Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 201930 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað er það besta við vorið? Spurni g vikunnar (Spurt í Hyrnutorgi í Borgarnesi) Jóhanna Marín Björnsdóttir „Veðrið.“ Viktor Már Jónasson „Fótboltinn byrjar.“ Dóra Hermannsdóttir „Birtan.“ Ástvaldur Pétursson „Þegar vorið kemur þá bíður maður eftir að komast norður á Strandir á handfæri. Monica Gomez „Það er meiri gleði og léttleiki yfir fólki.“ Flugbjörgunarsveitin á Hellu og Akstursíþróttanefnd Umf. Heklu héldu Sindratorfæruna á laugardag- inn í blíðskaparveðri á Hellu. Mót- ið laðaði marga að því 5500 mættu til að fylgjast með. Það var Geir Evert Grímsson á Sleggjunni sem hreppti Helluna með því að standa efstur að stigum eftir daginn. Hann sýndi glæsileg tilþrif og ók öruggt í gegnum alla keppnina auk þess að klára ána og mýrina með stæl. Aðr- ir ökumenn sýndu einnig góð til- þrif. Aron Ingi Svansson á Stormi hreppti tilþrifaverðlaunin í sérút- búna flokknum eftir mikla flug- sýningu í brautunum og frábæra björgun frá veltu í tímabraut. Jak- ob Nielsen Kristjánsson á Pjakkn- um í götubílaflokki setti flokkinn á annað „level“ og lét vaða á barðið í fyrstu braut og flaug bókstaflega upp og fékk tilþrifaverðlaunin að launum. Haukur Viðar Einarsson á Heklu náði mesta hraðanum á ánni 98 km og var 4 km frá heimsmet- inu. Íslandmeistarinn og heims- metshafinn Þór Þormar Pálsson náði sér ekki á strik en sýndi frá- bæra takta og velti eins og hon- um einum er lagið! Óskar Jóns- son á Úlfinum kom sá og sigraði í götubílaflokki í sinni fyrstu keppni á nýsmíðuðum bíl. Það verður að teljast góður árangur. Bresku hetj- urnar frá Topgear, þeir Cristopher Harris og Freddie Flintoff, end- uðu ofan við miðju sem verður að teljast þokkalegt enda báðir í sinni fyrstu keppni og annar þeirra sett- ist fyrst undir stýri 30 mínútur fyr- ir keppni. Helstu úrslit urðu þessi: Götubílar 1. sæti 1382 Óskar Jónsson, Úlfurinn 2. sæti 1365 Steingrímur Bjarna- son, Strumpurinn 3. sæti 1151 Jakob Nielsen Krist- jánsson, Pjakkurinn Sérútbúnir 1. sæti 1774 Geir Evert Grímsson, Sleggjan 2. sæti 1712 Ingólfur Guðvarðars- son, Guttinn 3. sæti 1638 Haukur Viðar Einars- son, Hekla. mm „Sumarið leggst bara vel í okkur. Við mætum náttúrulega til leiks með töluvert breyttan hóp frá síðasta ári. Við erum búnar að missa reynslu- bolta sem spiluðu stór hlutverk í lið- inu í fyrra. Bergdís Fanney skipti yfir í Val, Unnur fyrirliði er ófrísk, Mar- en Leós tók sér frí frá boltanum og Heiðrún Sara og Aldís Ylfa eru hætt- ar. Allar spiluðu þær stórt hlutverk í liðinu í fyrra. Bara Unnur og Berg- dís Fanney skoruðu ein 30 mörk fyr- ir okkur í fyrra, það munar öll lið um það,“ segir Helena Ólafsdóttir, þjálfari ÍA, í samtali við Skessuhorn. „Engu að síður erum við bjartsýnar á sumarið. Ungar stelpur fá tækifæri í staðinn fyrir þær sem eru ekki með okkur núna. Það er svolítið þeirra að grípa tækifærið og ég er ekki í vafa um að þær geri það. Mér finnst þær hafa sýnt það og sannað á undirbún- ingstímabilinu að þær eru tilbúnar að leggja sig fram,“ bætir hún við. Góður andi í hópnum Að sögn Helenu er stemningin í hópnum góð núna þegar mótið er rétt handan við hornið. „Við erum nýlega komnar úr æfingaferð til Spánar. Hún lukkaðist virkilega vel, þjappaði liðinu vel saman og það er góður andi í hópnum,“ segir hún. „En við vitum alveg að mótið verð- ur töff. Liðin sem við erum að spila við eru alltaf að verða sterkari. Það er stöðugt verið að leggja meiri og meiri metnað í bestu liðin í Inkasso deildinni, verið að sækja sterka leik- menn, bæði Íslendinga og útlend- inga. Pressan verður allavega ekki á okkur,“ segir Helena. Aðeins er einn erlendur leikmaður í herbúðum Skagakvenna í ár, bandaríski mark- vörðurinn Tori Ornella, en hún lék einnig með liðinu á síðasta keppnis- tímabili. „Síðan fengum við Ólöfu Sigríði að láni frá Val. Hún er að- eins 16 ára gömul og hefur komið skemmtilega inn í liðið. Þar veðjum við á ungan og efnilegan leikmann sem fær ekki tækifæri með sínu liði. Þá fengum við einnig til liðs við okk- ur reynslubolta í Andreu og Klöru, en liðið byggist að langstærstu leyti á heimastelpum eins og vanalega,“ segir Helena. Ætla að berjast í efri hlutanum ÍA hafnaði í 3. sæti deildarinnar í fyrra og átti möguleika á sæti í deild þeirra bestu þar til í lokaumferðun- um. Þrátt fyrir miklar breytingar á liðinu í ár segir Helena ætlun liðs- ins að vera á svipuðum slóðum. „Við erum með alls konar lítil markmið fyrir mótið en heildarmarkmiðið fyr- ir mótið er að vera í baráttunni fyr- ir ofan miðju og stríða liðunum í efri hluta deildarinnar,“ segir hún. „Við göngum ekki að neinu vísu í sumar. Við þurfum að vinna í okkar hlutum og berjast fyrir hverjum bolta. Við getum unnið öll lið í deildinni á góð- um degi en að sama skapi getum við tapað fyrir öllum liðum á slæmum degi. Stelpurnar eru meðvitaðar um það, tilbúnar að leggja sig fram og ég vona að við fáum góðan stuðning á pöllunum í vetur. Það skiptir máli og gefur liðinu aukinn kraft inni á vell- inum,“ segir Helena Ólafsdóttir að endingu. kgk Káramenn unnu 4-0 sigur á Völ- sungi í fyrstu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn. Leikið var í Akraneshöllinni og heimamenn voru mun sterkari frá fyrstu mínútu. Kári komst yfir á 28. mínútu með marki Andra Júlíussonar. Fimm mínútum síðar bætti Ólafur Karel Eiríksson öðru marki við og staðan var 2-0 í hálfleik. Káramenn héldu uppteknum hætti eftir hléið. Hilm- ar Halldórsson kom Kára í 3-0 á 52. mínútu og Eggert Kári Karls- son rak síðan smiðshöggið á góðan leik heimamanna með marki á 76. mínútu. Lokatölur urðu 4-0 og Kári tyllir sér þar með í toppsæti deildarinnar eftir fyrstu umferðina. Næst leikur liðið á föstudaginn, 10. maí, gegn Þrótti Vogum á Vogaídýfuvellinum suður með sjó. kgk/ Ljósm. Knattspyrnufélag Kára. „Getum unnið öll lið í deildinni á góðum degi“ - segir Helena Ólafsdóttir, þjálfari ÍA Skagakonur fagna marki í deildinni síðastliðið sumar. Ljósm. úr safni/ sas. Helena Ólafsdóttir á hliðarlínunni með ÍA síðasta sumar. Ljósm. Knattspyrnufélag ÍA. Kári burstaði Völsung 5500 manns á Sindratorfærunni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.