Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 20196
Á fleygiferð
undir áhrifum
VESTURLAND: Aðfarar-
nótt mánudags barst Lög-
reglunni á Vesturlandi til-
kynning um hraðakstur og
rásandi ökulag bifreiðar.
Lögreglumenn mættu bíln-
um á Akrafjallsvegi og mældu
hann á 121 km/klst., þar sem
hámarkshraði er 90 km/klst.
Ökumaðurinn reyndist ekki
vera með ökuréttindi og er
auk þess grunaður um akst-
ur undir áhrifum ávana- og
fíkniefna, en strokupróf sem
tekið var á vettvangi gaf já-
kvæða svörun fyrir ólöglegu
fíkniefni. Á mánudagskvöld
stöðvaði lögregla för annars
ökumanns um Vesturlands-
veg. Í dagbók lögreglu kem-
ur fram að kannabislykt hafi
fundist úr bílnum. Ökumað-
urinn reyndist aftur á móti
vera allsgáður. Kannabisefni
fannst í bílnum. Skýrslur
voru teknar og málið er til
rannsóknar.
-kgk
Sviptingar-
akstur
VESTURLAND: Lög-
reglu barst tilkynning um
aðfinnsluvert aksturslag bif-
reiðar sem ekið var um Vest-
urlandsveg í vikunni sem
leið. Vegfarandi sagði bif-
reiðinni ekið of hratt og öku-
maður hennar ítrekað reynt
framúrakstur. Lögregla hafði
uppi á ökumanninum, stöðv-
aði för hans og ræddi við
hann en ekkert meira kom út
úr málinu. Á fimmtudag var
ökumaður stöðvaður fyrir
að aka bíl eftir að hafa verið
sviptur ökuréttindum. Eins
og áður hefur verið sagt frá
lítur lögregla slíkt alvarleg-
um augum og segir slík brot
alvarlegri en ef menn aka
bifreið sem aldrei hafa feng-
ið réttindi.
-kgk
Barn læst í bíl
AKRANES: Kallað var eft-
ir aðstoð lögreglu á fimmtu-
dag vegna 14 mánaða gamals
barns sem læst var inni í bíl
á Akranesi. Bíllinn var opn-
aður, en lögregla vill brýna
fyrir fólki að skilja börn ekki
eftir ein inni í bíl.
-kgk
Lagði í
fatlaðra stæði
VESTURLAND: Ökumað-
ur var á fimmtudaginn sekt-
aður fyrir að leggja í stæði
fyrir fatlaða við Dalbraut á
Akranesi. Snemma á mánu-
dagsmorgun barst lögreglu
svo tilkynning um lausan hest
á Vesturlandsvegi við Fiski-
læk. Búið var að ná hrossinu
inn í girðingu áður en lög-
regla kom á staðinn. Nóg
er við að vera í eftirliti með
frágangi farms og þyngd at-
vinnuökutækja, enda gert út
sérstakt vegaeftirlit til þeirra
verkefna. Að sögn lögreglu
verður fljótlega farið af stað
með hemlaprófun atvinnu-
ökutækja og ökumenn geta
því átt von á því að verða
teknir í slíkt próf.
-kgk
Ekið geyst um
göturnar
VESTURLAND: Síðasta vika
einkenndist af umferðarmál-
um, að því er fram kemur í dag-
bók Lögreglunnar á Vestur-
landi. Töluvert var um hrað-
akstur og hraðinn allt of mikill,
að sögn lögreglu. Aðstoðaryfir-
lögregluþjónn segir algengt að
ökumenn hefðu verið mældir á
105 km/klst. og upp í rúmlega
120 km/klst. úti á þjóvegunum.
Þá hafi nokkrir verið mældir við
töluvert of hraðan akstur innan-
bæjar í vikunni, til dæmis nokkr-
ir á milli 70 og 80 km/klst. þar
sem leyfilegur hámarkshraði
er 50 km/klst. „Ef ekið er á 77
km/klst. á 50 götu þá eru við-
urlögin 30 þúsund króna í sekt,
sem dæmi. Þetta er dýrt spaug
og margfalt dýrkeyptara ef ekið
er á einhvern,“ segir Ásmund-
ur Kr. Ásmundsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn hjá Lögregl-
unni á Vesturlandi í samtali við
Skessuhorn. -kgk
Vilja fækka hér-
aðsvegum
BORGARBYGGÐ: Á fundi
byggðarráð Borgarbyggðar í
síðustu viku var lagt fram bréf
Vegagerðarinnar þar sem til-
kynnt er um niðurfellingu
nokkurra héraðsvega af vega-
skrá. Við niðurfellingu slíkra
vega leggst af viðhald þeirra á
þeirri forsendu að um fasta bú-
setu er ekki lengur að ræða á
bæjum sem þeir tengja við þjóð-
vegakerfið. Um er að ræða eft-
irfarandi vegi: Ánabrekkuveg
frá Litlu Brekku að Ánabrekku,
Brennuvegur í Lundarreykjadal,
Deildartunguveg, Kvígsstaða-
veg í Andakíl, Munaðarnesveg
í Stafholtstungum og Sigmund-
arstaðaveg í Hálsasveit. Í fund-
argerð byggðarráðs kemur fram
að ráðið gerir athugasemdir
við að Deildartunguvegur skuli
felldur af vegaskrá. Var sveit-
arstjóra falið að koma athuga-
semd þess efnis á framfæri við
Vegagerðina.
Tíðin að undanförnu hefur verið
með afbrigðum góð hér um vestan-
vert landið. Gróður tekur auk þess
fljótt við sér enda var klaki í jörð
enginn eða lítill þegar sól tók að
hækka á lofti. Bjarni Guðmunds-
son á Hvanneyri greinir frá því á
Facebook síðu sinni að hann ásamt
tveimur öðrum félögum í öldunga-
ráði, Davíð á Grund og Sigurjóni
á Glitstöðum, hafi setið að kaffi-
spjalli, en þremenningarnir eiga
alls um 240 ár að baki. Slógu þeir
því föstu að aldrei „í manna minn-
um“ hefði vorað jafn vel og ákaft
og á þessu herrans ári. Nefnd voru
nokkur ár er jafnast gætu, 1960,
1974, en þó ekkert í líkindum við
vorið 2019. mm
Íbúum Skorradalshrepps fjölgaði
hlutfallslega mest á landinu frá 1.
desember 2018 til 1. maí síðast-
liðins, eða um 12,1%, en íbúum
í hreppnum fjölgaði um sjö íbúa
og eru þeir nú 65. Íbúum fækkaði
hlutfallslega mest í Árneshreppi á
Ströndum, um 5%, og í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi um 4,4%. Íbúum
fækkaði í 22 af 72 sveitarfélögum
landsins á fyrrgreindu tímabili. Íbú-
um fækkar lítillega á Norðurlandi
vestra en hlutfallslega mest fjölgun
varð á Suðurlandi. Þar fjölgaði um
366 íbúa eða 1,2%. Íbúum höfuð-
borgarsvæðisins fjölgaði um 1.685
íbúa eða 0,7% og íbúum á Suður-
nesjum fjölgaði um 247 íbúa eða
0,9%.
Eins og fyrr segir fjölgaði íbú-
um í Skorradalshreppi, en einnig á
Akranesi þar sem fjölgunin nemur
0,6% eða 43 íbúum. Í Grundarfirði
fjölgaði um fjóra íbúa eða 0,5%. Í
Borgarbyggð og Helgafellssveit
breyttist íbúafjöldi ekki á tíma-
bilinu. Íbúum fækkaði í Hvalfjarð-
arsveit um 3,5%, um 1,9% í Dala-
byggð, 1,7% í Eyja- og Miklaholts-
hreppi, 0,8% í Stykkishólmi og um
0,4% í Snæfellsbæ. Íbúar á Vestur-
landi eru nú 16.547 talsins, eða ná-
kvæmlega jafn margir og þeir voru
1. desember 2018.
mm
Þessar myndir voru teknar á sama
stað með árs millibili. Sú efri 1. maí á
síðasta ári en neðri myndin í ár. Þær
tók Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi
á Brekku í Norðurárdal. „Brosið á
bændum er breiðara í ár,“ skrifaði
Þórhildur við myndirnar.
Elstu menn muna ekki jafn gott vor
Hlutfallslega mest fjölgun í
Skorradalshreppi