Skessuhorn


Skessuhorn - 10.04.2019, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 10.04.2019, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 10. ApRíL 2019 19 ið að gera svo margt í gegnum tíðina að ekki er hægt að vera með það allt á einni sýningu,“ segir Snjólaug og brosir, en hún hefur áður haldið sýn- ingar. „Ég hef haldið nokkrar sýn- ingar, en hef ekki tölu á þeim. Ætli þetta sé ekki fjórða sýningin mín í Safnahúsinu í Borgarnesi en ég hef þrisvar verið með einkasýningar þar og einu sinni með samsýningu. Ég hef líka verið með sýningu í Reykja- vík, á ísafirði og á Blönduósi.“ Ljósrákir í minningu bróðursonar Snjólaug dregur upp úr poka nokkur af þeim verkum sem verða á sýning- unni og sýnir blaðamanni. Það eru plattar með blautþæfðum myndum og nokkur þurrþæfð verk í falleg- um litum. Þá tekur hún upp fallega vefnaðarmynd sem nefnist Ljósrák- ir. „Þessi mynd er alveg sérstök en hana gerði ég í minningu bróður- sonar míns sem lést af slysförum. Hugmyndin kviknaði þegar yngsti bróðir hans var að lýsa honum. Hann lýsti honum þannig að hann sá fyrir sér dökkan flöt með ýmsum litum hér og þar á fletinum. Þessi lýsing bróðurins varð mér innblást- ur að þessu verki.“ Aðspurð seg- ist hún þó ekki gefa öllum verkun- um nöfn. „Fólk má endilega koma með hugmyndir. Ég er ekkert rosa- lega góð að finna nöfn á verkin,“ svarar hún. í stofunni heima hjá Snjólaugu hangir vefnaðarmynd sem fékk nafn úr ljóði eftir Jóhann Sigurjónsson skáld. „Myndin heit- ir „Oft ég svarta sandinn leit svíða grænan engireit,“ sem er hending úr kvæðinu Vögguljóð. Ég hef líka gert þæft verk sem fékk nafn sem er næsta hending úr sama kvæði, „í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur.“ En verkin eru orðin svo mörg að ég get ekki gefið þeim öll- um nöfn,“ segir Snjólaug. Sýningin verður opnuð næst- komandi laugardag og opin þá frá klukkan 13-16 en eftir það á opn- unartíma Safnahússins í Borgar- nesi til 10. maí. „Ef einhver kemst ekki á opnunartíma má alveg hafa samband við mig og ég get örugg- lega samið við starfsfólk um að leyfa fólki að koma og sjá,“ segir Snjó- laug. arg SK ES SU H O R N 2 01 9 Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Velferðar- og mannréttindasvið Störf í stuðningsþjónustu• Um er að ræða hlutastörf í liðveislu við börn og fullorðna. Helstu markmið liðveislu er að rjúfa félagslega einangrun, stuðla að aukinni félagsfærni og aðstoða fólk við að njóta menningar og félagslífs. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum er að finna á www.akranes.is/lausstorf www.akranes.is Vátryggingaútboð Akraneskaupstaðar 2019 Insurance services for the town of Akranes Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2019 – 2021. Um er að ræða eftirfarandi tryggingar: Lög- og samningsbundnar tryggingar: • Brunatrygging fasteigna • Ábyrgðartrygging ökutækja • Slysatrygging launþega Aðrar tryggingar: • Húseigendatryggingar • Lausafjártryggingar • Kaskótrygging ökutækja • Ábyrgðartrygging atvinnureksturs • • Slysatryggingar • Hópslysatryggingar • Sjúklingatryggingar • Líftryggingar slökkviliðsmanna Útboðsgögn er hægt að fá með því að senda tölvupóst á gudmundurm@consello.is frá og með mánudeginum 8. apríl 2019 kl. 9:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18 fyrir kl. 12:00, þriðjudaginn 14. maí 2019 og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þar mæta. Heimilt er að skila tilboðum með tölvupósti á opnunarstað tilboða, ef þau berast áður en ábyrgðarsendingu a.m.k. degi áður en opnun tilboða fer fram. í liðinni viku hélt Lionsklúbbur Akraness árlegan afmælisfund sinn í fundasal Heilbrigðisstofnun- ar Vesturlands (HVE) við Merki- gerði. í lok fundar var sjúkrahús- inu afhentar gjafir, en klúbburinn er í hópi dyggra styrktaraðila HVE og hefur í gegnum tíðina fjár- magnað kaup á fjölmörgum tækj- um til lækninga og þjónustu við sjúklinga. Að þessu sinni var HVE fært tæki til gjörgæsluvöktunar og tveir vandaðir sjúklingabekkir fyrir skurðdeild. Heildarvirði gjafanna er 3,9 milljónir króna. Björn Gunnarsson svæfinga- læknir sagði klúbbfélögum frá starfsemi skurðdeildar á Akranesi en einnig frá starfi og hlutverki svæfingalækna. Fram kom að föst búseta svæfingalækna og vakta- kerfi þeirra á sinn þátt í að HVE á Akranesi er eina af hinum svo- kölluðu Kragasjúkrahúsum sem enn starfrækir skurðdeild. Veitir það stofnuninni ákveðna sérstöðu og er um leið mikilvægur öryggis- ventill fyrir höfuðborgarsvæðið. Á síðasta ári, þegar ljósmæður stóðu í kjarabaráttu sinni, varð t.d. aukn- ing í fæðingum á Akranesi, en þá komu 316 börn í heiminn á Akra- nesi. Hafa fæðingar ekki verið svo margar frá 2010. Þá eru fram- kvæmdar vel á annað hundrað lið- skiptaaðgerðir á Akranesi á hverju ári auk annarra skurðaðgera og bráðaþjónustu við fæðingadeild. Björn veitti þvínæst gjöf Lions- manna viðtöku fyrir hönd Heil- brigðisstofnunar Vesturlands úr hendi Eysteins Gústafssonar, for- manns klúbbsins. Þökkuðu Björn og Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, forstjóri HVE, höfðinglegar gjaf- ir Lionsklúbbsins. Að endingu var viðstöddum boðið að þiggja veit- ingar í tilefni dagsins. mm Lionsklúbbur Akraness færði sjúkrahúsinu gjafir Björn Gunnarsson svæfingalæknir og Eysteinn Gústafsson formaður Lionsklúbbs Akraness. Björn Gunnarsson sagði Lionsfélögum frá hlutverki gjörgæsluvaktarans, en Valdimar Þorvaldsson klúbbfélagi bauð sig fram í hlutverk sjúklings. Félagar í Lionsklúbbi Akraness og fulltrúar frá HVE stilltu sér upp til myndatöku að afhendingu lokinni. Hér má sjá ljóðin sem Snjólaug verður með á sýningunni. Á sýningunni verður Snjólaug einnig með bókverk. Brot af þurrþæfðum verkum sem Snjólaug verður með á sýningunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.