Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 21 Afmæli Jóhannes Sigurbjörnsson Jóhannes Sigurbjörnsson frá Vogalæk fagnar 80 ára afmæli. Afmælisboð verður í Brákarhlíð í Borgarnesi frá klukkan 16-18 á afmælisdeginum hans fimmtudaginn 9. maí. SK ES SU H O R N 2 01 9 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2019 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 miðvikudaginn 15. maí fimmtudaginn 16 maí föstudaginn 17 maí. Allir gerðir ökutækja skoðaðir Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SK ES SU H O R N 2 01 9 RARIK Vesturlandi Tilkynning um straumleysi Ágætu raforkunotendur. Rafmagnslaust verður sunnan Skarðheiðar föstudaginn 10. maí frá kl. 00:00 til kl. 07:00 vegna vinnu í aðveitustöð við Brennimel. Um er að ræða allt svæðið sunnan Skarðsheiðar, þ.e. Melasveit, Leirársveit, Melahverfi, Hvalfjörð, Hlíðarbæ, Hvalfjarðargöng, Innri Akraneshrepp og Kjósina. Hafið ekki viðkvæm raftæki í notkun þegar rafmagnið fer af og hugið að endurstilla öll tímastillt raftæki sem kunna að hafa breytt sér. Rarik biðst velvirðingar á þeirri röskun sem rafmagnsleysið hefur í för með sér fyrir notendur. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Rarik www.rarik.is Bilanasími: 528 9390 SK ES SU H O R N 2 01 9 Snyrtistofan Daladekur var opn- uð við Vesturbraut 8 í Búðardal síðla í mars. Það er snyrtifræðing- urinn og fjárbóndinn Þórunn Elva Þórðardóttir á Kjarlaksvöllum í Saurbæ sem á og rekur snyrtistof- una en með henni er Þórey Björg Þórarinsdóttir á Leiðólfsstöðum. Þórunn er fædd og uppalin á Ak- ureyri en flutti í Saurbæinn þeg- ar hún kynntist manninum sínum, Bjarka Reynissyni frá Kjarlaksvöll- um. Hún lærði snyrtifræði í Snyrti- akademíunni og lauk sveinsprófi 2007. Hún vann í eitt ár á snyrti- stofu á Akureyri áður en hún flutti í Dalina. „Mig hefur alltaf langað að opna stofu hér en aldrei fundið heppilegt húsnæði, fyrr en núna,“ segir hún í samtali við Skessuhorn. Aðspurð segir Þórunn Da- ladekur vera fyrstu snyrtistofuna sem hún viti til að hafi verið opnuð í Búðardal. Þar býður hún upp á al- lar hefðbundnar snyrtingar eins og litun og plokkun, vaxmeðferðir, fótsnyrtingu, handsnyrtingu og an- dlitsbað auk þess sem Þórey Björg býður upp á Bowen. Einnig er hægt að kaupa bæði snyrtivörur og förðu- narvörur á stofunni. „Aðsókn hefur verið nokkuð góð. Ég er með opið einn dag í viku, á fimmtudögum, og það hefur bara verið góð eftir- spurn og ágætt að gera,“ segir hún. Auk þess að reka snyrtistofu er Þó- runn húsvörður í Tjarnarlundi, fé- lagsheimili í Saurbæ, er fjárbóndi, nemandi í BS námi í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri auk þess sem hún sér um að elda á Silfurtúni, dvalarheimili- nu í Búðardal. Allar helstu upplýs- ingar um Daladekur er að finna á Facebook síðu stofunnar. arg Nú í vor lét Akraneskaupstað- ur setja upp tíu bekki með jöfnu millibili við göngustíginn meðfram Langasandi, frá Dvalarheimilinu Höfða að Faxabraut. Nú geta íbú- ar á Höfða því notið þess að ganga meðfram Langasandi og tyllt sér á bekkina til að hvíla sig á leiðinni. Að sögn Sindra Birgissonar, um- hverfisstjóra hjá Akraneskaupstað, er það vilji bæjarins að aðgengi allra að þessu svæði verði gott og eru bekkirnir liður í því. „Við eigum aðeins eftir að klára frágang við bekkina en það er mik- ilvægt að það verði gott aðgengi að bekkjunum fyrir alla,“ seg- ir Sindri. Þá segir hann ýmislegt á dagskrá til að lífga upp á svæð- ið, bæta gæði svæðisins og auka af- þreyingarmöguleikana. „Við þyrft- um að hækka og breikka stíginn og bæta lýsinguna, en þetta þarf allt að vera skoðað í heild,“ segir Sindri. Fyrirhugað er á næstu vikum að setja upp hreystigarð fyrir neðan Akraneshöllina, hjá ærslabelgnum. „Hreystitækin henta öllum, óháð aldri eða daglegum venjum. Sett verða upp átta líkamsræktartæki með upplýsingaskilti þar sem hægt verður að sjá hvernig megi nota tækin til líkamsræktar. „Við mun- um líka setja niður plöntur hér í kring og gera fínt og vonandi skapa skjól,“ segir Sindri. Þá var einnig komið fyrir nýju húsi við Guðlaugu á þriðjudaginn í síðustu viku, en þar á að vera að- staða fyrir starfsmenn Guðlaugar og salerni fyrir gesti. „Það verð- ur afgreiðsla í húsinu og tvö sal- erni, þar af eitt með aðgengi fyr- ir hjólastóla,“ segir Sindri. Áætlað er að húsið verði tekið í notkun í byrjun júní. Aðspurður segir Sindri aðsókn í Guðlaugu hafa verið mjög góð frá opnun og segist hann bjart- sýnn fyrir sumrinu. „Ég hef ekki nákvæmar tölur um heimsóknir í Guðlaugu en ég veit að það hefur verið mjög góð aðsókn, betri en búist var við,“ segir hann. arg Unnið að bættu útivistarsvæði við Langasand Nýju þjónustuhúsi hefur verið komið fyrir við Guðlaugu. Sindri Birgisson, umhverfisstjóri hjá Akraneskaupstað, tyllti sér á einn bekkinn við göngustíginn meðfram Langasandi. Opnaði Daladekur í Búðardal Svipmynd úr Daladekri. Þórunn Elva Þórðardóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.