Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 201918 Drífa Skúladóttir kaupmaður í Hraðbúðinni á Hellissandi hélt upp á 30 ára kaupmannsafmæli sitt 1. maí síðastliðinn. Bauð hún við- skiptavinum sínum upp á afmæl- istertu og kaffi í tilefni dagsins. Fyrstu tíu árin rak Drífa Kjörbúð- ina á Hellissandi en upphafið að kaupmennskunni segir hún vera að fyrir rétt rúmum þremur áratugum hafi Kaupfélag Borgfirðinga, sem þá rak verslun á Hellissandi, ákveð- ið að hætta með útibú sitt. Tók hún að sér að verða útubússtjóri fyrir KB þetta síðasta rekstrarár verslun- arinnar. Náði hún á þeim tíma að snúa rekstrinum við og sá fram á að hægt yrði að leigja af kaupfélaginu reksturinn sem hún og gerði. Hraðbúðin, í þeirri mynd sem hún er í dag, hefur verið rekin í tutt- ugu ár en Drífa tók við henni árið 1998 af Essó en félagið hafði sam- band við hana og vildi fara í sam- starf við hana. Sá hún strax tækifæri í því að komast upp að þjóðvegi með reksturinn. Samþykkti hún boðið um að færa sig um set með því skilyrði að hún fengi að taka húsnæðið í gegn og skipuleggja búðina eftir sínu höfði. Gekk þetta allt eftir og var haldið upp á 20 ára afmæli verslunarinnar 15. desemb- er síðastliðinn. Margt hefur breyst á þessum 30 árum á kaupmannsferli Drífu. Seg- ir hún ekkert auðvelt að reka litla búð á landsbyggðinni. Veltuhrað- ann er það sem skiptir máli, það er að varan stoppi stutt við í búð- inni. Einnig segir hún að starfsfólk- ið skipti miklu máli og að hún hafi verið mjög heppin með það í gegn- um árin. Í kaupmennskutíð sinni hefur Drífa lagt aðaláherslu á að hafa góð samskipti og góða þjón- ustu við viðskiptavini sína. Einn- ig hefur hún lagt áherslu á að hafa fjölbreytt vöruúrval. Eitt af því sem Drífa segir að viðskiptavinir sínir kunni vel að meta sé að hún reyn- ir að vera með gott grænmeti og kaupir það allt inn í lausu og held- ur pakkningum í lágmarki. Hefur af þeim sökum grænmeti ekki ver- ið pakkað í 25 ár hjá henni. Reynir hún einnig að fylgjast með því sem helst er á döfinni á hverjum tíma og sem dæmi má nefna að hvorki eru seldar né notaðar einnota plastvör- ur í búðinni og mikil áhersla lögð á að flokka allt sorp. Drífa hyggst halda ótrauð áfram í kaupmennsk- unni og er alls ekki hætt. Vildi hún fá að koma á framfæri þakklæti til viðskiptavina sinna fyrir frábæran tíma því án þeirra væri hún nátt- úrulega ekki í þessum rekstri. þa Drífa Skúladóttir kaupmaður í Hraðbúðinni á Hellissandi. Drífa fagnar þrjátíu ára kaupmannsafmæli Góð þátttaka var á strandhreins- unardegi á Snæfellsnesi síðastlið- inn laugardag. Strandhreinsun- arverkefnið var hluti af Norræna strandhreinsundardeginum, en hreinsanir voru einnig á tveimur öðrum landssvæðum þessa sömu helgi. Á Snæfellsnesi var hreins- að á fjórum svæðum í góðu veðri: Við Grundarkamp í Grundarfirði, Fúluvík og nágrenni í Stykkis- hólmi og á tveimur svæðum í Snæfellsbæ; á Hraunlandarifi við Breiðuvík og Beruvík í Þjóðgarð- inum Snæfellsjökli. Alls tóku þátt um 100 manns, bæði Snæfelling- ar og gestir þeirra, og skemmtu sér vel. Gróft áætlað var heildar- magn þess rusls sem fjarlægt var úr náttúru Snæfellsness þennan dag um tíu tonn. Mest bar á neta- dræsum og plastbútum, stórum og smáum, og var hluti þeirra augljóslega búinn að vera lengi úti í náttúrunni. “Ávinningur verkefnisins er töluverður og þá sérstaklega fyrir fugla og annað dýralíf, en einnig fyrir okkur sjálf, ásýnd svæðisins og náttúruna. Mikilvægt er að við girðum fyrir losun sorps út í nátt- úruna og að við höldum áfram að vera dugleg að hreinsa landið okkar. Þannig verndum við okkar dýrmætu náttúru og njótum úti- vistar betur,” segir í tilkynningu frá Umhverfisvottun Snæfellsness og Svæðisgarðinum Snæfellsnesi. Meðfylgjandi myndir voru teknar á ýmsum stöðum á Snæfellsnesi síðastliðinn laugardag. mm Strandhreinsun á Snæfellsnesi Net dregin úr jörðu á Hraunlandarifi. Ljósm. Guðrún M Magnúsdóttir. Hópurinn í Grundarfirði stillti sér upp fyrir ljósmyndara áður en hreinsunin hófst. Ljósm. tfk. Hópurinn sem hreinsaði til á Hraunlandarifi. Ljósm. Eygló Kristjánsdóttir. Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi Íslands, stjórnaði aðgerðum í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Hreinsað í nágrenni Stykkishólms. Ljósm. sá. Þessi ungi piltur var einkar áhugasamur um beinin sem hann hreinsaði upp úr fjörunni í Grundarfirði. Ljósm. kgk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.