Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 08.05.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 20198 Stungið af frá tjóni AKRANES: Ekið var á mannlausan bíl við Dalbraut á Akranesi í vikunni sem leið. Ökumaðurinn sem olli tjóninu lét sig síðan hverfa af vettvangi óhappsins. Mál- ið er til rannsóknar hjá Lög- reglunni á Vesturlandi. -kgk Bílvelta á Nesinu SNÆFELLSNES: Bílvelta varð á Snæfellsnesvegi við Eiðssund síðdegis á fimmtu- daginn. Ökumaður bíls- ins reyndist eitthvað slasað- ur. Kallað var eftir sjúkrabíl og ökumanni komið til að- hlynningar hjá lækni. Árekst- ur varð í Borgarnesi á mánu- dag, í hringtorginu á gatna- mótum Snæfellsnesvegar og Vesturlandsvegar. Engin meiðsl urðu á fólki. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 27. apríl - 3. maí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 27 bátar. Heildarlöndun: 335.753 kg. Mestur afli: Fríða Dagmar ÍS: 90.858 kg í sjö löndun- um. Arnarstapi: 15 bátar. Heildarlöndun: 104.057 kg. Mestur afli: Bárður SH: 84.185 kg í átta róðrum. Grundarfjörður: 18 bátar. Heildarlöndun: 655.963 kg. Mestur afli: Drangey SK: 175.439 kg í einni löndun. Ólafsvík: 26 bátar. Heildarlöndun: 510.687 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 108.855 kg í fjórum róðrum. Rif: 21 bátur. Heildarlöndun: 509.692 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 103.054 kg í tveimur lönd- unum. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 29.521 kg. Mestur afli: Rán SH: 13.608 kg í sex róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Drangey SK - GRU: 175.439 kg. 28. apríl. 2. Málmey SK - GRU: 145.430 kg. 30. apríl. 3. Rifsnes SH - RIF: 68.091 kg. 2. maí. 4. Hringur SH - GRU: 65.378 kg. 2. maí. 5. Tjaldur SH - RIF: 62.966 kg. 2. maí. -kgk Gert er ráð fyrir því að skemmti- ferðaskip komi 22 sinnum til Flat- eyjar á Breiðafirði í sumar. Áætl- aðar eru 13 komur frá skipi á veg- um Gáru, Cruise Iceland og þá stendur til að Ocean Diamond, sem siglir í kringum landið, komi níu sinnum við í eyjunni. RÚV greinir frá. Reykhólahreppur samþykkti ný- verið að byrja að innheimta hafn- argjöld vegna skemmtiferðaskipa í Flatey. Hingað til hafa þau kom- ið við í eyjunni án þess að það sé skráð sérstaklega eða greidd fyrir það hafnargjöld. Samhliða nýrri gjaldskrá hefur Reykhólahreppur hug á því að ráða hafnarvörð til að taka á móti skipum sem koma til Flateyjar. Í frétt RÚV segir að samkvæmt upplýsingum frá Gáru hafi kostn- aður ekki stýrt því hvort skemmti- ferðaskip komi við í Flatey. Fyrir- tækin sem geri skipin út vilji hafa hafnarvörð sem tekur á móti skip- unum og annist gæslu. kgk Á fundi fræðslunefndar Dalabyggð- ar 29. apríl síðastliðinn lagði Þur- íður Jóney Sigurðardóttir fram til- lögu um að frá og með næsta hausti verði staðfesting á að barn hafi verið bólusett, samkvæmt skipulagi sem sóttvarnarlæknir leggur fram, gert að skilyrði fyrir dagvistun í leik- skóladeild Auðarskóla. „Fræðslu- nefnd er sammála um mikilvægi bólusetninga. Leggja þarf áherslu á fræðslu um mikilvægi þess að öll börn séu bólusett. Foreldrar verði hvattir til að bólusetja börn sín þeg- ar þeir sækja um leikskólavist,“ seg- ir í fundargerð. arg Fimmtudagskvöldið 9. maí ætla nokkrir kaupmenn á Akranesi að fagna sumri og hafa langa opnun og tilboð í verslunum sínum. Bjóða þeir gestum að upplifa stemninguna og lofa að gera vel við viðskiptavini í verslun og þjónustu. Opið verð- ur til klukkan 22 um kvöldið. Þetta eru: Verslunin Bjarg, @Home, Nína, Ozone, Lindex, Hans og Gréta, Model og Snotra. -fréttatilkynning Bíll með erlendu ferðafólki fór út af veginum rétt austan við Grundar- fjörð seinni partinn á fimmtudag- inn. Að sögn lögreglu gengur það kraftaverki næst að ökumaður og farþegi sem í bílnum voru sluppu með skrámur, miðað við hvern- ig bíllinn var útlítandi, en hann er talinn gjörónýtur. Sjúkrabíll flutti ökumann og farþega til skoðunar á heilsugæsluna í Grundarfirði. af Kaupmenn á Akranesi fagna sumri á fimmtudagskvöld Frá Flatey á Breiðafirði. Ljósm. úr safni. Áætlaðar 22 skemmtiferðaskipakomur í Flatey Hvetja foreldra til að bólusetja Sluppu vel frá bílveltu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.