Skessuhorn - 15.05.2019, Blaðsíða 1
arionbanki.is Arion appið
Nú geta allir notað
besta bankaappið*
*MMR 2018
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 20. tbl. 23. árg. 15. maí 2019 - kr. 750 í lausasölu
Ert Þú í áskrift?
Sími 433 5500
www.skessuhorn.is
Travel West
2019-2020
Ferðablað
Vesturlands
er komið út
Hægt er að
nálgast blöð á
Markaðsstofu Vesturlands
í Hyrnutorgi
Það styttist í stóru stundina hjá aðdáendum Eurovision keppninnar. Framlag Íslands tók þátt í gærkvöldi, eftir að Skessuhorn var prentað, og mun samkvæmt öllum
veðbönkum ná alla leið í úrslitakeppnina á laugardaginn. Sumir byggja upp stemningu - alla leið. Á meðfylgjandi mynd eru þær Hrafnhildur Harðardóttir og Ingunn Val-
dís Baldursdóttir starfsmenn markaðsdeildar Skessuhorns. Þær fengu nýja Hataraboli úr smiðju Smáprents í gær og voru beðnar að standa kyrrar fyrir á mynd. Það var
ekki hægt, spennustigið var slíkt! Ljósm. glh.
Matthildur Maríasdóttir á Álftárósi á
Mýrum varð hundrað ára í gær, 14.
maí. Matthildur er fædd á Gullhúsá
á Snæfjallaströnd í Norður-Ísafjarð-
arsýslu. Foreldrar hennar voru Marí-
as Jakobsson og Guðrún Jónsdóttir.
Átta af níu systkinum hennar kom-
ust til fullorðinsára. Þröngt var í búi
og fátækt mikil. Bærinn á æskuheim-
ili hennar var til að mynda einungis
15 fermetra torfbær. Var Matthildur
því send níu ára gömul í vist til móð-
ursystur sinnar, Eyjalínu Jónsdóttur,
matráðskonu sem þá var bústýru hjá
séra Friðriki Friðrikssyni í KFUM
í Reykjavík. Gekk hún í Miðbæjar-
skólann og lærði eftir það sauma á
Ísafirði. Maður Matthildar var Einar
Sigurbjörnsson rafvirki, en hann lést
árið 1975. Börn þeirra er átta og eru
sjö þeirra á lífi. Afkomendafjöldinn
er kominn í 63. Matthildur og Ein-
ar bjuggu fyrst í Reykjavík en um tólf
ára skeið frá 1958 í Hjörsey á Mýrum
og hefur fjölskyldan haldið tryggð
við eyjuna alla tíð síðan. Matthild-
ur var með fyrstu ráðskonum á Dval-
arheimili aldraðra í Borgarnesi og
starfaði þar í níu ár. Síðan 1993 hefur
hún búið hjá Ragnheiði dóttur sinni
og Einari Erni Karelssyni tengdasyni
sínum á Álftárósi. Fyrir um mánuði
fékk Matthildur hvíldarinnlögn á
sínum fyrrum vinnustað í Brákarhlíð
og dvelur nú þar í góðu yfirlæti.
Söngurinn er sálmur
sálarinnar
„Ég get ekki útskýrt það,“ svar-
ar Matthildur þegar blaðamaður
Skessuhorns spurði hana að morgni
afmælisdagsins hvernig tilfinning
það væri að halda upp á 100 ára af-
mæli. Hún vaknaði hress í morg-
unsárið á afmælisdeginum og tók
lagið fljótlega eftir að hún fór á fæt-
ur. „Það veitir á gott þegar ég byrja
að syngja, þá er ég í góðu skapi,“
útskýrir hún og brosir. Matthildur
kveðst alltaf hafa verið glöð í sál-
inni og sátt við tilveruna í gegnum
tíðina. „Söngurinn er sálmur sál-
arinnar,“ bætir hún við og sönglar
fyrir gestinn. Börn Matthildar lýsa
móður sinni sem glaðlyndri konu
og að hún hafi alltaf átt auðvelt
með að sjá það spaugilega í lífinu.
„Barnið þarf að geta vaxið áfram,“
segir afmælisbarnið um hvernig
maður getur haldið í léttleikann.
Börn Matthildar hugðust í gær
gera henni glaðan dag síðdegis, ef
heilsan væri góð, og bjóða móður
sinni út að borða í tilefni dagsins.
mm/glh
Matthildur Maríasdóttir fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær. Ljósm. glh.
Matthildur fagnaði hundrað ára afmæli