segir Snjólaug. „Hug- myndin var alltaf að halda vefstof- unni hennar mömmu opinni en það gekk ekki. Ég hafði einfaldlega eng- an þroska til þess, enda bara ung- lingur á þessum tíma,“ bætir hún við. Þarf alltaf að hafa eitt- hvað í höndunum Þegar Snjólaug kom að Varma- landi sem vefnaðarkennari fann hún að kennslan átti vel við hana. „Mér þykir virkilega gaman að kenna og hanna, en ég hanna flest allt sem ég geri,“ segir Snjólaug. Eftir níu ár á Varmalandi kenndi Snjólaug um tíma í Lyngbrekku en þar var útibú frá Grunnskólanum á Varma- landi fyrir nemendur af Mýrum. „Ég kenndi í Lyngbrekku í tvö ár, held ég, en hélt á tímabili námskeið, einkum í þæfingu. Ég er mjög sátt við að kennsla og handavinna, ásamt húsmóðurstörfum, hafi verið mitt ævistarf, enda hefur mér líkað það mjög vel,“ segir Snjólaug og bros- ir. Snjólaug hefur fengist við margt sem viðkemur handavinnu, en hún þæfir, vefur, prjónar, svo nokkuð sé nefnt, og yrkir ljóð inn á milli. „Ég hef líka í gegnum tíðina prófað ým- islegt sem ég hef kannski ekki al- veg fest mig við. Ég gerði á tíma- bili skartgripi úr skeljum, ég hef líka gert salt- og piparstauka úr beinum og timbri og svo hef ég aðeins verið að mála með vatnslitum. Mér þykir þetta allt skemmtilegt,“ segir Snjó- laug. „Fyrir mér er hægara sagt en gert að gera ekkert. Ég þarf alltaf að hafa eitthvað í höndunum og er ómöguleg ef ég sit aðgerðarlaus. En mér finnst gott að vera með fleiri en eitt verkefni í takinu í einu og þess vegna er ég með eins konar „starfs- stöðvar“ á heimilinu og á vinnu- stofunni. Á einni stöðinni er ég að þæfa eða vefa, vinn í tréverki á ann- arri og svo sit ég með prjónana við sjónvarpið eða útvarpið og ljóðin verða ýmist til þegar ég vinn eða t.d. í göngutúrum. Ég hef nýlega sett mér það markmið að vinna minna, sitja með hendur í skauti og íhuga og sækja ýmsa viðburði í héraði. Ég geri það þegar sýningunni lýkur,“ segir Snjólaug og kímir. Þykir gaman að lesa náttúruna Spurð hvað henni þykir skemmti- legast að gera brosir hún og hugs- ar sig vel um. „Það er erfitt að segja, allt sem ég geri er skemmti- legt. Það er samt eitthvað við timbr- ið sem heillar mig og það má eigin- lega segja að ég hafi smá áráttu þeg- ar kemur að trjám. Á meðan maður- inn minn, sem er skógræktarmaður, horfir á trén og dáist að því hvern- ig þau vaxa og dafna og skapa skjól, spái ég meira í hvernig þau líta út að innan, hvernig viður þeirra er og hvað væri hægt að gera úr honum. Timbrið er svo fallegt og skemmti- legt efni að vinna með,“ segir Snjó- laug og bætir því við að hún sé mikið náttúrubarn. „Ég nýt þess að fara út í náttúruna og lesa hana. Fara í fjör- una og finna skeljar sem hægt er að gera eitthvað skemmtilegt úr. Mér þykir alltaf svo gaman að reyna að búa eitthvað til úr því sem ég finn úti í náttúrunni, reyna að nýta allt og gera eitthvað fallegt,“ segir Snjó- laug. Þykir gaman að brjóta heilann „Þegar ég sit við iðju mína er gott að velta fyrir sér og brjóta heilann um hugmyndir sem skotið hafa upp kollinum. Sem dæmi þá tók það mig að minnsta kosti eitt ár að finna út hvernig best væri að búa salt- og piparbaukana til,“ segir Snjólaug um leið og hún sýnir blaðamanni fallega skjannahvíta stauka úr beinum með timburbotni og timburloki. Aðspurð segist hún ekki ætla að vera með verk úr beini eða timbri á sýningunni að þessu sinni. „Nema jú kolla sem ég hannaði úr timbri og lét smíða fyrir mig, en ég óf áklæði á stólseturnar, en þeir verða ekki til sölu. Ég hef ver- „Ég þarf alltaf að hafa eitthvað í höndunum“ - segir listakonan Snjólaug Guðmundsdóttir á Brúarlandi Snjólaug Guðmundsdóttir listakona mun opna sýningu með verkum sínum í Safnahúsinu í Borgarnesi á laugardaginn. Hér er brot af blautþæfðum myndum sem verða á sýningunni. Þessar myndir eru festar á platta sem auðvelt er að hengja upp á vegg. Snjólaug heima í stofu. Fyrir aftan hana hangir mynd sem hún gaf nafnið „Oft ég svarta sandinn leit svíða grænan engireit,“ sem er hending úr kvæðinu Vögguljóð eftir Jóhann Sigurjónsson. Hér má sjá tvær týpur af salt- og piparstaukum sem Snjólaug hefur gert, annars vegar úr timbri og hins vegar úr beini og timbri. Fyrir framan liggur hálsmen sem Snjólaug gerði einnig úr beini og timbri. Þessi mynd heitir Ljósrákir en Snjólaug óf hana í minningu bróðursonar síns sem lést af slysförum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.