Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skallagrímsmenn hófu leik í 3. deild karla í knattspyrnu á laugar- daginn þegar þeir tóku á móti Ein- herja á Skallagrímsvelli. Sumarið byrjar vel hjá Borgnesingum, sem sigruðu leikinn 2-1. Einherji náði forystunni á 22. mínútu leiksins þegar Jareo Jolon Bennett skoraði fyrir liðið. Fimm mínútum fyrir hálfleik jafnaði Cristofer Rolin fyrir Borgnesinga og staðan 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja í hléinu. Cristo- fer var síðan aftur á ferðinni á 61. mínútu þegar hann kom Skallagrími yfir. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og 2-1 sigur Borgnesinga staðreynd. Skallagrímur situr í öðru sæti deildarinnar eftir sigur í fyrsta leik. Reynir Sandgerði er á toppnum en KV og Kórdrengirnir, sem einnig unnu í fyrstu umferð, eru í sætunum fyrir neðan Borgnesinga. Næst leikur Skallagrímur gegn Álftanesi á morg- un, fimmtudaginn 9. maí. Sá leikur fer einnig fram í Borgarnesi. kgk ÍA og Fylkir skildu jöfn, 2-2, þeg- ar liðin mættust í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu á sunnudags- kvöld. Leikið var í Árbænum. Skagamenn byrjuðu leikinn af krafti og komust yfir strax á 13. mínútu leiksins. Eftir langt innkast skölluðu Fylkismenn boltann út úr teignum. Hörður Ingi Gunnarsson lagði boltann fyrir sig með einni snertingu og þrumaði honum síð- an upp í þaknetið. Skagamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og sköpuðu sér fjölmörg færi, þar af nokkur dauðafæri sem ekki tókst að nýta og staðan því 0-1 í hálfleik. Fylkismenn fóru rækilega yfir sín mál í hléinu og mættu ákveðnir til síðari hálfleiks. Þeir jöfnuðu met- in strax á 52. mínútu þegar Einar Logi Einarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar hann ætl- aði að skalla boltann frá eftir horn- spyrnu. Heimamenn efldust við markið og stjórnuðu gangi mála inni á vellinum. Þeir komust síðan í forystuna á 71. mínútu. Góð sókn endaði með því að Sam Hewson sendi boltann inn fyrir vörnina á Geoffrey Castillion sem lagði hann snyrtilega framhjá Árna Snæ Ólafs- syni í marki ÍA. Fylkismenn voru sterkari eftir markið en Skagamenn reyndu að setja meira púður í sóknina til að freista þess að jafna metin þegar færðist nær leikslokum. Þeir vildu fá vítaspyrnu í uppbótartíma þeg- ar boltinn fór í hönd Fylkismanns og þaðan aftur fyrir endamörk en ekkert var dæmt nema horn- spyrnu. Upp úr henni tókst Skaga- mönnum hins vegar að jafna met- in og réttlætinu þar með fullnægt að mati stuðningsmanna ÍA. Bolt- inn var sendur frá hægri til vinstri inn í teiginn þar sem Lars Marcus Johansen stýrði honum inn á mark- teig fyrir Óttar Bjarna Guðmunds- son sem henti sér á boltann og jafn- aði metin fyrir ÍA. Fylkismenn voru síðan nálægt því að stela sigrinum eftir hornspyrnu á lokaandartök- um leiksins en þrumuðu boltanum framhjá. Jafntefli varð því niður- staðan og eitt stig á hvort lið. ÍA situr í þriðja sæti deildarinnar með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki sumarsins, jafn mörg og Fylkir og KR í sætinum fyrir ofan og Breiða- blik í sætinu fyrir neðan. Næst leika Skagamenn á laugardaginn, 11. maí, þegar þeir mæta Íslandsmeist- urum Vals á útivelli. kgk Víkingur Ó. bar siguorð af Gróttu í fyrstu umferð Inkasso-deildar karla í knattspyrnu, 2-0. Leikið var á Ólafsvíkurvelli á sunnudaginn. Bæði lið fengu álitleg marktæki- færi í upphafi leiks, en öll fóru þau þó forgörðum. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn náðu Ólafsvík- ingar betri tökum á leiknum og sókn þeirra þyngdist. Þeir komust yfir á 34. mínútu eftir snarpa sókn. Grétar Snær Gunnarsson átti skot í varnarmann, þaðan sem boltinn barst á Jacob Andersen sem skor- aði af öryggi. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og Víkingur því 1-0 yfir í hléinu. Heimamenn voru áfram sterkari í síðari hálfleik. Þeir fengu nokk- ur sæmileg tækifæri til að bæta við marki framan af. Gestirnir úr Gróttu fengu fá færi en voru ná- lægt því að jafna á 79. mínútu þeg- ar Ólafsvíkingar björguðu á mark- línu. Liðsmenn Víkings sneru vörn í sókn og tókst loks að gulltryggja sigurinn á 89. mínútu leiksins. Sal- lieu Tarawallie vann þá boltann af varnarmanni Gróttu og renndi honum fyrir fætur Harleys Will- ards sem kláraði færið vel. Lokatöl- ur á Ólafsvíkurvelli urðu 2-0, Vík- ingi í vil. Ólafsvíkingar hafa þrjú stig í þriðja sæti deildarinnar eftir fyrsta leik sumarsins, en athygli vekur að ekkert jafntefli varð í fyrstu um- ferðinni. Því hafa sex lið þrjú stig eftir einn leik og önnur sex eru án stiga. kgk Skagamenn eru komnir í 16 liða úrslit Mjólkurbikars karla í knatt- spyrnu eftir öruggan 3-0 sigur á Augnabliki á miðvikudag. Leikið var í Fífunni í Kópavogi. Skagamenn fengu algera óska- byrjun því Steinar Þorsteinsson skoraði strax á upphafsmínútunni og ÍA komið yfir. Óttar Bjarni Guð- mundsson bætti öðru marki við á 15. mínútu leiksins og þannig stóðu leikar þegar liðin gengu til bún- ingsherbergja í hléinu. Viktor Jóns- son bætti síðan þriðja marki Skaga- manna við á 77. mínútu og þannig urðu lokatölur leiksins. Skagamenn sigruðu 3-0 og eru komnir í 16 liða úrslit bikarsins. kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh. Snæfellingar eru sigurvegarar í C deild Lengjubikars karla í knatt- spyrnu eftir sigur á GG í úrslita- leiknum á sunnudag. Leikurinn fór fram á Grindavíkurvelli. Hann var bæði jafn og spennandi og augljóst að bæði lið vildu vinna. Snæfellingar fengu draumabyrj- un í leiknum þegar Matteo Tuta kom Stykkishólmsliðinu yfir strax á 10. mínútu leiksins. Þannig var staðan í hálfleik og allt þar til Ivan Jugovic jafnaði metin fyrir GG á 72. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma. Þá var farið beint í vítaspyrnukeppni. Snæfell- ingar tóku fyrstu spyrnuna og skor- uðu. GG menn tóku næstu spyrnu en þrumuðu henni yfir markið. Það reyndist dýrkeypt, því allar spyrnur eftir það lágu í netinu og Snæfell- ingar því sigurvegarar Lengjubik- arsins. kgk Skagamenn áfram í bikarnum Sigur í fyrsta leik Danski framherjinn Jacob Andersen sækir að marki Gróttu í leiknum á sunnudag. Ljósm. þa. Borgnesingar byrja á sigri Liðsmenn Skallagríms fagna öðru marka Cristofers Rolins. Ljósm. sas. Sigri hrósandi Snæfellingar með Lengjubikarinn. Ljósm. Snæfell. Snæfellingar sigruðu í Lengjubikarnum Jöfnuðu í uppbótartíma Óttar Bjarni Guðmundsson sem skoraði jöfnunarmark ÍA gegn Fylki þegar venjulegur leiktími var liðinn. Ljósm. gbh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.