Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 11 Af re ks - íþ ró tt ir O pi n st úd en ts - br au t Sj úk ra lið a- br au t St ar fs br au t Tr é i ðn - gr ei na r Fr am ha ld s- sk ól ab ra ut Fé la gs - fræ ða br au t Ra fið n - gr ei na r Ná tt úr u- fræ ða br au t M ál m ið n- gr ei na rNánari upplýsingar veita: Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, gudruns@fva.is Jónína Víglundsdóttir, áfangastjóri, jonina@fva.is Dagskóli Innritun fyrir nám í dagskóla á haustönn 2019 fer fram raf- rænt á menntagatt.is eða á skrifstofu skólans. Umsóknar- frestur er til 7. júní 2019. Heimavist Við skólann er starfrækt heima vist með plássum fyrir 60 nemendur. Dreifnám Opnað hefur verið fyrir um- sóknir í húsasmíðanám, vél- virkjanám og sjúkraliðanám í dreifnámi fyrir haustönn 2019. Hægt er að sækja rafrænt um dreifnám á menntagatt.is eða á umsóknareyðublaði sem er að finna á heimasíðu skólans www.fva.is. Umsóknum skal skilað á skrifstofu skólans fyrir 7. júní 2019. Stúdentsbrautir Félagsfræðabraut Náttúrufræðabraut Opin stúdentsbraut Íþrótta- og heilsusvið Opið svið Tónlistarsvið Tungumálasvið Viðskipta- og hagfræðisvið Annað nám Framhaldsskólabraut Viðbótarnám eftir iðn- og starfsnám Starfsbraut Iðn- og starfsnám Tréiðngreinar Húsasmíði Húsgagnasmíði Málmiðngreinar Vélvirkjun Grunndeild málm- og bíliðngreina Rafiðngreinar Rafvirkjun Grunndeild rafeindavirkjunar Sjúkraliðabraut Afreksíþróttasvið Námsbrautir Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi Fjölbrautaskóli Vesturlands • Vogabraut 5, 300 Akranes • 433 2500 • skrifstofa@fva.is Innritun á haustönn 2019 Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir á Rjómabúinu Erpsstöðum hafa verið tilnefnd til hinna norrænu Emblu- matarverðlauna. Eru þau fulltrúar Íslands í flokknum Matvælaiðnað- armaður Norðurlanda 2019. Verð- launin verða afhent í Reykjavík 1. júní næstkomandi. Auglýst var eft- ir tilnefningum á öllum Norður- löndunum. Alls bárust 320 tilnefn- ingar, þar af meira en 50 frá Ís- landi. Embluverðlaunin voru fyrst veitt í Kaupmannahöfn 2017 og er ætlað að hampa norrænni mat- armenningu. Verðlaunin eru hald- in af norrænum bændasamtökum með stuðningi Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Bændasamtök Ísland sjá um framkvæmdina í ár, en þau eru haldin á tveggja ára fresti. Fulltrúar allra Norðurlandanna koma saman nú í lok maí og dóm- nefndir velja sigurvegara í hverjum flokki. Verðlaunaafhendingin sjálf fer síðan fram í Hörpu 1. júní, í samvinnu við Norrænu kokkasam- tökin sem halda ársþing sitt á sama tíma. kgk Í kjölfar fréttar í síðasta Skessu- horni þar sem sagt var frá því að nýlegu ein- taki af Skessu- horni hafi ver- ið komið fyr- ir í húsvegg til glaðnings fyrir ókomnar kyn- slóðir, varð hús- ráðandi á Akra- nesi einmitt þeirrar gæfu aðnjótandi að finna gamalt dagblað inni í vegg í húsi sínu þegar unnið var við breytingar. Þar kom í ljós eintak af dag- blaðinu Tím- anum frá 6. maí 1956. „Hér var hlegið upphátt, aðallega því einhvern veg- inn hefur fátt breyst hjá blessuðu íhaldinu, meira að segja nöfnin þau sömu, enda hefur krúnan gengið í erfðir,“ sagði húsráðandinn í skeyti til Skessu- horns. Í þessu Tímablaði er m.a. frétt með fyrirsögninni „Leizt ekki á söngvarann Bjarna Ben.“ Og þar segir: „Kátlegur atburður skeði á fundi Sjálfstæðismanna í Kefla- vík fyrir nokkrum dögum. Sjálf- stæðismenn höfðu boðað til kjós- endafundar í ungmennafélagshús- inu, en sama kvöld og á sama tíma var haldinn samsöngur karlakórs í öðru samkomuhúsi í bænum. Fundur Sjálfstæðismanna var illa sóttur, eða 94 þegar flest var, en þeir kenndu um söngskemmtun- inni. Þegar fundur átti að hefjast, tóku menn eftir því, að fólk er sat á fremsta bekk hússins, var með blöð í höndum. Var fundur síðan sett- ur, og Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra, gekk virðulega upp á leiksviðið. Þá leit fólk þetta undr- andi upp, eins og það hefði ekki búist við þessu, leit síðan á söng- skrár þær sem það hafði í hönd- um, stóð hvatvíslega á fætur og gekk út. Skýringin á þessu var sú, að fólk þetta hafði ætlað á karla- kórsskemmtunina en ekki íhalds- fundinn en farið húsavillt og leizt hreint ekki á „söngvarann“ þegar hann kom fram á sviðið.“ Já, það leynist margt í veggjun- um. mm Þorgrímur við osta- gerð á Rjómabúinu Erpsstöðum. Ljósm. Rjómabúið Erpsstaðir. Rjómabúsbændur tilnefndir til Embluverðlauna Margt leynist í veggjunum SK ES SU H O R N 2 01 9 Skipulags- og umhverfissvið Akraneskaupstaðar óskar eftir tilboðum í verkið: Fimleikahús á Akranesi - Búnaður Nýtt fimleikahús er í byggingu á Akranesi og verður tekið í notkun í lok desember 2019. Verkefnið felst í því að útvega og setja upp fim- leikabúnað tilbúinn til notkunar í nýju fimleikahúsi sem er í byggingu við Háholt, Brekkubæjarskóla á Akranesi. Um er að ræða að skaffa og setja upp fyrir fimleika ýmsan búnað í gryfjur sem er lyftanlegur að hluta, ásamt trampolínbraut (fasttrack) í gryfju. Einnig skal skaffa stærri og minni áhöld og tæki til þjálfunar fimleika ásamt fjaðrandi gólfdúk, rafdrifnum skilrúmstjöldum o.fl. Verktaki sem fær verkefnið mun þurfa að gera ráð fyrir og taka tillit til m.a. nágranna, umferð íbúa sem og annarra verktaka í og við framkvæmdasvæðið og sérstaklega mikilvægt er að verktaki taki tilliti til og lágmarki rask á skóla- og íþróttastarfi. Útboðsform Um opið útboð er að ræða og er það því almennt útboð eins og lýst er í grein 1.2.2 í ÍST30. Útboð þetta er einnig auglýst á hinu evrópska efnahagssvæði (EES). Verkinu skal að fullu lokið 30. desember 2019 Útboðsgögn verða afhent áhugasömum frá og með þriðjudeginum 7. maí 2019. Senda skal óskir um útboðsgögn á netfangið omar@vso.is. Tilboðum skal skilað í afgreiðslu bæjarskrifstofu Akranes, Stilliholti 16-18, 1. hæð, eigi síðar en þriðjudaginn 11. júní 2019 kl.11:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Auglýsing um útboð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.