Skessuhorn - 15.05.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2019 23
Sýning Fornbílafjelags Borgarfjarðar og Bifhjólafjélagsins
Raftanna var haldin í Brákarey á laugardaginn. Félögin tvö
hafa staðið að þessari sýningu í sameiningu undanfarin ár
en Raftar héldu sína fyrstu sýningu 2001. Gríðarlegur fjöldi
fólk á öllum aldri lagði leið sína í eyjuna og fjölmargir sem
komu akandi á eðaltækjum, mótorhjólum eða eldri bílum.
Komu gestir m.a. af höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi og
norðan úr landi. Sýningin hefur þá sérstöðu að frítt er á
hana og af þeim sökum er algengt að heilu fjölskyldurn-
ar komi þarna saman. Í gömlu fjárréttinni voru fjölmargir
aðilar með kynningu á ýmsum tækjum og búnaði, til sölu
eða sýnis. Í sól og góðu veðri nutu sín gljáfægðir vélfákar af
ýmsu tagi. Að sögn Gunnars Gauta Gunnarssonar sem sæti
á í stjórn Fornbílafjelagsins voru á fjórða hundrað mótor-
hjól í eyjunni þegar mest var, en mun fleiri komu yfir dag-
inn, því þegar einhverjir óku burt bættust aðrir við. Stöð-
ugur straumur mótorhjóla var þannig á Vesturlandsvegi um
tíma. Ef marka má þétt setin bílastæði í eyjunni sem og í
landi má áætla að þessi árlega sýning hafi verið betur sótt
en oft áður.
mm
Fjölmenni mætti í Brákarey á árlega stórsýningu
Horft yfir portið um miðjan daginn. Glæsibílar; Willysar, Rússar og Land Roverar. Hver öðrum fallegri.
Hér er einn nýjasti uppgerði bíllinn á landinu. Land Rover Gísla Einarssonar frétta-
manns. Við hlið hans er Willys Andrésar Kjerúlf sem Pétur Jónsson á Hvanneyri
gerði sem nýjan.
Það var létt yfir mannskapnum í vöfflukaffinu í sal Fornbílafjelagsins.
Þrír eiturhressir Snæfellingar. Jón Þór Lúðvíksson, Kristberg
Jónsson og Ólafur Rögnvaldsson.
Þessi amerísku eðalvagnar eru í eigu Snorra Jóhannessonar
og Sæmundar Sigmundssonar.
Röð Chevrolet Camaro bíla og undir húddhlífinni má sjá
hvar öll þessi hestöfl verða til.
Bílar og önnur tæki sem ekki er búið að gera upp sem ný
vekja jafnan mikla athygli. Meðal annars þessi.
Rússneska deildin.
Svíar áttu sína glæsilegu fulltrúa á
svæðinu.
Þessi glæsilegi Morris árgerð 1964 er
boðinn til sölu og lýst eftir tilboðum.
Þetta gerðarlega fjórhjól var til sýnis.
Þegar mest var í eyjunni um klukkan tvö voru talin 309 hjól,
en samanlagt yfir daginn var komið á mun fleiri hjólum.
Bedford og Dodge á útisvæðinu næst Grímshúsinu.
Í húsnæði Raftanna var Vintage Enduro. Þar gaf að líta
endurohjól eða torfæruhjól að megninu til frá því upp úr
1970 og eitthvað fram á níunda áratuginn. Svo sem gamlar
Montesur, Maico, Honda XL og fleiri gerðir.