Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 201926 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Athygli er vakin á því að ný krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessu- horn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausn- inni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessu- horn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausn- ir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birtist). Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Lausnin á síðustu krossgáta var: „Ætla skal borð fyrir báru“. Hepp- inn þátttakandi er: Heiðrún Hannesdóttir, Smáraflöt 12, Akranesi. Nær- gætni Sómi Átt Dvel Digna Ferill 100 Hé- gómi Mas Bás Indæl Tónn Ösluðu Art Hring- fari Kyn 5 Japl Knatt- tré 7 Djarfur Gera upp Ágeng Fjórir Sarg Sund Dekur Ærsla- belg 999 Her- bergi Gap Veiddi Skass Sam- staða Læti Snjó- korn 4 Síðan Drasl Arinn 50 Skor Yfir- höfn Áflog Svall 1 Blund- ur Átelur Mál Slotar Kæpa Gríp Mynni Slétt Væta Gort 6 Gler Ól Brask Gabb Sk.st. Hólmi Hætta Eink.st. Laug Hvell- hetta 7 Sam- hljóðar Botn- flötur Goð Tifar Púk- ana Rödd Vermdi 8 Sló Slá Átt Hylur Ötular Bindur fast Ólíkir Þófinn Stafur Varm- ann Iða Sk.st. Bein Trjónur Runur Samhlj. Bar- dagi Hanki Ókunn Spil Æsta Bók Fersk 2 Andlit Svar- aðir 3 Slár Otaði Gekk 1 2 3 4 5 6 7 8 F Y R I R H Y G G J A Á S A Ö R L Ó Ð U R Ó A A R I N N I G U M Ó E N D A N L E G Ð Ö G R A Ð I D R A U M A S K R Á R U M M Á L A M M A S Æ L A R G Æ Ð A R M A R L I Ð K U R R S K R A F A L A L U R A I I A Ú R M Æ R I N S Ð R Ó S Ó K U N N A L D U R R K B S I N N I R E Y R A B Ó L A K U D I M M I R K R B Ó K A N R Ó A P A S T U R V N Ý T R U K K M Ú L I S U L T A H R R O F I L L Á R A Ó R A R A R Ó N L D Æ T L A S K A L B O R Ð F Y R I R B Á R U L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben hefur sett af stað hópfjármögnun fyrir útgáfu á nýrri sólóplötu. Hún mun kallast II ÚLFAR og verður þetta sú þriðja sem Hlynur send- ir frá sér í eigin nafni. Hann hef- ur marga fjöruna sopið í tónlist- inni og meðal annars spilað með hljómsveitum eins og Gleðisveit Ingólfs, Rufuz, Mono og Búálfun- um. En þekktastur er hann þó sem skemmtikraftur og trúbador. Síð- asta plata Hlyns, Leiðin heim, kom út árið 2014 og gerði lukku. Ekki síst lögin Hrópum, Vaknaðu, Það er allt í lagi og Kaldur bæði og sár sem hljómuðu mikið á öldum ljós- vakans. „Tónlistarlandslagið hefur breyst mikið, ekki síst það sem snýr að útgáfu,“ segir Hlynur sem segir það hafa verið stærstu ástæða þess að hann fór þessa leið til að fjár- magna nýju plötuna. „Þetta er mjög skemmtilegt viðskiptamódel. Ég set upp visst takmark sem ég þarf að ná fjárhagslega svo mögulegt sé að standa straum af upptökum og útgáfunni sjálfri. Ef takmarkið næst ekki þá fær fólk endurgreitt um leið og söfnun líkur. En ef það næst þá fær það plötuna senda um leið og hún kemur út.“ Á þar til gerðri heimasíðu er hægt að velja mismunandi pakka sem innihalda allt frá geisladiskum yfir í tónleika- miða og aukaefni. Meira að segja er aukageisladiskur sem Hlynur tók upp í Akranesvita. Óáreittur í vitanum á Breið „Það er ótrúlegur hljómburður í vitanum á Akranesi og Hilmar Sig- valdason vitavörður var svo vænn að leyfa mér að eyða heilli kvöld- stund þar algjörlega óáreittur. Fyrst ætlaði ég bara að taka upp söng- töku fyrir eitt lagið á nýju plötunni en áður en yfir lauk var ég búinn að taka upp heila plötu,“ segir Hlynur. Vita-platan inniheldur nokkur eldri lög í nýjum útsetningum, nokkur sem verða á II ÚLFAR og nokkur sem verða eingöngu á þessari auka- plötu. Hlynur segir að II ÚLFAR verði örlítið afturhvarf til unglingsár- anna, þegar rokkið átti hug hans allan. „Já, þetta er eiginlega platan sem mig dreymdi um að búa til þeg- ar ég var 17 ára gamall. Nú 20 árum síðar hef ég loksins öðlast næga reynslu til að klára hana og lang- ar því að gefa sjálfum mér plötuna í 37 ára afmælisgjöf.“ En á tímum sem flestir streyma tónlist og lista- mennirnir sjálfir sjá lítið af hagnað- inum sem rennur til streymisveitna þá verða hópfjármagnanir sífellt al- gengari. Það er því auðvelt að týn- ast í flórunni og menn brydda upp á ýmsu til að vekja á sér athygli svo takmarkið náist. Hlynur hefur brugið á það ráð að senda út yfirlýsingu á Facebo- ok-síðu sinni, þar sem hann ávarp- ar þjóðina og hvetur til samstöðu. Sjón er sögu ríkari. www.facebook.com/hlynurben/ videos/174149536870443 mm Vita-tónlist Hlyns Ben og ákall til þjóðarinnar Tónlistarfrændurnir Hreinn Elías og Sigurmon Hartmann hafa skip- að ýmsar sveitir í gegnum tíðina og heyra nú undir nafninu Congo Bongo. „Þetta er nafn sem gef- ur til kynna sólríka og bjarta daga framundan í útgáfu tónlistar okkar frænda,“ útskýra þeir. Áður fram- leiddu frændteymið tónlist und- ir nafninu Kajak en með þessari nafnabreytingu eru þeir að setja tónlistina sína undir einn hatt. „Í gegnum tíðina höfum við verið að gera allskonar, en með Congo Bongo þá erum við að setja það sem við erum að búa til í ákveð- ið box,“ segir Hreinn. „Við erum að spýta út tónlist núna og höfum plön um að koma meiri tónlist út. Við höfum verið duglegir að búa til tónverk en ekki nógu röskir að gefa hana út.“ Congo Bongo frændurnir gera margskonar tónlist og eru ýmist að vinna hana sjálfir eða í samstarfi við annað tónlistarfólk. „Við ger- um allt. Það er svo auðvelt að skapa tónlist í dag. Við erum með verk- færin sem þarf til að búa til ný verk á fingrum okkar, fartölvu og heyrn- artól, og erum ekki bundnir stað- setningu. Við getum unnið hvar sem er. Svo er virkilega gaman að fara í samstarf,“ bætir Hreinn við. Fyrsta smáskífa Congo Bongo, Human, kom út síðastliðinn föstu- dag á stafrænum tónlistarveitum. Með Human ákváðu frændurnir að vera berskjaldaðir og óhræddir í verkinu sínu. „Það eina sem við getum gert er að skapa frá hjartanu og vera sjálfum okkur samkvæmir. Allt annað er tímasóun,“ segja þeir um verkið. Hægt er að finna Congo Bongo á helstu samfélagsmiðlum undir Congo Bongo Creative og fylgj- ast með hvað þeir frændur eru að vinna að ásamt því að hægt er að hafa samband við þá ef áhugi fyrir samstarfi er fyrir hendi. glh Hreinn og Sigurmon eru Congo Bongo. Ljósm. Pétur Ingi Jónsson. Congo Bongo gefur út sína fyrstu smáskífu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.