Skessuhorn


Skessuhorn - 15.05.2019, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 15.05.2019, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 201920 Anna Þórhildur Gunnarsdóttir er upprennandi píanisti frá Brekku í Norðurárdal. Hún hélt fyrir skömmu útskriftartónleika og jafn- framt sína fyrstu einleikstónleika fyrir gesti sem er liður í aðdraganda útskriftar frá Listaháskóla Íslands þar sem hún hefur stundað nám síðustu þrjú ár. Tónleikarnir voru þýðingamiklir fyrir Önnu Þórhildi. „Þetta eru fyrstu einleikstónleikar mínir og undirbúningurinn fyr- ir þá var ómetanlegur lærdómur. Efnisskráin fyrir þá krafðist mik- illar undirbúningsvinnu en þetta voru meðal stærstu tónverka sem ég hef tekið fyrir. Þó svo að þetta sé stórt og mikilvægt verkefni þá er mikilvægt að muna að þetta er ekki „duga eða drepast“ augnablik,“ seg- ir Anna um undirbúninginn. Margt gekk vel í aðdraganda tónleikanna en Anna segir að sumt hafi geng- ið betur á æfingum, og að svoleið- is væri það bara. „Maður lærir svo mikið af þessum fyrstu tónleikum. Þetta er ótrúlegur spenningur. Svo hlakkar manni alltaf til framhalds- ins til að gera enn betur og læra af því sem betur hefði mátt fara.“ Lærði fyrst Óðinn til gleðinnar Anna byrjaði sjö ára gömul að læra á píanó hjá Dóru Ernu Ásbjörns- dóttur við Tónlistarskóla Borgar- fjarðar. „Bróðir minn lærði á píanó þegar ég var yngri og ég vildi allt- af æfa mig með honum. Hann kenndi mér fyrst Óðinn til gleðinn- ar og mér fannst það svo ótrúlega skemmtilegt að ég þurfti að halda áfram,“ útskýrir hún og hlær. Að spila á hljóðfæri hefur kennt Önnu meira en henni hefði nokkurn tím- ann grunað, bæði sem tónlistar- konu og manneskju ásamt því að tónlistin hefur fært henni allskyns tækifæri. „Ég hef dregið ótrúlegan lærdóm af fólkinu í kringum mig, ég hef kynnst kraftmiklu tónlistar- fólki og þau eiga það öll sameigin- legt að vera yndislegar manneskjur, Lærir margt í gegnum tónlistina Anna Þórhildur Gunnarsdóttir. Skagamærin Lára Magnúsdótt- ir, eða Lolly Magg eins og hún er stundum kölluð, fer ótroðnar slóðir og reynir fyrir sér sem uppistand- ari. Lolly fer einu sinni til tvisv- ar í viku til Reykjavíkur og er með uppistand á ensku fyrir ferðamenn og Íslendinga. „Ég skráði mig í uppistand fyrir algjöra slysni. Vinur minn sem var með mér í leiklistinni var búinn að skrá sig í uppistand og spurði hvort ég vildi ekki skrá mig líka. Við áttum þetta samtal á einu bjórkvöldinu í Kvikmyndaskólan- um þar sem við stunduðum nám við leiklist. Ég var þá búin með nokkra bjóra og svaraði auðvitað játandi eins og maður gerir stund- um við slíkar aðstæður og skráði mig,“ segir Lolly og hlær. „Dag- inn eftir áttaði ég mig svo betur á í hvað ég hefði komið mér og fór um leið að skrifa niður efni til að grín- ast með. Ég nýtti mér skrítna og skemmtilega karaktera úr fjölskyld- unni minni ásamt góðum sögum til að nota í uppistandinu, æfði þetta sjúklega vel, lagði allt á minnið og stillti öllu saman upp eins og um einræðu í leikriti væri að ræða. Ég fór því vel undirbúin á mitt fyrsta uppistand, fékk meira að segja hlát- ur! Það gekk rosalega vel. Það var þá sem ég uppgötvaði að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert, en það hafði aldrei hvarflað að mér fyrr en þarna.“ Bakgrunnur í leiklist Lolly býr á Skaganum ásamt kær- asta sínum og eins og hálfs árs syni þeirra. Hún ólst upp í Bolungarvík en flutti þaðan á Akranes um 12 ára aldurinn. Þar kláraði hún grunn- skólann ásamt einu ári við Fjöl- brautaskóla Vesturlands en flutti þvínæst til Reykjavíkur þar sem hún kláraði stúdentinn af leikara- braut Fjölbrautaskólans í Garða- bæ. Því næst flutti Lolly til Dan- merkur þar sem hún nam leiklist í eitt ár í Kaupmannahöfn. Eftir árið þar kom Lolly aftur heim til Ís- lands og kláraði leiklistarnámið við Kvikmyndaskólann í Reykjavík og flutti svo aftur á Akranes í kjölfar- ið. „Leiklistin er góður bakgrunnur fyrir uppistandara. Það hefur reynst mér vel þegar ég stend fyrir framan fullan sal af fólki og fer með grín í aðstæðum sem vilja oft vera stress- andi. Ég hugsa samt sem áður að ég myndi verða ansi stressuð ef ég væri að fara með fyrirlestur um alvarleg málefni. Mér líður mun betur að grínast,“ segir Lolly brosandi. Lét vaða „Markmiðið hverju sinni sem uppi- standari er að fá hlátur úr salnum og þegar maður fær hláturinn þá langar manni að halda áfram.“ Eftir fyrsta giggið sitt dýfði Lolly rétt svo tánum í þennan heim en tók aldrei stökkið út í djúpu laugina. Á þess- um tíma voru önnur verkefni fyrir- ferðarmeiri og sat því uppistandið á hakanum í einhvern tíma. Það var ekki fyrr en snemma á þessu ári að Lolly ákvað að prófa þetta af meiri alvöru. „Ég setti mér markmið að láta vaða. Ég færði allt efnið mitt yfir á ensku, kem fram á ensku og hef verið að þróa efnið mitt áfram svoleiðis.“ Eins og fyrr kom fram þá gríp- ur Lolly hvert tækifæri sem býðst til að vera með uppistand og reynir að fara tvisvar í viku til Reykjavík- ur, annars vegar á Gaukinn á mánu- dagskvöldum og Secret Cellar við Lækjargötu á miðvikudagskvöld- um. Lolly heldur einnig reglulega uppistand á Skaganum fyrir heima- menn. Hún, ásamt Ársæli Rafni Er- lingssyni og Lovísu Láru Halldórs- dóttur, sameinuðu krafta sínu og stofnuðu fjöllistahóp undir nafninu Pöbba-Rödd til að búa til vettvang fyrir grínista og listafólk að koma fram fyrir framan áhorfendur. „Ég var pínu smeyk við Akranes í fyrstu. Þetta er lítið samfélag og maður er alltaf pínu hræddur um að fólk dæmi mann. Hingað til hef- ur gengið virkilega vel að skemmta Skagamönnum,“ segir Lolly sem að hélt uppistand hjá Skagaleikflokkn- um fyrir ekki svo löngu þar sem fullt var út úr dyrum. Mikilvægt að æfa sig Allt efni sem Lolly hefur tekið sam- an fyrir uppistandið sitt æfir hún vel. „Það er gott að æfa sig aftur og aftur, þannig verður maður örugg- ari og öruggari með allt og betur í stakk búinn þegar eitthvað kemur uppá í uppistandinu sjálfu. Það geta verið einhver læti í salnum, ein- hverjir að koma eða fara. Það getur jafnvel einhver dottið, þá verð ég að geta sýnt viðbrögð og farið örstutt frá efninu, gert athugasemd við það sem gerðist ef það á við, og kom- ið svo til baka þar sem frá var horf- ið. Þetta get ég bara gert því ég hef þaulæft efnið mitt og þarf síður að ríghalda í það og get komið fram mun afslappaðri þannig að mér og áhorfendum líði vel.“ Lolly nýtir að auki hvert tækifæri til æfinga. Hún starfaði til að mynda sem leiðsögumaður í norðurljósa- ferðum í vetur og þurfti oft að hafa „Uppgötvaði að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert.“ Lára Magnúsdóttir er upprennandi uppistandari og gerir grín af því hvernig er að vera sexý Lára Magnúsdóttir uppistandari, er betur þekkt sem Lolly Magg.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.