Skessuhorn


Skessuhorn - 10.04.2019, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 10.04.2019, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 201924 Samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra hefur úthlutað styrkjum að upphæð 71,5 milljónum króna til sjö verkefna á vegum sex lands- hlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkj- unum er úthlutað til sértækra verk- efna á sóknaráætlunarsvæðum fyrir árið 2019 í takti við stefnumótandi byggðaáætlun. Alls bárust 19 um- sóknir um styrki að fjárhæð rúmar 278 m.kr. fyrir árið 2019. Þriggja manna valnefnd fór yfir umsókn- ir og gerði tillögur til ráðherra. Byggðastofnun annast umsýslu verkefnastyrkjanna. Eitt verkefni á Vesturlandi hlaut styrk sem rennur til Gestastofu Snæfellsness. Það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi sem fá styrkinn til að efla Gestastofu Snæfellsness. í tilkynningu segir að Gestastof- an gegni lykilhlutverki við eflingu ferðaþjónustu á sunnanverðu Snæ- fellsnesi. Þar verður miðlað upp- lýsingum og þekkingu um svæð- ið til ferðamanna. Styrkurinn nýt- ist til endurbóta á húsnæði og lag- færinga á umhverfi þess. Verkefnið er styrkt um tíu milljónir króna á árinu 2019, en hlaut 15 m.kr. styrk úr sama sjóði árið 2018. mm Gestastofa Snæfellsness hlýtur styrk Félagar í Bridgesfélagi Borgarfjarð- ar luku á mánudaginn við þriggja kvöld tvímenningskeppni sem þeir nefndu lönguföstutvímenning. Þeir sem mættu öll þrjú kvöldin gátu átt von á glaðningi fyrir góðan árang- ur. Bestum árangri á mánudags- kvöldið náðu Sigurður Már Ein- arsson og Stefán Kalmansson með 60,8% skor, en þeir Jón og Bald- ur fengu 59,7% og Logi og Heið- ar 55,9%. En í samanlögðu fyrir þrjú kvöldin báru Jón Eyjólfsson og Baldur Björnsson sigur úr býtum, Heiðar Árni Baldursson og Logi Sigurðsson urðu í öðru sæti en því þriðja Rúnar Ragnarsson og Guð- jón Karlsson. Á meðfylgjandi mynd eru þeir félagar stoltir og þakklátir með páskaeggin sín. mm Lönguföstutví- menningsmeistarar Gunnar Viðar Gunnarsson, húsa- smiður í Borgarnesi, gaf sjálfum sér harla óvenjulega afmælisgjöf í tilefni af fimmtugsafmælinu sínu á dögunum. Gjöfin fólst í að ljúka viðurkenndu 100 km hlaupi við fyrsta tækifæri. Tækifærið kom um liðna helgi, en á laugardaginn tók Gunnar þátt í 100 km ofurhlaupi í Bretlandi og lauk því á tæpum 14 klukkutímum. Hlaupið sem varð fyrir val- inu sem afmælisgjöf nefnist Kiel- der Ultra og fer fram árlega við smábæinn Kielder rétt sunnan við landamæri Englands og Skotlands. Þarna er jafnan boðið upp á annars vegar 50 km og hins vegar 100 km hlaup, þar sem í báðum tilvikum er hlaupið í kringum Kielder uppi- stöðulónið, einn eða tvo hringi eftir því hvor vegalengdin er valin. Þetta árið var í fyrsta sinn einnig boðið upp á styttra hlaup, 32 km, fyrir þá sem ekki leggja í ofurvega- lengdir. Kielder-hlaupið nýtur alþjóð- legrar viðurkenningar, en er engu að síður mjög fámennt miðað við önnur ofurhlaup af þessu tagi. Samtals luku 243 einstakling- ar hlaupinu að þessu sinni, þar af 36 hundrað km hlaupi. Af þessum 243 manna hópi komu aðeins sex frá löndum utan Bretlands, þar af tveir frá Ástralíu og þrír frá íslandi auk Gunnars. Lengsta hlaupið í Kielder var þreytt myrkranna á milli, ef svo má segja. Hlaupið var ræst kl. 6:30 að morgni og markinu lokað 16 klst. síðar, þ.e. kl. 22:30. Birkir Þór Stef- ánsson, bóndi af Ströndum, fylgdi Gunnari í 100 km hlaupið, en leiðir þeirra hafa oft legið saman á hlaup- um síðustu ár. Birkir varð fimm- tugur á síðasta ári og í tilefni af því hlupu þeir félagar Ultravasan-90 í fyrra, en þar var um að ræða 90 km hlaup eftir sömu slóð og gengin er í Vasagöngunni. Því má segja að Gunnar og Birkir hafi verið hluti af afmælisgjöfum hvors annars. í 100 km hlaupinu í Kielder náði Birkir 17. sæti á 12:12:53 klst og Gunnar lenti í 29. sæti á 13:50:10 klst. Úlfhildur ída Helgadóttir, bóndi í Þistilfirði, tók þátt í 50 km hlaupinu og lauk því á 6:29:29 klst. í 96. sæti af 131 keppanda. Fjórði maðurinn í hópnum var Stefán Gíslason í Borgarnesi, sem hljóp 32 km á 3:17:26 klst, lenti í 9. sæti af 76 keppendum og stóð uppi sem sigurvegari í flokki 60-69 ára karla. Að sögn Gunnars Viðars hafa ekki enn verið teknar ákvarðanir um næstu hlaupaáskoranir að öðru leyti en því að Laugavegurinn verð- ur hlaupinn í sumar í þriðja sinn og í haust er stefnan sett á maraþon- hlaup í Tallinn í Eistlandi. Ekki hefur heldur verið tekin ákvörðun um sextugsafmælisgjöfina, en ef að líkum lætur verður hún tengd hlaupum – og þá líklega ívið lengri hlaupum en venjulegt fólk fæst við á venjulegum degi. mm/ Texti og myndir: Stefán Gíslason. Hundrað kílómetra hlaup í fimmtugsafmælisgjöf Gunnar, Birkir og Úlfhildur tilbúin að morgni hlaupadags fyrir utan Kielder kastalanna þar sem hlaupið hófst og endaði. Við Kielderstífluna, 14 km að baki og ekki nema 86 eftir. Gunnar á drykkjarstöðinni við Lewis Burn, 86 km að baki og ekki nema 14 eftir. Hópurinn á heimleið. F.v. Birkir, Úlfhildur, Gunnar og Stefán. Ljósm. ferðamaður í Leifsstöð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.