Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 9
Laust starf sálfræðings á skóla- og frístundasviði
Helstu verkefni og ábyrgð
•
m.a. með fræðslu og ráðgjöf vegna kennslu og umönnunar
nemenda, sérkennslu, starfshátta skóla, nýbreytni- og
• Veitir ráðgjöf og fræðslu/námskeið til foreldra.
• Sinnir athugunum, greiningu og ráðgjöf vegna nemenda.
•
starfsfólk og foreldra.
•
Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
•
og felur meðal annars í sér að móta þjónustuna í samræmi við
reglur á hverjum tíma.
Umsóknarfrestur er til og með 23. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar um
skoliogfristund@akranes.is eða í síma 433-1000.
Hæfniskröfur
•
• Reynsla af greiningu og ráðgjöf á þroska- og hegðunarvanda
barna og ungmenna skilyrði.
•
• Réttindi til námskeiðshalds vegna hegðunar og líðan barna er
kostur.
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
• Frumkvæði og vilji til að leita nýrra leiða.
• Færni og sveigjanleiki í samskiptum.
• Faglegur metnaður.
• Góð íslensku- og tölvukunnátta.
Skóla- og frístundasvið Akraneskaupstaðar auglýsir laust til umsóknar starf sálfræðings við skóla-
þjónustu skóla- og frístundasviðs. Um er að ræða tímabundið starf frá 1. ágúst 2019 - 31. júlí 2020.
Skólaþjónusta skóla- og frístundasviðs starfar samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, lögum
um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerð nr. 584/2010. Starfsmenn skólaþjónustu eru sálfræðingar,
iðjuþjálfa. Starfsstöð sálfræðingsins er í Brekkubæjarskóla og eru laun í samræmi við kjarasamning
Sálfræðingafélags Íslands og launanefndar sveitarfélaga.
Guðni Th. Jóhannesson for-
seti Íslands keypti á mánudaginn
fyrsta álfinn af SÁÁ þetta árið og
hófst þar með formlega álfasal-
an sem stendur yfir næstu dag-
ana. Álfurinn er Íslendingum að
góðu kunnur eftir áratuga starf í
þágu áfengis- og vímuefnasjúk-
linga en hann stendur nú á tíma-
mótum, er þrítugur í ár. „Álfasal-
an er stærsta fjáröflunarverkefni
SÁÁ ár hvert,“ segir Arnþór Jóns-
son, formaður SÁÁ. „Allur ágóð-
inn rennur til þjónustu SÁÁ við
ungt fólk, bæði afeitrun og með-
ferð, sálfræðiþjónustu barna og
þjónustu við foreldra og aðra að-
standendur. Íslendingar hafa sam-
einast um að kaupa álfinn, smellt
honum á mælaborðið og þannig
hefur okkur í sameiningu tekist
að byggja upp samfellda og heild-
stæða heilbrigðisþjónustu um for-
varnir, afeitrun, eftirmeðferð,
göngudeildir, búsetuúrræði og
félagsstarf sem tugþúsundir hafa
nýtt sér til góðs,“ segir Arnþór.
Um þúsund manns um land allt
vinna við álfasöluna næstu daga.
Þar á meðal eru fjölmargir hóp-
ar á vegum íþróttafélaga, skóla og
ýmissa samtaka, sem nýta sölu-
launin til að greiða fyrir ferðalög
eða önnur verkefni á eigin vegum
og í eigin heimabyggð.
mm
Útskriftarnemar Fjölbrautaskóla
Vesturlands héldu lokahóf sitt,
dimmisjón, þriðjudaginn 30. apríl
síðastliðinn. Venju samkvæmt byrj-
uðu nemendur á að bjóða kennur-
um og starfsfólki skólans til morg-
unverðar á sal skólans. Því næst tók
við nokkuð sprell innanhúss, þar sem
m.a. var litið við í kennslustundir og
ýmsar þrautir leystar. Að svo búnu
hélt útskriftarhópurinn sem leið lá
til Reykjavíkur þar sem hópurinn
skemmti sér saman. Dagskránni lauk
síðan með dansleik á Gamla Kaup-
félaginu um kvöldið. kgk
Kristján Þór Júlíusson, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra, hef-
ur fallist á tillögu ráðgjafanefndar
um inn- og útflutning að fella nið-
ur innflutningsvernd á kartöflum á
tímabilinu 3. maí til 11. ágúst 2019
þar sem framboð á kartöflum þyk-
ir ekki nægjanlegt. „Í byrjun apríl
barst ráðgjafanefnd um inn- og út-
flutning landbúnaðarvara tilkynn-
ing um skort á kartöflum. Í kjöl-
farið var leitað upplýsinga hjá bæði
framleiðendum og dreifingarað-
ilum kartaflna. Fylgst var grannt
með stöðu mála og nýverið lagði
nefndin til við ráðherra að verndin
yrði felld niður á fyrrgreindu tíma-
bili,“ segir í tilkynningu frá ráðu-
neytinu.
mm
Dimmiterað í FVA
í síðustu viku
Útskriftarnemar FVA íklæddir búningum við upphaf dimmisjón. Ljósm. FVA.
Álfasala SÁÁ er hafin
Á myndinni eru Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga SÁÁ, Guðni
Th. Jóhannesson forseti Íslands og Embla Margrét Hreimsdóttir.
Kartöflur án innflutningsverndar