Skessuhorn


Skessuhorn - 15.05.2019, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 15.05.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 201914 Mikill annatími er nú hjá sauð- fjárbændum landsins, enda sá tími sem sauðburður stendur sem hæst. Þrátt fyrir mikla vinnu, stöðuga vakt í fjárhúsunum í tæpan mánuð, er þessi tími einnig ánægjutími til sveita. Hvernig til tekst hefur mik- ið að segja um afkomu búsins þegar upp verður staðið. Svo spilar margt fleira inn í, að sjálfsögðu. Meðal annars veðráttan á sauðburðartíma og grassprettan þegar hleypa þarf fénu út. Að þessu sinni eru kjör- aðstæður hvað það snertir, fín beit komin á túnin enda vorið verið með mildara móti. Þá skiptir ekki síður máli að góð hey náist að sumri en þau hafa meðal annars sitt að segja um frjósemi fjárins. Hey frá síðasta sumri eru víða rýr að gæðum og segja bændur sem Skessuhorn hefur rætt við að sjá megi merki um það í fósturtalningum, en slíkar talningar eru gerðar til að létta störfin í sauð- burði. Loks eru ytri aðstæður eins og sölu- og verðlagsmál dilkakjöts sem ákvarða hver hin raunverulega afkoma sauðfjárbúsins verður. Til að gefa lesendum innsýn í störf bænda á þessum háannatíma fór blaðamaður Skessuhorns í síð- ustu viku í heimsókn í fjárhúsin hjá bændum að Skorholti í Hvalfjarð- arsveit, þeirra Baldvins Björnsson- ar og Helgu Rúnu Þorleifsdóttur. Þeim til aðstoðar þennan dag í hús- unum var Þorleifur sonur þeirra sem er búfræðingur að mennt en stundar nám í sálfræði. Hann var kominn í sveitina sama dag og síð- asta prófi var lokið í HÍ. Fyrirmyndarbú Sauðfjárbúið í Skorholti hlaut fyr- ir nokkrum árum verðlaun Félags sauðfjárbænda í Borgarfirði. Þau verðlaun voru verðskulduð enda eru bændur þar í búskapnum af lífi og sál. Byggingar eru góðar, sem og ræktun bæði lands og fjár. Í umsögn FS sagði meðal annars um búið í Skorholti: „Alhliða góðar fram- farir í fjárræktinni í Skorholti þar sem saman fer afurðasemi fjárins og bætt vaxtarlag. Ekki má gleyma þeirri alúð sem þau hjón hafa einn- ig lagt við ræktun mislita fjárins fyrir sömu eiginleika og með góð- um árangri. Þessum góðu framför- um hafa þau meðal annars náð með miklum og markvissum sæðingum, lambamælingum og skipulögðum afkvæmarannsóknum á hverju ári.“ Stöðug vakt í mánuð Í Skorholti eru ríflega 800 fjár á fóðrum og segist Baldvin bóndi eiga von á að um 750 kindur beri í vor og 1350 lömb séu væntan- leg. Geldfé hafði í síðustu viku ver- ið komið fyrir í gömlu húsunum á Fiskilæk og sömuleiðis þeim ám sem fyrstar báru í vor. Þannig er reynt að létta sem mest á aðstöðunni heima fyrir til að geta hýst hverja lambá í fimm daga eftir burð. Um hundrað kindur voru bornar þeg- ar blaðamaður var á ferðinni síðast- liðinn fimmtudag og vafalaust hafa nokkur hundruð bæst í hópinn þeg- ar blaðið kemur úr prentun. Hjón- in segjast skipta vöktum á milli sín en stöðugt vakt er í fjárhúsunum allt þar til síðustu þrjátíu kindurn- ar verða óbornar. Þá er þeim komið fyrir í stórri kró þar sem hægt er að fylgjast með framvindunni heiman úr íbúðarhúsinu í gegnum mynda- vél. „Hvert gangmál nær þetta upp í tuttugu daga, því einlembur ganga iðulega lengur með,“ segir Baldvin. Þau rifja það upp að fyrir nokkr- um árum hafi þau fengið sauðburð- artörn þar sem 320 kindur báru á fjórum sólarhringum og þá hafi verið í mörg horn að líta. Ærnar fá sem mestan frið þegar þær bera og ekki er gripið inn í nema nauðsyn krefji, til dæmis ef hausinn kemur á undan framlöppunum. Nýfædd- um lömbunum er síðan gefin AB mjólk fljótlega eftir að mæður eru búnar að kara þær og í framhald- inu er hvert lamb markað og í það sett eyrnamerki. En þrátt fyrir að nokkrar kindur væru að bera í hús- unum hjá þeim bændum var ró og friður sem einkenndi fólk og fénað. Kindunum í Skorholti þykir greini- lega vænt um eigendur sína og sú væntumþykja er gagnkvæm. mm Á kaffistofunni í fjárhúsunum var þetta nýja líf að kvikna í hitakassa. Háannatími er nú í fjárhúsum landsins Kíkt í heimsókn í Skorholt í Hvalfjarðarsveit Reisulegar byggingar í Skorholti. Helgu Rún og Baldvin í Skorholti. Þessi kolla var nýlega búin að koma frá sér svörtu og hvítu. Þessi mókolla kallaði eftir athygli og fékk klapp. Þessi ær bar þremur fallegum flekkóttum lömbum. Þorleifur Baldvinsson fór á milli nýbæranna gaf lömbunum AB mjólk, markaði og merkti. Þessi þrílemba var í þann mund að verða tilbúin til að láta hleypa sér út. Lítil mórauð í garðanum. Þessi litli kútur fæddist veikburða þrílembingur og var tekinn í aðhlynningu. Var að braggast og þess freistað að venja undir aðra á.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.