Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 201920
Gilbert Þór Jökulsson fór í mars
2017 sem skiptinemi til Japans í eitt
ár. Gilbert er fæddur í Reykhóla-
sveit og bjó þar í sjö ár áður en hann
flutti á Kjalarnes þar sem hann lauk
grunnskólanámi og fór þá í Fram-
haldsskólann í Mosfellsbæ. „Ég
var alltaf ákveðinn í að fara í skipt-
inám en vissi ekki hvert ég vildi
fara. Mamma fór sem skiptinemi
til Túnis og hún hefur oft talað við
mig um þá reynslu og sagði alltaf
við mig: „Þú ferð í skiptinám líka,“
svo ég hélt alltaf að það væri skylda
að fara,“ segir Gilbert og hlær. Að-
spurður segir hann Japan hafa orðið
fyrir valinu vegna fjarlægðar. „Mig
langaði að þetta yrði smá áskor-
un og vildi alls ekki fara til ensku-
mælandi lands eða eitthvert innan
Evrópu. Ég hafði heyrt að japanska
væri eitt erfiðasta tungumálið að
læra og því fannst mér mikil áskor-
un að fara þangað,“ segir Gilbert.
„Ég átti nokkra vini sem voru að
fara í skiptinám á sama tíma og þeir
fóru allir til Nýja Sjálands, sem er
líka mjög langt í burtu. En ég vildi
ekki fara á sama stað og allir hinir.
Ég vildi mikla upplifun og reynslu
og var viss um að fá hana í Japan,“
bætir hann við.
Fann vel fyrir því að
vera stærri en aðrir
Gilbert bjó hjá tveimur fjölskyldum
í Japan, fyrst hjá hjónum um sjötugt
sem töluðu enga ensku. „Þetta var
pínu erfitt og fyrstu tvo mánuðina
töluðum við mikið með bendingum.
En ég neyddist bara til að læra jap-
önsku, sem var jákvætt,“ segir hann
brosandi og bætir því við að honum
hafi liðið vel hjá báðum fjölskyld-
um. „Ég lærði líka japönsku í skól-
anum og hafði líka lært smávegis
áður en ég fór út, til að undirbúa
mig.“ Spurður hvað hafi verið það
sérstakasta sem hann upplifði í Jap-
an, segir hann eftir litla umhugs-
un það hafa verið hvað hann fann
vel fyrir því að vera stærri en aðrir.
„Eitt sem mér þótti mjög skrýtið í
Japan var hversu stór ég var innan
um alla þessa Japana. Hér heima er
ég ekkert talinn svo stór en í Japan
var ég alltaf stærstur og fólk starði á
mig og forðaðist jafnvel að sitja við
hliðina á mér í lestum. Ég rak líka
hausinn oft upp undir dyrakarma
og rak hausinn oft í þegar ég fór
inn og út úr lestum. Svo heima hjá
eldri hjónunum sem ég bjó hjá voru
dyrnar 175 sentímentrar á hæð svo
ég skallaði margoft karminn,“ segir
Gilbert og hlær en sjálfur er hann
187 sentímetrar á hæð.
Japan mjög
frábrugðið Íslandi
Gilbert segist hafa fundið fyr-
ir miklum menningarmun og að
hann hafi upplifað menningarsjokk
við komuna til Japans. „Þetta er
bara svo allt öðruvísi en hér á Ís-
landi. Samgöngur eru til dæmis allt
öðruvísi, í Japan á fólk yfirleitt ekki
bíla og það ferðast allir með lest eða
á hjóli. Þarna er líka mikið lagt upp
úr því að fólk beri virðingu fyrir
þeim sem eru eldri en maður finnur
ekki fyrir því hér á Íslandi. Það er
allt svo mikið stærra og meira í Jap-
an, skólinn sem ég var í var til dæm-
is á níu hæðum og þar voru rúm-
lega 5000 nemendur. Það kom mér
líka á óvart að það er allt rosalega
hreint og fínt í Japan,“ segir Gil-
bert og bætir því við að hann hafi
átt erfitt með að venjast matnum.
„Mér þótti maturinn ekkert rosa-
lega góður og það var eiginlega erf-
iðast. En hann vandist.“ Einn dag-
inn um tveimur vikum eftir kom-
una til Japans lenti Gilbert í því að
vera stoppaður af löggunni og fann
hann þá vel fyrir þeirri áskorun að
vera ekki í enskumælandi landi. „Ég
var að hjóla þegar löggan fer að elta
mig og stoppar mig svo. Þeir voru
þá vissir um að ég hefði stolið hjól-
inu sem ég var á. Ég átti í miklum
vandræðum með að útskýra fyrir
þeim að svo væri ekki. Ég var bara
búinn að vera í tvær vikur úti og
gat ekki alveg gert mig skiljanleg-
ann á japönsku og þeir töluðu ekki
ensku. Ég var því lengi að útskýra
fyrri þeim að ég væri skiptinemi á
hjóli sem ég hefði fengið lánað hjá
fjölskyldunni sem ég bjó hjá,“ seg-
ir Gilbert og hlær. Aðspurður seg-
ir hann Japani almennt lítið tala
eða skilja ensku. „Ég heyrði það frá
samnemendum mínum úti að ensk-
an væri aldrei í forgangi í námsefn-
inu þeirra. Þeir leggja miklu meiri
áherslu á stærðfræði og raungreinar
en tungumál.“
Langar til Japans
í háskóla
Seinni fjölskyldan sem Gilbert
bjó hjá talaði aðeins betri ensku.
„Það var aðeins auðveldara að búa
þar. Þau voru tæknivæddari, töl-
uðu ensku og áttu son á sama aldri
og ég. En það er samt alltaf að-
eins erfitt að búa inni á ókunn-
ugri fjölskyldu,“ segir hann. Gil-
bert kom aftur til Íslands í febrú-
ar á síðasta ári og fór þá á félags-
fræðibraut í Fjölbrautaskóla Vest-
urlands á Akranesi. Spurður hvort
hann hafi náð að halda japönskunni
við síðan hann kom heim aftur seg-
ir hann það hafa verið erfitt. „Ég
gæti bjargað mér á japönsku ef ég
færi út núna en ég finn samt að jap-
anskan er ekki jafn góð og hún var.
Ég er í smá sambandi við bekkjar-
félaga mína úti og eins rúgbíklúbb
sem ég var í og þau samskipti halda
japönskunni aðeins við. Í skólan-
um mínum úti voru tómstunda-
klúbbar sem maður gat valið um
að taka þátt í. Það var allskonar í
boði og ég gekk í rúgbíklúbbinn
bara því mér var eiginlega sagt að
gera það, því ég var svo stór,“ segir
Gilbert og hlær. En stefnir hann á
að fara aftur til Japans? „Mig lang-
ar mögulega í háskóla úti en það er
ekkert ákveðið. Ég gæti farið í jap-
önsku í Háskóla Íslands en ég held
að ég sé komin lengra í japönsku en
það sem er kennt þar svo ég myndi
frekar vilja fara út í nám. Ég á eitt
og hálft ár eftir í framhaldsskóla og
sé svo til hvað verður,“ segir Gil-
bert að endingu.
arg/ Ljósm. úr einkasafni.
Hér má sjá Gilbert með vinum sínum.
„En ég neyddist bara til að læra japönsku“
Segir Gilbert sem fór til Japans í skiptinám
Gilber Þór Jökulsson fór í eitt ár sem skiptinemi til Japans. Ljósm arg.
Gilbert skráði sig í rúgbílið skólans.
„Það er allt svo mikið stærra og meira
í Japan.“
Snjódagur í Japan.
Gilbert segir það hafa verið erfitt að venjast matnum.