Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 201922 Starfsfólkið á Skessuhorni ákvað á föstudaginn að breyta út frá lokum hefðbundinnar vinnuviku. Skrif- stofunni var því lokað eftir hádeg- ið og átta manns brunuðu í bílferð á Snæfellsnes. Fyrst var komið við á kaffihúsinu á Rjúkanda við Vega- mót en síðan haldið yfir Vatnaleið og stefnt á gististað á nýlegu Hót- el Fransiskus. Snæddur var dýr- indis matur á Narfeyrarstofu og tímanum varið í að skoða lands- lagið á og við Súgandisey. Til- efni ferðarinnar var hin árlega út- koma Ferðablaðsins Vesturlands. Hluti starfsfólks hafði ekki ferðast um Snæfellsnes áður og því þótti bæði sjálfsagt og rétt að slá saman heimildaferð um svæðið með því að gerast ferðamenn í eigin landi. Á laugardagsmorgni var svo hald- ið sem leið lá rangsælis um Nesið, komið við í Bjarnarhöfn og þeg- in leiðsögn um safnið, þá með ís- stoppi í Grundarfirði, frábærum mat á Sker veitingahúsi í Ólafsvík, stórbrotin grafíklistaverkin á Hell- issandi skoðuð, vöfflur snæddar í Fjöruhúsinu á Hellnum og loks var viðkoma á Arnarstapa, einum fegursta stað landsins. Hringnum var lokað síðdegis og frá Vega- mótum brunað suður á bóginn undir kvöld. Allir höfðu gaman af að kynnast töfrum Snæfellsness, náttúrufegurð og gestrisni heima- fólks. Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferðinni og fá að tala sínu máli. Takk fyrir okkur! mm/ Ljósm. glh/kgk/mm Ferðast um fagurt Snæfellsnesið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.