Skessuhorn


Skessuhorn - 15.05.2019, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 15.05.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 201910 Síðastliðinn laugardag notaði Slysa- varnafélagið Landsbjörg góða veðr- ið til að halda æfingu í fjallabjörg- un við krefjandi aðstæður. Ákveðið var að halda æfinguna í Kirkjufelli við Grundarfjörð. Ástæða staðar- vals er einkum sú að fjallið er með þeim erfiðari að klífa en einnig í ljósi tíðra og alvarlegra slysa sem þar hafa orðið á nýliðnum árum. Það voru björgunarsveitir af Snæ- fellsnesi, Akranesi og undanfarar af höfuðborgarsvæðinu sem tóku þátt í æfingunni, alls um fimmtíu manns. Aðgerðum var síðan stýrt frá fjallsrótum úr aðgerðastjórnun- arbíl frá Landsbjörgu. Æfingin var framkvæmd þannig að slasaðir, þar af tveir alvarlega, voru fluttir nið- ur í börum og með línukerfi. Um krefjandi og erfiða æfingu var að ræða og reynt að líkja sem mest eft- ir raunverulegu slysi. Heimamenn sinntu fyrsta viðbragði eftir að út- kall barst meðan aðrar bjargir bár- ust frá Akranesi og höfuðborgar- svæðinu um klukkustund síðar. Sáu heimamenn um að tryggja leiðir á slysstað í hlíðum fjallsins, kom- ast að sjúklingum með því að síga til þeirra og tryggja öryggi þeirra þar til stærri hópur björgunarfólks var mættur á staðinn. Meðfylgj- andi myndir tók Sumarliði Ásgeirs- son ljósmyndari á vettvangi fyrir Skessuhorn. mm/ Ljósm. sá. Sunnudaginn 12. maí var formleg afhjúpun söguskiltis við Hjarðar- holtsafleggjara, vestan Búðardals, en það er fyrsta skiltið af fjórum sem reist verða í Dölum í tengslum við hinn Gullna söguhring Dal- anna. Verkefnið er unnið að frum- kvæði Sturlunefndar og nær Gullni söguhringurinn frá Búðardal, út fyrir Klofning og að Saurbæ. Skilt- in segja frá mikilsverðu fólki og tíð- indum í héraðinu, allt frá landnámi til Sturlungaldar með tengingu í nútímann. Mjólkursamsalan kostar gerð skiltanna en þau voru unnin í samvinnu við Sturlunefnd og aug- lýsingstofuna Hvíta húsið. Mynd- irnar teiknaði Ingólfur Örn Björg- vinsson myndskreytir og Vegagerð- in sér um uppsetningu skiltanna. Margt var um manninn þeg- ar athöfnin fór fram en Guðrúnar Nordal, formaður Stofnunar Árna Magnússunar, afhjúpaði fyrsta skiltið og henni til aðstoðar voru fjórir fulltrúar ungu kynslóðar- innar í Dölum, þær Birna Ingvars- dóttir, Dagný Sara Viðarsdóttir, Jó- hanna Vigdís Pálmadóttir og Katr- ín Einarsdóttir. Eftir viðburðinn var haldið í félagsheimilið Dalabúð í móttöku á vegum Dalabyggðar og Mjólkursamsölunnar þar sem boð- ið var upp á veglegar veitingar, m.a. osta úr framleiðslu Mjólkursamsöl- unnar í Búðardal. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Kristján Sturlu- son sveitarstjóri Dalabyggðar, Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsöl- unnar og Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra og sendiherra en hann er einnig ritari Sturlunefndar. Sturlufélag stofnað Að móttöku lokinni var stofnað Sturlufélag til að heiðra og halda á lofti minningunni um Sturlu Þórð- arson sagnaritara og afrek hans. Stjórn Sturlufélags skipa: Berg- ur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu, Bjarnheiður Jóhanns- dóttir fráfarandi ferðamálafulltrúi Dalabyggðar og rekstraraðili Ei- ríksstaða, Einar Kárason rithöf- undur, Einar K. Guðfinnsson fyrr- um ráðherra og forseti Alþingis, Guðrún Nordal formaður Stofn- unar Árna Magnússonar, Kristján Sturluson sveitarstjóri Dalabyggð- ar og Svavar Gestsson fyrrum ráð- herra og sendiherra. sm Fjölmenn fjallabjörgunaræfing í hlíðum Kirkjufells Aðgerðum var stýrt frá fjallsrótum úr sérhæfðum viðbragðs- og aðgerðarstjórnar- bíl Landsbjargar. Reynt var að líkja sem mest eftir krefjandi aðstæðum. Úr þessari drónamynd má sjá hvernig aðstæður voru í snarbröttu fjallinu. Félagsmenn Sturlufélags niðursokknir í pappíra á stofnfundi félagsins. Gullni söguhringurinn í Dölum og Sturlufélag stofnað Afhjúpun söguskiltis, Guðrún Nordal, Jóhanna Vigdís, Katrín, Birna og Dagný Sara. Bergur Þorgeirsson, Einar K. Guðfinnsson, Kristján Sturluson, Ari Edwald, Svavar Gestsson og Guðrún Nordal. Nemendur úr Auðarskóla sungu fyrir gesti við undirleik Þorkels Cýrussonar aðstoðarskjólastjóra. Frá vintri: Jóhanna Vigdís Pálmadóttir, Birna Ingvarsdóttir, Katrín Einarsdóttir og Dagný Sara Viðarsdóttir. Stjórn Sturlufélags f.v: Svavar Gestsson, Guðrún Nordal, Einar K. Guðfinnsson, Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Bergur Þorgeirs- son og Kristján Sturluson (á myndina vantar Einar Kárason).

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.