Skessuhorn - 15.05.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 201912
Ölvaður angraði
börn
AKRANES: Lögreglu var til-
kynnt um ölvaðan mann við
einn af leikskólum Akranes-
kaupstaðar í vikunni sem leið.
Að sögn lögreglu kom maður-
inn ölvaður að skólanum þar
sem hann angraði börnin, var
með einhver læti og ónáðaði
þau. Ekki er vitað hver maður-
inn er en til er lýsing á honum.
Málið er til rannsóknar. -kgk
Stytta skemmd
GRUNDARFJ: Lögreglan á
Vesturlandi hefur til rannsókn-
ar eignaspjöll sem unnin voru á
listaverki í Grundarfirði í vik-
unni sem leið. Styttan Sýn eftir
Steinunni Þórarinsdóttur, sem
stendur rétt sunnan Grund-
arfjarðarkirkju, var skemmd.
Mynda átti styttuna síðasta
dag aprílmánaðar og þá blöstu
skemmdirnar við. Búið var að
brjóta granítplötu af stöpli og
þá var eins og þungum hlut
hefði verið kasta í þann hluta
styttunnar sem gerður er úr
stáli. Enginn er grunaður eins
og er. Ekki er talið að þeir sömu
hafi verið að verki og skemmdu
Hnausavita eins og sagt er frá í
annarri frétt hér í blaðinu. Mál-
ið er til rannsóknar. -kgk
Skólaeftirlit á
Nesinu
SNÆFELLSNES: Lögreglan
á Vesturlandi hafði uppi skóla-
eftirlit við grunnskóla í Stykk-
ishólmi, Grundarfirði og Ólafs-
vík síðastliðinn föstudag. Ekk-
ert var bókað vegna þessa og
lögregla er að vonum ánægð
með það. -kgk
Aflatölur fyrir
Vesturland
4.-10. maí
Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu:
Akranes: 23 bátar.
Heildarlöndun: 229.075 kg.
Mestur afli: Jónína Brynja ÍS:
73.325 kg í sjö róðrum.
Arnarstapi: 25 bátar.
Heildarlöndun: 191.381 kg.
Mestur afli: Bárður SH: 97.638
kg í níu löndunum.
Grundarfjörður: 23 bátar.
Heildarlöndun: 276.508 kg.
Mestur afli: Hringur SH:
67.817 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 41 bátur.
Heildarlöndun: 675.805 kg.
Mestur afli: Steinunn SH:
182.228 kg í fimm róðrum.
Rif: 35 bátar.
Heildarlöndun: 785.699 kg.
Mestur afli: Magnús SH:
121.750 kg í fjórum löndunum.
Stykkishólmur: 8 bátar.
Heildarlöndun: 24.664 kg.
Mestur afli: Rán SH: 7.669 kg
í sex róðrum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Tjaldur SH - RIF: 84.895
kg. 7. maí.
2. Hringur SH - GRU: 67.817
kg. 8. maí.
3. Örvar SH - RIF: 61.648 kg.
8. maí.
4. Rifsnes SH - RIF: 59.662
kg. 6. maí.
5. Sigurborg SH - GRU:
53.011 kg. 8. maí. -kgk
Knattspyrnudeild Skallagríms og
B59 Hótel í Borgarnesi undirrit-
uðu á dögunum samstarfssamning.
Í honum felst að B59 verður einn
af stærstu styrktaraðilum knatt-
spyrnudeildarinnar. „Með samn-
ingnum er ekki síst verið að horfa
til yngri flokka starfs Skallagríms.
Merki B59 verður á keppnistreyj-
um meistaraflokks Skallagríms og í
samningnum er einnig kveðið á um
að ýmsir viðburðir á vegum knatt-
spynudeildarinnar verða haldnir
á B59. Fyrsti viðburðurinn, sam-
kvæmt þessum samaningi, var 30.
apríl þegar Skallagrímur stóð fyrir
barsvari með knattspyrnutengdum
spurningum á barnum á B59. Einn-
ig verður árlegt áramótaball hald-
ið á B59 ásamt fleiri uppákomum,“
segir í tilkynningu frá félaginu.
Samningurinn er því mikilvægur
fyrir Knattspyrnudeild Skallagríms
sem heldur úti öflugu yngri flokka
starfi auk þess að tefla fram meist-
araflokksliði í afar sterkri þriðju
deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.
mm
Frumvarp heilbrigðisráðherra til
laga um ófrjósemisaðgerðir hef-
ur verið samþykkt á Alþingi. Með
lögunum er skýrt kveðið á um rétt
fólks til ófrjósemisaðgerða, að þær
skuli vera gjaldfrjálsar og fram-
kvæmdar af þeim sem hafa tilskilda
menntun og reynslu.
Frumvarpið var lagt fram sem
hluti af heildarendurskoðun laga
um ráðgjöf og fræðslu varðandi
kynlíf og barneignir og um fóstur-
eyðingar og ófrjósemisaðgerðir nr.
25/1975. Nefnd um heildarendur-
skoðun þeirrar löggjafar lagði til að
fjallað yrði um ófrjósemisaðgerðir í
sérlögum, enda væru þungunarrof
og ófrjósemisaðgerðir væru mjög
óskyldar aðgerðir sem ekki stæðu
rök til að fjallað væri um í sömu
lögum.
Með nýju lögunum eru aldursmörk
umsækjanda um ófrjósemisaðgerð
færð úr 25 árum í 18 ár í samræmi við
ákvæði lögræðislaga. Einungis verð-
ur heimilt að framkvæma ófrjósem-
isaðgerðir á einstaklingum sem ekki
hafa náð 18 ára aldri að uppfylltum
ströngum skilyrðum um að frjósemi
hafi alvarleg áhrif á líf eða heilsu ein-
staklingsins. Fyrir því er jafnframt
sett skilyrði um að fyrir liggi staðfest-
ing tveggja lækna og samþykki sér-
staklega skipaðs lögráðamanns. Áður
en ófrjósemisaðgerð er framkvæmd
skal fræða einstakling um í hverju
aðgerðin er fólgin, áhættu samfara
henni og afleiðingar. mm
Sveitarstjórn Borgarbyggðar stað-
festi á fundi sínum í liðinni viku
bókun umhverfis-, skipulags- og
landbúnaðarnefndar og samþykkti
að byggingarfulltrúa verði falið að
afgreiða byggingarleyfisumsókn
um legsteinaskála í Húsafelli í sam-
ræmi við fyrirliggjandi gögn. Í byrj-
un desember á síðasta ári kvað úr-
skurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála upp úrskurð í kærumál-
um sem snertu deiliskipulag fyrir
Húsafell II og veitingu byggingar-
leyfis fyrir listaverkahús og pakkhús
á deiliskipulögðu svæði. Málið var
því tekið upp að nýju á vettvangi
Borgarbyggðar. Fyrirhuguð fram-
kvæmd var í lok febrúar kynnt fyr-
ir nágrönnum sem hagsmuna eiga
að gæta. Í fundargerð nefndarinn-
ar kemur fram að af þeim fimmtán
aðilum sem nefndin mat sem svo
að ættu hagsmuni í málinu, og sem
fengu grenndarkynningu senda,
gerðu fjórtán ekki athugasemd við
að hið kynnta byggingarleyfi verði
veitt. Einn aðili gerði athugasemdir
við grenndarkynningu og var erindi
hans þar um lagt fram á fundinum
ásamt svarbréfi. Nefndin áréttar að
aðeins er verið að afgreiða umsókn
um byggingarleyfi fyrir umræddan
legsteinaskála en ekki önnur mann-
virki eða framkvæmdir á lóð um-
sækjanda.
mm
Slökkviliðið í Borgarbyggð hélt í
síðustu viku óvenjulega reykköf-
unaræfingu að því leyti að æfingin
fór fram úti og þátttakendur voru
látnir ganga um blindandi í fullum
skrúða með reykköfunarbúnað og
poka yfir höfði. „Við höfum yfir-
leitt gert þesskonar æfingar í að-
stöðu sem við höfum í gamla vatns-
tankinum úti í Brákarey sem er ein
besta æfingaaðstaða fyrir reykköf-
un á landinu. Þar höfum við yfir-
leitt fyllt æfingastöðina af reyk og
slökkviliðsmenn síðan sendir inn til
að leysa verkefni sem þeim er lagt
fyrir,“ segir Þórður Sigurðsson,
slökkviliðsmaður í Borgarbyggð, í
samtali við Skessuhorn. Að þessu
sinni færðu þeir æfinguna út til að
brjóta upp vanann og byrjuðu á
Vallarási, iðnaðarhverfinu skammt
ofan við Borgarnes.
Leystu þrautir blindandi
Reykkafarar settu upp viðeigandi
búnað, fóru í sinn slökkviliðsgalla,
settu upp reykköfunargrímur og
til að líkja eftir raunverulegum að-
stæður þá var plastpoki settur yfir
höfuðið svo að þátttakendur í æf-
ingunni voru algjörlega blindað-
ir. Þurftu þeir að treysta á önnur
skynfæri í staðinn. Því næst voru
þeir teypaðir saman við ökkla og
látnir ganga áleiðis á slökkvistöðina
á Sólbakka. Á leiðinni þurftu reyk-
kafararnir að leysa ýmsar þraut-
ir. Meðal þrauta var til dæmis að
finna vörubretti og henda því yfir
tveggja metra girðingu. „Reykkaf-
ararnir eru með talstöðvar og þurfa
að treysta á augu stjórnanda í gegn-
um þessar talstöðvar. Stjórnand-
inn mátti ekki koma nær en 100
metra, en hann vísaði þeim veginn
á meðan á æfingunni stóð,“ útskýr-
ir Þórður. „Þetta reynir á samstarf
og góð samskipti og traust sem er
gífurlega mikilvægt við hefðbund-
in slökkvistörf. Svona bætum við
okkur sem slökkviliðsmenn og auk-
um færni okkar til að bregðast við
þeim aðstæðum sem geta komið
þegar eldur kviknar,“ segir Þórður
og bætir við að æfingin hafi gengið
vonum framar.
glh/ Ljósm. Þórður Sigurðsson.
Framkvæmdir við legsteinaskálann í Húsafelli hafa legið niðri um hríð, meðan
ágreiningur var um byggingarleyfi fyrir húsið. Ljósm. úr safni.
Nýtt byggingarleyfi gefið út fyrir legsteinaskála
Fulltrúar úr stjórn Knattspyrnudeildar Skallagríms og B59 Hótels undirrita
samninginn.
B59 Hótel einn af aðal-
styrktaraðilum Skallagríms
Ný lög um ófrjósemisaðgerðir
Reykkafararnir í æfingunni voru
algjörlega upp á hvern annan kominn.
Reykköfunaræfing Slökkviliðs
Borgarbyggðar haldin á víðavangi
Hér má sjá múnderinguna á reykköfurunum. Eins og sjá má þá eru þeir a lgjörlega
blindaðir.