Skessuhorn


Skessuhorn - 15.05.2019, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 15.05.2019, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2019 19 Skrifað var undir nýjan rekstrarsamning Akraneskaupstaðar og Leynis. Olís er nú orðinn einn af aðalstyrktaraðilum Leynis. Skrifað undir endurnýjun stuðningssamnings Landsbankann við Leyni. Þórður Elíasson (t.h.) ræsti þessa þrjá fræknu golfspilara í keppni á styrktarmóti VLFA sem fram fór á laugardaginn. hvað aðstöðu snertir. Félagið gæti því tekið á móti öllum helstu mót- um á landsvísu og án vafa myndi aðstaðan, auk eins besta golfvallar á landinu, auka aðsókn. Þórður Emil þakkaði jafnframt félögum í Leyni fyrir ómælt sjálfboðaliðastarf við byggingu hússins. Sagði hann frá- bært að upplifa þann mikla og góða anda sem endurspeglaðist í fórnfýsi félagsmanna við byggingu húss- ins. Guðmundur Sigvaldason tók í sama streng og kvaðst hrærður og þakklátur yfir hversu vel hefði tek- ist til með byggingu hússins. Vissu- lega hefði verkefnið tekið á, en með samstilltu átaki hafi allt geng- ið upp. Þakkaði hann sérstaklega þeim Lárusi Ársælssyni og Alfreð Þór Alfreðssyni sem sátu með hon- um í framkvæmdastjórn við bygg- ingu húsisns. Auk þeirra steig Mar- ella Steinsdóttir, formaður stjórnar ÍA, í pontu og færði Leyni merki ÍA að gjöf til að hengja upp á vegg í húsinu. Fasteignafélag Akranes- kaupstaðar á húsið Í ávarpi Sævars Freys bæjarstjóra óskaði hann Skagamönnum til hamingju með daginn og þessa glæsilegu höll; frístundamiðstöð- ina að Garðavöllum. Fór hann yfir þann hóp byggingaaðila sem komu að verkinu, en einkum voru það níu verktakar á Akranesi sem tóku að sér aðskilin verk, auk fjölda undir- verktaka þeirra og efnissala. „Nú er komið í notkun glæsilegt félags- heimili sem hýst getur viðburði af ýmsu tagi. Nýtist húsið ekki ein- göngu golfspilurum heldur bæj- arbúum öllum,“ sagði Sævar Freyr. Fór hann yfir aðdraganda að bygg- ingu hússins en eins og ítarlega kom fram í Skessuhorni nýverið er það Fasteignafélag Akraneskaupstaðar sem á húsið en rekstur þess verður í höndum Leynismanna. Sambæri- legt rekstrarform verður til dæmis tekið upp við hestamenn í Dreyra þegar ný reiðhöll verður risin á Æðarodda. Kom Sævar Freyr inn á hversu farsælt samstarfið við Leyni hafi verið í þessu verkefni, allt frá undirbúningi, meðan á byggingar- tímanum stóð og til dagsins í dag, en klúbburinn tók að sér verkstýr- ingu með framkvæmdinni og bar í raun ábyrgð á að verkið yrði unn- ið innan ramma áætlunar. Kostnað- ur við bygginguna hafði verið áætl- aður 380 milljónir króna og hafi sú áætlun staðist undir styrkri stjórn Guðmundar Sigvaldasonar fram- kvæmdastjóra Leynis. „Hér er nú risin alhliða miðstöð fyrir frístundir ungs fólks, eldri borgara og í raun alla Skagamenn. Það verður spennandi að koma nýt- ingu í húsið allan ársins hring og er þetta verkefni í takti við þá stefnu að vera heilsueflandi samfélag hér á Akranesi,“ sagði Sævar Freyr Þrá- insson. mm Vaskir grillarar frá Galitó sáu um að gestir fengju pylsur með öllu. Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni stendur fyrir fjölbreyttu íþróttastarfi. Uppskeruhátíð og verðlaunaafhending fyrir keilu og boccia vetrarins fór fram í lið- inni viku. Að sögn Þorvaldar Val- garðssonar formanns íþróttanefnd- ar FEBAN breytast áherslur þegar vorar og fólk færir sig út á púttvell- ina en leggur boccia kúlunum og keilunum til haustsins. Innipútt- aðstaða hefur frá áramótum verið í kjallara nýju Frístundamiðstöðvar- innar við Garðavöll. Boccia hefur verið spilað í salnum á Kirkjubraut 40 en keilan er í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Útipútt hófst svo síð- astliðinn fimmtudag á Garðavelli og hvetur Þorvaldur alla sem áhuga hafa að mæta og taka þátt. Þorvald- ur segir að í boccia hafi að jafn- aði um fjörutíu þátttakendur ver- ið hverju sinni en 56 eldri borgarar hafa mætt í vetur, misoft. Helstu úrslit eru þessi: Boccia, einmenningur. 1. Gunnar Guðjónsson. 2. Baldur Magnússon. 3. Guðrún Sigurðardóttir. Boccia, tvímenningur: 1. Stefán Lárus og Þorvaldur Val- garðsson. 2. Brandur Fróði og Þórhallur Björnsson. 3. Ásgeir Samúelsson og Böðvar Jóhannesson. Boccia, sveitakeppni: 1. Eiríkur, Hilmar og Stefán Lárus. 2. Edda, Gunnar og Þórhallur. 3. Auður, Sigurlaug og Björg. Keilan í vetur: 1. Ásgeir Samúelsson. 2. Elí Halldórsson. 3. Gunnar Guðjónsson. mm/ Ljósm. Baldur Magnússon. Uppskeruhátíð íþróttastarfs eldri borgara á Akranesi Ásgeir og Gunnar urðu efstir í keilunni, á myndina vantar Elí. Verðlaun fyrir einmenningskeppni í boccia. Verðlaunaafhending fyrir tvímenningskeppni í boccia. Þrjár efstu sveitirnar í boccia.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.