Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 201924 „Það er meiri íþrótt að kunna að lesa hús, en að geta lesið bækur,“ sagði Þorbergur Þórðarson rit- höfundur og bætti við: „Húsið er sannleikurinn um líf kynslóð- anna.“ Húsin á Skipaskaga, eins og í öðrum útgerðarplássum, voru fyrr á árum reist sem næst sjón- um þar sem bátar ábúenda biðu í vör og stutt var í sjávargötuna. Ef þessir bæir voru síðar meir end- urbyggðir, voru þeir oft staðsett- ir fjær sjónum og ofar í landinu. Gott dæmi á Akranesi eru Mar- bakki að vestanverðu og Ívars- hús við Krossvík. Elstu hús þeirra jarða voru reist eins nálægt sjónum og hægt var, en næstu húsin, end- urnýjuð, voru fjær sjónum og þau þriðju e.t.v. sem næst miðju Skag- ans. Á síðari tímum voru ný hús oftar byggð á Skaganum miðjum. Svo má segja um húsið Grund, sem hér segir lítillega frá. Halldór, Hallfríður og Gunnhildur ljósmóðir dóttir þeirra Grund er fyrst byggð árið 1835 af Halldóri Halldórssyni hrepps- stjóra og eiginkonu hans Hallfríði Ólafsdóttur. Halldór var mik- ill jarðræktarmaður. Fyrir 1839 var allt óræktarland Skagans, þ.e. miður Skaginn, óskipt eign allra jarðanna. Halldór vildi hins vegar nema og rækta þetta óræktarland og þegar hann gat ekki fengið þar til leyfi hinna aðilanna, þó hann ætti allmikinn hluta þess sjálfur, byrjaði hann í óþökk þeirra og banni að rækta land þar sem hann árið 1835 byggði Grund. Út af þessu tiltæki Halldórs risu miklir úfar milli hans og annarra jarðeig- enda hér. Fyrir milligöngu Hann- esar prófasts Stephensen var sú deila til lykta leidd með skipta- gjörningi alls óræktalands Skag- ans samkvæmt bréfi dags. 17. og 18. júní 1839. Þau Halldór og Hallfríður áttu aðeins eina dóttur sem upp komst, Gunnhildi ljósmóður á Bakka, sem var fræg ljósmóðir, og hafði tekið á móti yfir 1000 börnum þegar hún lést. Halldór var vel efnum búinn og má geta þess að árið 1830 átti hann Breiðina, Heimaskaga hálf- ann og Háteig, og þegar hann lést átti hann Grund og Nýja- bæ á Akranesi, auk Efra-Skarðs, Þórustaða og Þyrils í Hvalfjarð- arstrandarhreppi. Halldór var hreppsstjóri frá 1826. Hann var mikill jarðræktarmaður og byggði m.a. grjótgarð um Breiðina til þess að stöðva landbrot. Hann var ráð- vandur dugnaðarmaður og m.a. ágætur glímumaður. Halldór á Grund og Ragnheiður Þorgrímsdóttir Í janúar 1869 er Halldór Einars- son kominn að Grund og býr þar með konu sinni Ragnheiði Þor- grímsdóttur. Halldór var sonur Einars Þorvarðarsonar og konu hans Gunnhildar ljósmóður Hall- dórsdóttur sem hér var fyrr getið. Þau Ragnheiður og Halldór voru bæði afburðaglæsileg hjón. Hall- dór var vel greindur, fallegur mað- ur og hið mesta karlmenni. Hann var mikill íþróttamaður, glíminn og ágæt skytta. Ágætur formaður og til þess tekið hve veðurglöggur hann var. Það var talið að Halldór byggi yfir mikilli dulrænni reynslu og vissi fyrir marga óorðna hluti. Eru til margar ritaðar heimildir um þá atburði. Þau Ragnheiður og Halldór eignuðust sex börn, en aðeins tvær dætur þeirra komust af barnsaldri. Gunnhildur, sem andaðist 23ja ára að aldri, gáfuð og gjörvuleg, en hún var lærð ljósmóðir eins og amma hennar og nafna, og hin Petrea Ingibjörg sem lifði lengi og síðustu áratugi var búsett hjá hálf- systur sinni Emilíu á Grund. Pet- rea var ekkja eftir Júlíus Jörgen- sen, veitingamann á Hótel Íslandi í Reykjavík. Halldór Einarsson drukknaði í hinu mikla mannskaðaveðri, Hoff- mannsveðrinu 7.-8. janúar 1884. Í bók Kristleifs Þorsteinssonar frá Stóra-Kroppi (Úr byggðum Borgarfjarðar II, bls. 231) er kafli um þetta mikla sjóslys, en þetta var stærsta manntjónið sem varð við Faxaflóa á síðari helmingi 19. aldar. Þetta veður varð 31 manni að grandi á einni nóttu. Einnig er sagt frá þessu sjóslysi í Borgfirzkri blöndu (II hefti, bls. 135). Þorsteinn á Grund – stjórnmál og skáld- skapur Hinn 17. október 1885 giftist Ragnheiður í annað sinn Þorsteini R. Jónssyni, sem elstu Akurnes- ingar kannast við. Þau byggðu þá fljótlega nýtt hús, sem stóð u.þ.b. þar sem nú er Grundartún 5, hús með brotnu þaki eða Mansardþaki eins og þau eru líka kölluð, en húsið var flutt að Vesturgötu 111 B um miðja síðustu öld. Þorsteinn hafði ávallt með höndum nokkurn búskap, en stundaði þó nokkuð sjó framan af. Hann fékkst og óvenju- lega mikið við opinber störf í þágu sýslu- og sveitarfélags. Um fjölda ára var hann og kennari. Sérstak- lega hin seinni ár fékkst Þorsteinn og mikið við að yrkja, og liggur mikið eftir hann í bundnu máli. Hann var og áhugasamur um stjórnmál og ritaði mikið í blöð- in. Þorsteinn var greindur maður, orðheppinn og málsnjall á fund- um. Ýmislegt efni, bæði í bundnu máli, sem og óbundnu, eftir Þor- stein er varðveitt í Héraðsskjala- safni Akraness. Í Bókinni um Pétur Otte- sen kemur fram að það hafi ver- ið hending sem réði því að Pét- ur bauð sig fram í Borgarfjarðar- sýslu árið 1916. Þorsteinn Jóns- son á Grund hafði verið búinn að bjóða sig fram, en dró framboð- ið til baka nokkru áður en fram- boðsfrestur var útrunninn. Þor- steinn var áhrifamikill Heima- stjórnarmaður á Akranesi, en um þetta leyti klofnaði Heimastjórn- arflokkurinn og þannig byrjaði það að Þorsteinn tekur sig upp og fer að safna meðmælendum fyr- ir Pétur. Þeirra á meðal var Ein- ar Ingjaldsson formaður á Bakka og Halldóra kona hans. Það urðu úrslit kosninganna að Pétur var kjörinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn gamla og sat hann á þingi lengst allra þingmanna fyrr og síðar, í 43 ár alls. Einn fastagestanna á Grund þessi árin var Árni Böðvarsson frá Vogatungu, síðar sparisjóðsstjóri og virtur ljósmyndari. Hann orti þetta í tilefni stjórnmálaáhuga Þorsteins: Hérna Þorsteinn minn er, sem að brosandi ber þetta blys sem að hrekur vort stjórnmála rökkur. Hann er ætið svo ör, en þó mjúk- ur sem mör, þegar mælskunni´ á heiðraða kjós- endur stökkvur. Arfann hann kroppar við íhalds- ins glugga, þótt ilmandi bjóðist mörg fram- sóknartugga. Þetta sigur hans er, hvert sem saga hans fer. Aldrei sjálfstæðisbeislinu fram af sér reynd´ann að nugga. Áhrínsvísa Þorsteinn á Grund var sjálfur ágætur hagyrðingur og orti mik- ið. Á síðari árum setti hann sér fyrir að yrkja a.m.k. eina vísu á dag. Víðir MB 63 var keyptur nýr frá Danmörku 15. nóvember 1935. Eigendur voru vinir hans Ólafur B. Björnsson, Níels Krist- mannsson og Jóhannes Sigurðs- son á Auðnum, sem var skipstjóri bátsins. Bátnum var siglt inn á Lambhúsasund. Þá orti Þor- steinn: Ennþá líður inn á Sund örkin fríð af Danagrund. Kom heill „Víðir“ vina á fund, vertu prýði´ og aflamund. Þessi vísa varð að áhrínsorðum, bæði hvað snerti aflasæld Jóhann- esar og ekki síður útvegsbænd- anna á Rafnkelsstöðum, sem síð- ar keyptu bátinn. Héldu þeir Guðmundur á Rafnkelsstöðum nafninu lengi á bátum sínum við mikla aflasæld og köfnuðu engir bátar undir Víðisnafninu. Til æskunnar orti Þorsteinn kvæði, þar sem m.a. segir: En finnist þér svo ferðin greið að fái ekkert grandað. Þú getur samt í logni af leið, á litlu skeri strandað. „Skrifar þú til skammar mér“ Eins og áður sagði voru þeir Árni Böðvarsson og Þorsteinn góðkunningjar og létu stund- um meinlegar vísur fjúka á milli sín. Reikningur fyrir skólplagnir var sendur hreppnum, en Árni sá um að leggja vatnsrör í jörð. Þeg- ar Árni kom með reikninginn til Þorsteins hreppsstjóra, sem átti að skrifa upp á hann, var búið að moka yfir lagnirnar. Þá skrif- aði Þorsteinn þessa athugasemd á reikninginn: „Eflaust rétt þó að ekki sjáist.“ Þegar Árni las at- hugasemdina, varð hann snög- greiður og gerði vísu sem hann rétti Þorsteini. Vísan er svona: Skrifar þú til skammar mér skakkt svo engin greiðsla fáist. Guð hefur eflaust gefið þér gáfur, þó að engar sjáist. Tók Árni reikninginn og reif hann í tætlur. Árni skrifaði sam- stundis annan reikning, sem Þorsteinn samþykkti án athuga- semda. Á þessum árum var Þor- steinn á Grund ekki hrifinn af Halldóri Kiljan, frekar en aðrir bændur þessa lands. Hann orti og söng blindur með afabarn sitt, þá lítinn strák í fanginu: Hafið þið heyrt hann Kiljan kvaka, krákuna með fölsku nefi. Hafið þið séð hann Halldór taka, heimskuna í einu skrefi. Texti dagsins Margar skemmtilegar sögur eru frá lífinu á gömlu Grundinni. Árni Böðvarsson kom eitt sinn að Grund til Þorsteins og Ragnheið- ar og fékk að þvo sér um hendurn- ar. Þar var þá staddur á sama tíma Tómas Steingrímsson á Sönd- um, hringjari og kirkjuvörður við Akraneskirkju með meiru. Þóttu þeir báðir orðheppnir. Á með- an Árni þvær hendur sínar, segir hann: „Hvaða texta heldurðu að þú notir næst þegar þú talar við börnin, Tómas?“ Þá svarar Tóm- as að bragði: „Fleiri hafa þvegið hendur sínar en Pílatus.“ Fánamálið Á árinu 1914 óskaði fánanefnd eftir tillögum almennings að hönnun íslenska fánans sem skyldi verða sérfáni fyrir Íslend- inga, en sá danski, dannebrog, hafði verið notaður hér á landi um langt skeið. 28 tillögur bárust frá ýmsum einstaklingum, m.a. frá Jóhannesi Kjarval, þá mál- ara í Kaupmannahöfn. Ein til- laga barst frá Akranesi og var hún frá Þorsteini á Grund. Fánatillaga Þorsteins var: Blár að ofan með gyltri stjörnu, neðri hlutinn hvít- ur. Fánatillaga Þorsteins virðist hafa fengið nokkuð góða dóma, en eins og alþjóð veit þá fékk til- lagan um rauðan og hvítan kross á bláum grunni, verðlaunin, og er hann þjóðfáni okkar. Oft var getið um hinn einstaka þrifnað Ragnheiðar og reglusemi. Hún var einnig fróð og minnug; blóma- og dýravinur. Á sama hátt munu þeir sem þekktu lengi minnast þrifnaðar Þorsteins og reglusemi í allri umhirðu heys og húsa. Reipi, beisli, rár og reisla, allt þurfti að vera nákvæmlega á sínum stað, snyrtilega og vel frá gengið. Heystálið lóðrétt og fal- legt. Gólfið sópað svo að ekki sæist kusk eða strá. Skepnur vel þrifnar og húsum vel við haldið utan sem innan. Þorsteinn var óvenjulegur þrifa- og snyrtimað- ur. Ragnheiður á Grund andað- ist 16. maí 1933, rúmlega 89 ára að aldri, en Þorsteinn andaðist 2. febrúar 1941, 83 ára. Þau áttu saman eina dóttur barna, Emilíu, eiginkonu Þórðar Ásmundssonar. Íbúðarhús þeirra Emilíu og Þórð- ar stóð og stendur enn við Vest- urgötu 47, á efri hluta Grundar- landsins. Uppsátur og vergögn átti gamla Grund í sandinum næst Nýjabæjarklettum, rétt hjá Litlu- grund, sem síðar var byggð. Þórður Ásmundsson og Emilía Þorsteins- dóttir á Grund Emilía Þorsteinsdóttir og Þórður Ásmundsson frá Háteigi byrja bú- Grund á Akranesi Ásmundur Ólafsson. Gamla Grund á Akranesi lengst til vinstri, þá Deildartún 3 og 4 og síðan Vestur- gata 43 og 45, allt hús sem höfðu verið byggð u.þ.b. 15 árum áður en myndin var tekin. Ljósmyndin er tekin árið 1944 af ljósmyndara LIFE tímaritsins Ralph Morse. Ragnheiður Þorgrímsdóttir á Grund og yngsta barnabarn hennar, Emilía Þórðardóttir. Mynd: Ól.Fr.Sig. Nýja Grundarhúsið að Vesturgötu 47 og hjallurinn. Vindhæli til hægri. Mynd: Ól.Fr.Sig.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.