Skessuhorn - 15.05.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 20194
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Gjörningur ársins
Jæja, þá er komið að því, stundinni sem margir hafa beðið eftir. Næstkom-
andi laugardag stígur hið geðþekka framlag Íslands á svið í tónlistarhöll-
inni í Tel Aviv og keppir til úrslita í hinni áragömlu og rótgrónu Eurovision
keppni. Þetta er reyndar háð pínulitlum fyrirvara sem ekki fékkst úr skor-
ið í gærkveldi áður en Skessuhorn var sent í prentun. Hatari átti nefnilega
eftir að komast upp úr undanriðlinum. Spá tölfræðinga og helstu sérfræð-
inga á sviði keppninnar var hins vegar á eina lund; leiðin yrði greið alla leið
til úrslita.
Ég er í hópi þess hluta þjóðarinnar sem hef lúmskt gaman af þessari
keppni. Er þó engan veginn að missa mig úr spenningi. Nógu spenntur
þó til að leggja mitt af mörkum í rauðvínspott á mínum vinnustað þar sem
veðmál er í gangi um afkomu íslenska framlagsins að þessu sinni.
Keppni eins og Eurovision er náttúrlega orðin svo rótgróin í huga
margra að allt umstang í kringum hana er hátíð hjá þeim alhörðustu. Fólk
jafnvel verður svefns vant af spenningi og verður eirðarlaust líkt og fíkill í
fráhvörfum og þar á meðal ég sjálfur fyrsta árið eftir að ég hætti að reykja.
Það spáir og spekúlerar í öllu sem viðkemur lögunum og kannski ekki síð-
ur flytjendunum, hvernig þeir eru klæddir og hver bakgrunnur þeirra er.
Sumir eru bókstaflega alveg helteknir af spenningi. Það finnst mér bara
fínt. Þetta fólk hefur fullan rétt á að njóta augnabliksins. Rétt eins og al-
hörðustu fótbolta áhugamennirnir. Munurinn á þeim og Eurovisjon-fan
hópnum er aðallega sá að knattspyrnutímabilið er heilt ár, en Eurotímabil-
ið er þetta góðir tveir mánuðir. Þess vegna gef ég lítið fyrir hneikslan þeirra
sem geta ekki unað söngelskum Evrópubúum að gleðjast með í keppninni,
fylgjast með öllum þáttunum hans Felix Bergssonar þegar hann fer með
öðrum áhugamönnum Alla leið - og jafnvel sætta sig við að Gísli Marteinn
er enn eitt árið kynnir fyrir Ríkissjónvarpið þegar kemur að sjálfri keppn-
inni.
Það góða við Eurovision er að mínu mati það að í gegnum kynningu
á þátttökulöndunum fræðumst við lítillega um menningu þeirra; land og
þjóð. Við höfum bara býsna gott af því. Við þurfum kannski mörg að koma
okkur út úr ákveðnum heimóttarhætti, auka víðsýnina og þá er þessi keppni
síst verri leið en hver önnur.
Um framlag Íslands að þessu sinni hef ég öndvert við marga jafnaldra
mína og þá eldri, allt gott að segja. Þarna er frambærilegast fólk undir þrí-
tugu að fremja einn risastóran og djúpan gjörning. Ég hef bókstaflega ekk-
ert skilið í þeim gjörningi til dagsins í dag, en það er líka allt í lagi. Mér er
tjáð af mér fróðari mönnum að þarna fari vel stæðir silfurskeiðungar sem
engu að síður eru að deila á allt það ljóta við frjálshyggju og kapítalisma.
Þeir eru í raun að deila á eigin kjör, gera grín að sjálfum sér og þeirri kyn-
slóð sem fengið hefur margt upp í hendurnar. Það er bara fínt. Það skaðar
engan, allavega ekki mig. En framganga þeirra vekur vissulega athygli víða
um Evrópu og allt til Eyjaálfu. Flest undanfarin ár eru sigurlög í Eurovisi-
on sjaldan spiluð. Þau hafa verið auðgleymanleg. Allt sem á sér stað áður
en einhver þjóðin stendur uppi með sigurlag, er það sem keppnin snýst
um. Þetta er allt risastór markaðssetning og allir keppast við að fá sneið af
þeirri köku. Hvort Hatrið mun sigra, muni sigra, er þannig út af fyrir sig
aukaatriði, heldur miklu fremur það sem gengið hefur á þangað til úrslit
liggja fyrir. Góða skemmtun!
Magnús Magnússon
Breiðavík ehf., Bjartsýnn ehf. og
Nesver ehf. festu kaup á húsnæð-
inu við Bankastræti 1 í Ólafsvík þar
sem Fiskiðjan Bylgja var áður til
húsa. Festu fyrirtækin kaup á hús-
næðinu til þess að tryggja sér að-
stöðu til frystingar á makríl. Hafði
Fiskiðjan Bylgja séð um frystingu á
makríl fyrir þessi fyrirtæki í nokk-
ur ár áður en hún hætti starfsemi
og leigðu fyrirtækin þetta sama
húsnæði undir frystinguna síðasta
sumar.
Síðastliðin tvö ár hafa fyrrgreind
fyrirtæki veitt um 1100 tonn sem
skiptast þannig niður á báta sem
þau gera út. Árið 2017 veiddi
Brynja SH 274 tonn, Tryggvi Eð-
varðs SH 183 tonn og Júlli Páls
SH 110 tonn. Árið 2018 veiddi
Júlli Páls SH 197 tonn, Brynja
SH 170 tonn og Tryggvi Eðvarðs
SH 159 tonn. Það er þó líklegt að
ef frumvarp sjávarútvegsráðherra
um kvótasetningu makríls verður
að veruleika muni smábátum sem
möguleika hafa á að stunda mak-
rílveiðar fækka enn frekar, að mati
smábátaeigenda. En miðað er við
tíu ára veiðireynslu í frumvarpinu
og er talið að það henti helst stærri
útgerðum sem mokveiddu makríl
fyrstu árin eftir hrun. Fari frum-
varp þetta óbreytt í gegnum þing-
ið eru þessir bátar fyrirtækjanna að
missa helming af aflareynslu sinni
í ljósi þess að smábátar eru aðeins
með veiðireynslu um helming af
umræddu tímabili.
þa/ Ljósm. úr safni
Sveitarstjórn Borgarbyggðar sam-
þykkti á fundi sínum í liðinni viku
lýsingu á breytingu á aðalskipulagi
Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir
Kárastaði við Borgarnes. Fyrirhug-
að er að breyta landnotkun hluta
úr lands Kárastaða úr landbúnað-
arlandi í athafnasvæði. „Breytingin
mun taka til 2,4 ha svæðis, þannig
að athafnasvæði (A2) stækkar sem
því nemur. Ástæða breytingar er að
fyrirhugað er að stækka lóð fyrir-
tækjanna Loftorku og Borgarverks.
Svæðið er norðan við Loftorku og
norðvestan við Borgarverk. Með
fyrirhugaðri breytingu munu þétt-
býlismörk Borgarness stækka, sem
nemur umræddu svæði. Svæðið af-
markast af athafnsvæði (A2) (Sól-
bakki) að austanverðu, iðnaðar-
svæði (I1) að sunnanverðu og land-
búnaðarlandi að norðan- og vest-
anverðu. Aðkoma að svæðinu er frá
Vesturlandsvegi og um heimreið að
gamla bænum á Kárastöðum sem
nefnist nú Kárastaðaland,“ segir í
afgreiðslu af fundi sveitarstjórnar.
mm
Í síðustu viku var skrifað und-
ir leigusamning þar sem Áfengis-
og tóbaksverslun ríkisins tryggði
sér afnot af 440 fermetra verslun-
arrými að Kalmansvöllum 1 fyrir
Vínbúðina á Akranesi. Hús þetta
hefur á undanförnum árum rúm-
að húsgagnaverslun og þar áður
matvöruverslun, en meðal heima-
manna gengur það gjarnan undir
nafninu Hensonhúsið með tilvísun
í fyrstu starfsemina þar.
Fyrir liggur að núverandi hús-
næði Vínbúðarinnar við Þjóðbraut
13 er orðið alltof lítið miðað við
söluaukningu og auglýsti því ÁTVR
eftir húsnæði til leigu. Sveinn Vík-
ingur Árnason, framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs ÁTVR, segir í sam-
tali við Skessuhorn að undanfarin
ár hafi skilvirkni þess pláss sem er
í Vínbúðinni á Akranesi verið auk-
ið eins mikið og mögulegt var, bæði
með breytingum inni í versluninni
og á lagernum. Aukningin í sölu
hafi hins vegar verið það mikil að
húsnæðið er orðið hamlandi fyrir
reksturinn og vinnuaðstaða starfs-
fólks erfið. Húsið við Kalmansvelli
fæst afhent í ágúst og þá fara í hönd
breytingar og endurbætur á því.
Gerir Sveinn ráð fyrir að ný versl-
un verði opnuð í húsinu í nóvem-
ber, tímanlega áður en mesta jóla-
salan hefst. Tímaramminn ráðist
þó af verkefnastöðu ÁTVR á öðr-
um stöðum. mm
Kalmansvellir 1 þar sem ný vínbúð verður opnuð í nóvember. Ljósm. glh.
Vínbúðin á Akranesi verður
flutt að Kalmansvöllum
Linsunni beint til suðurs yfir umrætt land. Kárastaðahúsin í forgrunni. Ljósm. ós.
Skipulagi breytt til að auka
athafnasvæði tveggja fyrirtækja
Kaupa hús Bylgjunnar
undir makrílfrystingu