Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 201910 Byggðarráð Borgarbyggðar ákvað á fundi sínum 2. maí síðastlið- inn að veita 50% afslátt af gatna- gerðargjöldum af íbúðarhúsnæði og 100% afslátt af lóðagjöldum til að hvetja til byggingaframkvæmda í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið á nú lóðir m.a. í Borgarnesi, Hvann- eyri, Varmalandi og í Bæjarsveit. Afslátturinn mun gilda allt þetta ár og kemur því til ívilnunar fyrir þá sem hafa þegar fengið úthlutað lóðum á árinu 2019. Afslátturinn tekur til allra lóða sem þegar eru tilbúnar til úthlutunar. Samkvæmt upplýsingum frá Ragnari Frank Kristjánssyni sviðsstjóra umhverf- is- og skipulagssviðs hjá Borgar- byggð hafa gatnagerðargjöld fyr- ir einbýli verið um 4,2 milljónir króna með öllum gjöldum. Fyrir parhús er upphæðin 7,2 milljón- ir. Því munar verulega um þessa ívilnun fyrir væntanlega húsbyggj- endur, en lauslega áætlað nemur ívilnunin allt að tíund byggingar- kostnaðar. „Með því að lækka gatnagerðar- gjöld með þessum hætti er verið að gefa húsbyggjendum talsverð betri kjör en áður hefur tíðkast á svæð- inu og stuðla að aukinni uppbygg- ingu í sveitarfélaginu. Ljóst er að skortur hefur verið á húsnæði og líkindi eru fyrir því að það standi íbúafjölgun fyrir þrifum. Góð nið- urstaða ársreiknings 2018 og aukn- ing útsvars gefur sterklega til kynna að hagsæld fari vaxandi á svæðinu og því er mikilvægt að fylgja því eftir í verki. Nokkuð framboð er af lóðum sem eru tilbúnar til úthlut- unar og vonast byggðarráð til þess að ákvörðunin komi hreyfingu á umræddar lóðir og að framboð á íbúðarhúsnæði aukist í kjölfarið,“ segir í tilkynningu frá byggðarráði. mm Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra veitti nýverið Krónunni Kuðunginn, umhverfis- viðurkenningu ráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfis- málum á síðasta ári. Við sama tæki- færi voru nemendur í Ártúnsskóla í Reykjavík og Valhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi útnefndir Varðliðar um- hverfisins. Í rökstuðningi dómnefndar fyr- ir valinu á Krónunni sem handhafa Kuðungsins kemur fram að allt frá árinu 2015 hafi fyrirtækið markvisst unnið að samfélagslegri ábyrgð og umhverfismálum í sínum rekstri. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða viðskiptavinum umhverfisvænar og lífrænt ræktaðar vörur auk þess sem Krónan hefur gripið til aðgerða til að sporna við hvers kyns sóun. M.a. hefur verið dregið úr orkunotkun fyrirtækisins með orkusparandi að- gerðum og dregið hefur verið úr sóun á pappír og pappa, m.a. með því að hætta prentun á fjölpósti sem áður var dreift á heimili landsmanna. Eins hefur pappakössum verið skipt út fyrir fjölnota kassa við innflutn- ing á ferskvöru. Almennur úrgang- ur sem fer til urðunar hefur dregist saman um tæp 19% og verulega hef- ur verið dregið úr plastnotkun, m.a. með nýjum umbúðum fyrir ferska kjötvöru. Þá hefur með markvissum aðgerðum verið dregið úr matarsó- un hjá fyrirtækinu eða um 50%. „Að draga úr matarsóun er mjög stórt verkefni. Það að stíga fram og segjast ætla að taka á matarsóun er ákveðið ferli, og hefur Krónan náð eftirtekt- arverðum árangri á því sviði,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. mm Ríkissaksóknari hefur ógilt ákvörð- un Lögreglustjórans á Vesturlandi um að hætta rannsókn á einu af þremur meintum brotum Hvals hf. á reglum um hvalveiðar. Beinir ríkissaksóknari því til lögregluem- bættisins að málið verði rannsak- að betur. Frettavefur RÚV grein- ir frá. Náttúruverndarsamtökin Jarð- arvinir kærðu Hval hf. síðastið- ið haust fyrir brot á reglugerð um hvalveiðar. Kæran snýr að veiðum Hvals hf. á blendingi steypireyð- ar og langreyðar, skutulbyssunum sem notaðar eru við veiðarnar og vinnslu og verkun hvalkjöts. Lög- reglan á Vesturlandi tilkynnti í desember að rannsókn hefði verið hætt. Jarðarvinir kærðu þá ákvörð- un. Ríkissaksóknari staðfesti þá ákvörðun lögreglu að hætta rann- sókn á skutulbyssum og veiði blendingshvals. Hins vegar skal lögregla rannsaka áfram þann kæru lið er snýr að vinnslu afurða. Samkvæmt kærunni fór Hvalur hf. ekki að reglum um að vinnslu af- urða skuli fara fram á yfirbyggðum skurðarfleti. Að mati ríkissaksókn- ara er fyllsta ástæða til að afla frek- ari gagna um það atriði. Þá beinir ríkissaksóknari því einnig til Lögreglunnar á Vestur- landi að rannsaka skuli hvort Hval- ur hf. hafi vanrækt að skila veiði- dagbókum skipstjóra til Fiskistofu, eins og reglugerðir gera ráð fyrir. Jarðarvinir höfðu einnig óskað eft- ir því að dagbókarskil fyrirtækisins yrðu könnuð. kgk Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi fyrir skömmu skýrslu um niðurstöður viðhorfs- kannana og hagrænna mælinga eft- ir tólf mánaða tilraun með stytt- ingu vinnuvikunnar. Skýrslan er gefin út í tengslum við tilrauna- verkefni ríkisins og BSRB um styttingu vinnuvikunnar. Niður- stöður viðhorfskannana leiða í ljós jákvæða upplifun þátttakenda og jákvæð áhrif á líðan þeirra í vinnu og daglegu lífi. Niðurstöður hag- rænna mælinga sem snúa að veik- indafjarvistum, yfirvinnustundum, skilvirkni og árangri sýna að styttri vinnuvika hefur ekki neikvæð áhrif á skilvirkni og árangur. „Þetta er áhugaverð tilraun sem bendir til jákvæðrar útkomu. Stytt- ing vinnuvikunnar er víða til um- ræðu og á ég von á því að niður- stöðurnar gagnist við frekari skoð- un,“ segir Ásmundur Einar. Mark- mið tilraunarinnar var að kanna hvort stytting vinnuviku úr 40 stundum í 36 stundir á vinnustöð- um hjá ríkinu leiddi til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og þeirra vinnustaða sem valdir voru til þátt- töku. Þrjár rafrænar kannanir voru lagðar fyrir starfsmenn þeirra vinnustaða sem tóku þátt, en þeir eru Lögreglan á Vestfjörðum, emb- ætti Ríkisskattstjóra, Útlendinga- stofnun og Þjóðskrá Íslands. Þær voru einnig lagðar fyrir starfsmenn fjögurra annarra vinnustaða með lík einkenni til viðmiðunar. mm Borgarbyggð kemur til móts við húsbyggjendur Afsláttur af gatnagerðar- og lóðagjöldum á að hvetja til aukinna bygginga Nánar skal rannsaka meint brot Hvals Hvalur flensaður í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Ljósm. úr safni. Krónan fær Kuðunginn fyrir samfélagsábyrgð í umhverfismálum Ásmundur Einar Daðason. Stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.