Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 20192 Á laugardaginn verður Bifhjóla- og Fornbílasýning Rafta og Fornbílafj- elags Borgarfjarðar haldin í Brák- arey í Borgarnesi. Þá er einnig rétt að minna á að á sunnudaginn er mæðradagurinn og þá er ekki úr vegi að gleðja mæður sínar með einhverjum hætti. Á morgun er spáð norðaustanátt 5-13 m/s og dálítil él verða á Norð- ur- og Austurlandi, en þurrt í öðr- um landshlutum og bjart á köflum. Hiti 0-8 stig, mildast sunnantil en víða næturfrost. Á föstudag er út- lit fyrir áframhaldandi norðlæga átt með éljum en bjartviðri sunnan heiða og hiti breytist lítið. Á sunnu- dag er spáð vestlægri- eða breyti- legri átt og dálítil él verða fyrir norðan, annars bjart. Svalt veður norðan heiða. Á mánudag er spáð suðlægri átt með rigningu en þurrt norðaustantil og hlýnar í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvernig ætlar þú að verja sumarfríinu?“ 24% svarenda ætla að gera sitt lítið af hverju, þ.e. ferðast, vinna eða njóta frísins. 21% sögðust ætla að vera á ferðalagi innanlands og 17% ætla að ferðast til útlanda. 16% svarenda ætla að vera heima, 12% hafa ekki ákveð- ið hvað þeir ætla að gera og 11% sögðust ekki ætla að taka sumarfrí. Í næstu viku er spurt: Hvaða ferðamáta notar þú venju- lega til að fara í vinnu eða skóla? Gilbert Þór Jökulsson fór í eitt ár sem skiptinemi til Japans. Hann vildi mikla upplifun og reynslu í skiptináminu svo hann valdi að fara eins langt frá Íslandi og hann gat til lands þar sem ekki er töluð enska. Hægt er að lesa meira um upplifun Gilberts á Japan hér í blaðinu. Gil- bert er Vestlendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Vilja Þjóð- garðsmiðstöð á Hvanneyri BORGARBYGGÐ: Um- hverfis- og samgöngu- nefnd Alþingis sendi nýver- ið til umsagnar sveitarfélaga frumvarp til laga um Þjóð- garðastofnun og þjóðgarða. Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti að senda umsögn þar sem meðal annars segir að með stofnun miðhálend- isþjóðgarðs myndi stærð og umfang þjóðgarða á Íslandi aukast gríðarlega til viðbót- ar. „Í því samhengi hefur ver- ið rædd nauðsyn þess að setja á stofn Þjóðgarðastofnun Ís- lands. Sveitarstjórn Borg- arbyggðar tekur undir þá skoðun. Í því sambandi vill byggðarráð Borgarbyggðar skora á umhverfisráðherra og þingmenn kjördæmis- ins að beita sér fyrir því að slík stofnun verði sett niður á Hvanneyri í Borgarfirði. Fyrir þeirri afstöðu liggja margvísleg rök.“ Þá segir að mikilvægt sé að fagstofnun sem Þjóðgarðastofnun yrði sé fundinn staður þar sem hún yrði landfræðilega vel staðsett, myndi starfa í nán- um tengslum við meginvið- fangsefni sitt og hefði fagleg- an og samfélagslegan styrk af sínu nánasta umhverfi. Allar þessar forsendur eru til stað- ar á Hvanneyri í Borgarfirði. Nánar má lesa um rökstuðn- ing Borgarbyggðar í fundar- gerð byggðarráðs frá 2. maí. -mm Straumlaust var 1. maí SNÆFELLSNES: Raf- magn fór af Laugargerð- islínu á Snæfellsnesi síð- degis á 1. maí. Vinnuflokk- ur Rarik lauk klukkan 20:30 um kvöldið viðgerð. Raf- lína hafði farið í sundur við Rauðkollsstaði. Umfang bil- unarinnar var umfangsmeira en gert var ráð fyrir í fyrstu, samkvæmt tilkynningu frá Rarik, en straumlaust var á stóru svæði á sunnanverðu Snæfellsnesi. -mm Tilkynning um straumleysi HVALFJ.SV: Rarik boðar að rafmagnslaust verður sunnan Skarðheiðar föstudaginn 10. maí frá miðnætti og til kl. 07:00 næsta morgun vegna vinnu í aðveitustöðinni við Brennimel. Um er að ræða allt svæðið sunnan Skarðs- heiðar, þ.e. Melasveit, Leir- ársveit, Melahverfi, Hval- fjörð, Hlíðarbæ, Hvalfjarð- argöng, Innri Akraneshrepp og Kjósina. „Hafið ekki við- kvæm raftæki í notkun þeg- ar rafmagnið fer af og hug- ið að endurstilla öll tíma- stillt raftæki sem kunna að hafa breytt sér. Rarik biðst velvirðingar á þeirri röskun sem rafmagnsleysið hefur í för með sér fyrir notendur,“ segir í tilkynningu. -mm Ferðablaðið Travel West Iceland - Ferðast um Vesturland 2019-2020 kom út í síðustu viku. Blaðið er gef- ið út af Skessuhorni en í nánu sam- starfi við Markaðsstofu Vestur- lands. Þetta er 20. árgangur þessa blaðs, að þessu sinni 116 síður og prentað í 60 þúsund eintökum. Það er skrifað á ensku og íslensku og hugsað sem gagnlegur leiðarvísir fyrir ferðafólk sem sækir landshlut- ann heim. Í blaðinu er fjöldi mynda, kort og umfjallanir um áhugaverða staði allt frá Hvalfirði, Akranesi, Borgarfirði, Snæfellsnesi og end- að í Dölum. Þessa dagana er unn- ið að dreifingu blaðsins sem víðast innan landshlutans, á höfuðborgar- svæðinu og upplýsingamiðstöðvum víða um landið. Ferðaþjónustuaðil- ar geta auk þess nálgast blöðin til endurdreifingar hjá Markaðsstofu Vesturlands í Hyrnutorgi í Borgar- nesi. mm/ Ljósm. glh. Opinn ársfundur dvalar- og hjúkrun- arheimilisins Brákarhlíðar var hald- inn 30. apríl síðastliðinn. Til fundar- ins mættu m.a. fulltrúar Lionsklúbbs Borgarness, þeir Ari Björnsson for- maður ásamt Páli S. Brynjarssyni og Inga Tryggvasyni. Afhentu þeir Holl- vinasamtökum heimilisins 500 þús- und króna styrk til byggingar gróður- húss. Það voru þau Jón G. Guðbjörns- son formaður stjórnar Brákarhlíðar og Halla Magnusdóttir forstöðumað- ur þjónustusviðs sem eru með þeim á myndinni en þau veittu þessum höfð- inglega styrk móttöku. mm/ Ljósm. bbþ Áhersla lögð á samvinnu á íbúaþingi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi Síðan voru hugmyndir deildar með öllum hópnum. Íbúaþing á vegum Samtaka sveitar- félaga á Vesturlandi, sem haldið var í Hjálmakletti í Borgarnesi síðast- liðinn mánudag, var vel sótt. Rétt um 50 manns mættu til að deila hugmyndum og skoðunum sínum um hvernig þeir vilja sjá landshlut- ann þróast næstu fjögur árin. Yfir- skriftin var „Mótum framtíð Vest- urlands í sameiningu“ og var mikill velvilji hjá þátttakendum að koma með uppbyggilegar og frumlegar hugmyndir inn í umræðuna. Páll S Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV, setti fundinn og svo tóku við samstarfsaðilar frá ráðgjafafyrir- tækinu Capacent sem stýrðu þing- haldinu. Efla þarf hugtakið Vestlendingur Mikilvægi samvinnu sveitarfélaga á landshlutanum var áberandi í um- ræðunni og hugtakið „Vestlend- ingur“ tekið fyrir en íbúar á Vest- urlandi hafa ekki verið duglegir að kalla sig Vestlendinga í samanburði við til dæmis fólk af Vestfjörðum sem kalla sig Vestfirðinga. Frekar vill fólk kalla sig Skagamann, Borg- firðing eða Snæfelling eftir því sem við á hverju sinni. Áhersla er því meðal annars lögð á að blása upp Vesturlandsvitund og búa þannig til sterkari samheldni meðal íbúa á Vesturlandi. Rætt var hvað það væri sem aðskilur og sameinar sveitar- félögin og voru flestir sammála að fjarlægð frá höfuðborg, óljós fram- tíðarsýn og missterk bæjarímynd aðskilji sveitarfélögin. Hins vegar var dugnaður íbúa, samstarf stofn- anna og öflugt íþróttastarf með- al jákvæðra punkta sem sameinar landshlutann. Innlegg í vinnu við nýja Sóknaráætlun Síðasti íbúafundur af þessu tagi var haldinn fyrir fjórum árum og sagði Páll í samtali við Skessuhorn að margar hugmyndir hafi kom- ið fram á þeim fundi sem hafi síð- an verið framkvæmdar með einum eða öðrum hætti. Hann kvaðst því bjartsýnn á að fundurinn á mánu- daginn myndi gera slíkt hið sama og að enn frekari tillögur myndi líta dagsins ljós. Fundur þessi er liður í að móta framtíð Vesturlands og mun gagnast við endurskoðun Sóknaráætlunar fyrir árin 2020 til 2024. Sóknaráætlunin er svo notuð sem leiðarljós fyrir frekari þróun á Vesturlandi. glh Um 50 manns sóttu þingið í Hjálmakletti. Páll S Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV, býður gesti velkomna. Fyrir aftan hann stendur Héðinn Unnsteinsson ráðgjafi. Þátttakendur skrifuðu niður hugmyndir sínar í litlum hópum. Ferðablað Vesturlands er komið út Færðu Brákarhlíð veglega gjöf til að byggja gróðurhús

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.