Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2019, Page 16

Skessuhorn - 08.05.2019, Page 16
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 201916 Hildur Aðalbjörg Ingadóttir, sjúkraþjálfari á Akranesi, tók á móti blaðamanni á heimili sínu nú fyr- ir skömmu. Tilefni heimsóknar- innar er verkefnið „Væntumþykja í verki“ sem Hildur hefur unnið að frá 2013. Hildur býr ásamt eig- inmanni sínum, Árna Þór Arnars- syni og börnum þeirra, í fallegu einbýlishúsi á Akranesi en á neðri hæð hússins rekur hún Sjúkraþjálf- un Hildar. Við fáum okkur sæti í stofunni og Hildur ruggar fjögurra mánaða dóttur sinni í fanginu sem brosir og líkar ruggið augljóslega vel. Eftir að hafa dáðst að þeirri stuttu í smástund snúum við okk- ur að verkefninu sem Hildur segir að sé þó í raun frekar hugsjón en verkefni. „Verkefni eru oft bara til skamms tíma, en þetta er eitthvað sem ég vil að sé bara sjálfsagt að sé alltaf gert,“ segir hún. Vildi virkja aðstandendur Væntumþykja í verki snýst um að aðstandendur eldra fólks nýti heim- sóknir til að gera léttar æfingar með ástvinum sínum. „Þessi hugmynd spratt í rauninni upp út frá því að hjá mér, og næstum öllum sjúkra- þjálfurum, eru biðlistarnir mjög langir. Það er skortur á fólki á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins og því eru margir sem þurfa að bíða lengi eftir nauðsynlegri þjónustu. Margir 65 ára og eldri glíma við alvarlega sjúkdóma; hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma og fleira. Yfirleitt er það sem liggur yfir flestum þess- um sjúkdómum einhver stoðkerf- isvandamál sem geta valdið mik- illi vanlíðan. Það fylgir mikill bjúg- ur, festumein, vöðvabólga, höfuð- verkur, liðverkir og vöðvaverkir svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru stoð- kerfisverkir sem allir geta aðstoðað við að laga eða bæta,“ segir Hild- ur. „Þar sem erfitt er að komast að hjá sjúkraþjálfara fór ég að horfa í kringum mig og hugsa hvar væri hægt að finna auðlindir til að virkja, í þeim tilgangi að aðstoða fólk með þessa verki. Í kringum flesta er ákveðið net af fólki. Ég fæ alltaf reglulega fyrirspurnir frá aðstand- endum sem vilja hjálpa einhverjum eldri, eins og til dæmis mömmu eða pabba sem finnur til í líkamanum, í mjöðminni, er með mikinn höfuð- verk, verki í bakinu og þess hátt- ar. Þá kviknaði þessi hugmynd hjá mér og ég hugsaði að auðvitað væri sniðugt að virkja þetta fólk til að hjálpa sínum nánustu með léttum æfingum sem geta skipt sköpum,“ segir Hildur. Lítil hreyfing gerir líka gagn Hildur útbjó leiðbeiningar með léttum æfingum sem allir geta gert og hafði samband við hjúkrunar- og dvalarheimili sem keyptu af henni leiðbeiningarnar og komu áfram inn á herbergi þeirra sem þurftu á að halda. „Danskar rannsókn- ir hafa sýnt að þátttaka aðstand- enda hefur ótrúlega mikið að segja til að hvetja eldra fólk til að hreyfa sig meira. Rannsóknir sýna líka að sama hversu lítil hreyfingin er gerir hún alltaf gagn. Margir þora samt ekki að gera æfingar með eldra fólki af hræðslu við að skemma eitthvað. Æfingarnar sem ég hef sett upp eru allar alveg öruggar að gera fyrir alla og það er ekki hægt að skemma neitt,“ segir Hildur. „Það eykur líka gæði heimsóknarinnar og ger- ir hana innihaldsríkari, nánari og skapar skemmtilega og góða stund að gera æfingarnar saman,“ seg- ir Hildur og brosir. Hún hefur sett saman leiðbeiningar fyrir fjóra mis- munandi hópa, þá sem eru rúm- liggjandi, sitjandi, standandi og svo vellíðunarleiðbeiningar fyrir þá sem eru í líknandi meðferð. „Þetta eru sjö æfingar fyrir hvern og einn hóp og taka aðeins nokkrar mínútur að gera en geta samt hjálpað mikið. Það er mælt með því að eldri borg- arar hreyfi sig í allavega 30 mínútur á hverjum degi og það má skipta því niður, til dæmis í tíu mínútur þrisv- ar yfir daginn.“ Æfingarnar nú öllum aðgengilegar Það sem Hildur vill leggja áherslu á núna með verkefninu er að ná beinu sambandi við aðstandendur og hefur því opnað vefsíðu og Fa- cebook síðu undir nafninu „Vænt- umþykja í verki,“ fyrir þá sem vilja nálgast leiðbeiningarnar. „Eins og með svo margt þarf alltaf að minna á svona verkefni til að það detti ekki bara niður og ég óttast að með því að hafa dvalar- og hjúkrunarheimili sem millilið gleymist þetta kannski frekar. Svo vil ég líka ná til aðstand- enda þeirra sem búa ekki á þeim heimilum sem hafa keypt þetta af mér og líka til þeirra sem eiga ást- vini sem búa enn heima hjá sér,“ segir Hildur. Leiðbeiningarnar eru allar staðlaðar og hjálpa til við að auka blóðflæðið, hreinsa úrgangs- efni úr vöðvum, smyrja liði, koma næringarefnum af stað og vekja en- dorfínframleiðslu. „Þetta eru æf- ingar sem koma kerfinu aðeins í gang sem skilar sér í betri líðan. Við getum öll hjálpað og gert gagn, það þarf ekki mikið til,“ segir Hild- ur. „Ef það myndi koma jarðskjálfti færu allir af stað til að aðstoða og þetta er í rauninni ekki ósvipað. Það er ástand í heilbrigðiskerfinu okkar og við þurfum öll að hjálpast að svo fólk sé ekki að kveljast, þeg- ar með auðveldum hætti er hægt að bæta ástandið með örlítilli hjálp,“ bætir hún við. Vellíðunarprógram fyrir líknandi meðferð Fyrir nokkur síðan upplifði Hild- ur að eiga ömmu sem var í líkn- andi meðferð og mikið verkjuð. Þá fann hún vel fyrir því að þörfin væri mikil fyrir bæði ömmu hennar og aðstandendur að lina þjáningarnar. „Við sátum þarna við rúmið hennar og sáum hvað hún þjáðist. Auðvitað var erfitt að horfa upp á það og við vildum öll hjálpa en gátum ekkert gert annað en að kalla á hjúkrunar- fræðing sem gaf henni morfín. Hún var þarna komin með legusár og leið mjög illa og þá kviknaði hug- mynd hjá mér að fara í samvinnu við Líknardeildina í Kópavogi um að gera vellíðunarprógram fyrir fólk í líknandi meðferð. Létt nudd, strokur og smá hreyfing getur nefnilega líka hjálpað þeim sem eru svona mikið veikir og geta kannski ekki hreyft sig. Þarna geta aðstand- endur gefið af sér, viðkomandi ást- vini líður betur og góð stund verð- ur enn betri og skilur eitthvað eft- ir. Í svona aðstöðu hefur fólk nefni- lega mikla þörf fyrir að gefa af sér,“ segir Hildur. Vil ekki missa þessa dýrmætu stund „Mín ósk er að ef þú átt eldri ástvin sem situr mikið og er mikið heima, að þegar þú ferð í heimsókn rúll- ir þú í gegnum þessar æfingar. Ef allir myndu gera þetta myndi við- komandi ástvinur auka færni sína til muna og líða betur. Með því að gera alltaf sömu æfingarnar aftur og aftur eykst færnin í þeim æfing- um og það eykur sjálfstraust, sem svo hvetur viðkomandi til að halda áfram og getur það gert krafta- verk fyrir heilsuna,“ segir Hildur og bætir því við að það sé aldrei of seint að byrja. „Það sem mér þykir líka svo yndislegt við þetta allt er að með þessu virkjar fólk stundina sem er mikið betra en að fá alltaf sjúkra- þjálfara til að koma og sjá um þetta. Ég myndi til dæmis aldrei fá ein- hvern annan til að lesa fyrir börn- in mín. Ég myndi ekki vilja missa þessa dýrmætu stund með þeim og það sama gildir um að hjálpa eldri ástvinum,“ bætir hún við. Væntumþykja í verki gerir góða heimsókn betri Hildur getur útvegað eldra fólki og aðstandendum einfaldar og árangursríkar æfingar Aðalbjörg Ingadóttir sjúkraþjálfari býður eldra fólki og aðstandendum þeirra upp á leiðbeiningar að æfingum sem geta skipt sköpum fyrir heilsu eldra fólks. Hildur vann sem sjúkraþjálfari í Grænlandi í hálft ár. Ljósm. úr einkasafni

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.