Skessuhorn


Skessuhorn - 15.05.2019, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 15.05.2019, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 2019 29 Grundarfjörður – miðvikudagur 15. maí Vortónleikar og skólaslit tónlistarskólans verða í Fjölbrautaskóla Snæfellinga kl. 17:00. Akranes – miðvikudagur 15. maí ÍA tekur á móti FH í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 19:15 á Akranesvelli. Stykkishólmur – föstudagur 17. maí Í tilefni þess að veðurathuganarstöðin í Stykkishólmi var ein af tveimur íslenskum stöðvum sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin WMO veitti nýlega viðurkenningu fyrir 100 ára samfellda mælisögu hefur Norska húsið efnt til stuttrar dagskrár. Dagskráin hefst kl. 11:30 með stuttum fróðleiksmolum frá Veðurstofu Íslands í Eldfjallasafninu. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, mun afhjúpa viðurkenningarskjöld Alþjóðaveðurfræðistofunnar í Norska húsinu kl. 12:00. Léttar veitingar og allir velkomnir. Grundarfjörður – föstudagur 17. maí Landsnet mun kynna drög að nýrri kerfisáætlun í Samkomuhúsinu frá kl. 12:30-14:30. Að kynningu lokinni gefst fundargestum tækifæri að setjast niður með kaffibolla og ræða við fólkið sem vinnur að gerð áætlunarinnar. Borgarnes- laugardagur 18. maí Opnun sýningar á verkum úr Listasafni Borgarness í Safnahúsinu frá kl. 13:00-16:00. Grundarfjörður – þriðjudagur 21. maí Heimilistónar verða með tónleika í Samkomuhúsi Grundarfjarðar kl. 20:00. Borgarnes – þriðjudagur 21. maí Til að hita upp fyrir sýningarnar Flamenco á Íslandi í Salnum í Kópavogi verða dúett tónleikar í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Þar koma fram söngvarinn Jacób de Carmen og gítarleikarinn Reynir Hauksson. Jacób de Carmen hefur unnið sem söngvari í Granada á Spán í 15 ár og hefur komið fram á helstu Flamenco hátíðum Andalúsíu og víðar í Evrópu. Reynir er íslenskur Flamenco gítarleikari búsettur á spáni. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is 1. 29. apríl. Drengur. Þyngd: 3.868 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Helga Björk Helgadóttir og Eyþór Loftsson, Kópavogi. Ljósmóðir: Elísabet Harles. Vorhátíð A l z h e i m e r k a f f i á A k r a n e s i M I Ð V I K U D A G I N N 2 2 . M A Í   H Á T Í Ð A R S A L H Ö F Ð A FRÆÐSLA Elíza Reid  forsetafrú og verndari Alzheimersamtakanna er gestur fundarins  K l . 1 7 : 0 0 A L L I R V E L K O M N I R K a f f i g j a l d k r . 5 0 0 . - Lárus og strákarnir í Tamangó sjá um samsöng og tónlist FRÆÐSLA KAFFI OG KÖKUR TÓNLIST FRÆÐSLA TÓNLIST8. maí. Stúlka. Þyngd: 3.832 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Elísa Mjöll Sigurðardóttir og Börkur Vilhjálmsson, Hólmavík. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir. 6. maí. Stúlka. Þyngd: 3.812 gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar: Svala Konráðsdóttir og Viðar Örn Línberg Steinþórsson, Akranesi. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir og Eva Berglind Tulinius. 1. maí. Drengur. Þyngd: 4.840 gr. 54 cm. Foreldrar: Hrafnhildur Sigurðardóttir og Jóhannes Gunnar Heiðarsson, Hafnarfirði. Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir. Íbúð til leigu í Borgarnesi Tveggja herbergja íbúð til leigu á Akranesi. Leiguverð 100.000 kr. og þriggja mánaða bankaábyrgð. Vinsamlegast sendið upplýsingar um ykkur og símanúmer á tölvupóstfangið ispostur@ yahoo.com og við finnum tíma til að sýna íbúðina. Íbúð í Borgarnesi Til leigu er tveggja herbergja íbúð við Hrafnaklett 8 í Borgarnesi. Leiguverð kr. 140 þúsund. Hitaveita og hússjóður innifalinn. Upplýsingar í síma 864-5542 eða karlsbrekka@outlook.com. Skrifstofa til leigu Til leigu er björt og góð skrifstofa á Akranesi. Sameiginlegur aðgangur að kaffistofu og snyrtingu með annarri starfsemi. Uppl. sími 894-8998. Gefins sjónvarpsborð Sjónvarpsborð á Akranesi gefins gegn því að vera sótt. Upplýsingar í síma 431-5646. Markaðstorg Vesturlands LEIGUMARKAÐUR ANNAÐ Olís gerir samstarfssamning við Golfklúbbinn Leyni Við vigslu Frístundamiðstöðv- ar Golfklúbbsins Leynis á laugar- daginn var undirritaður samstarfs- samningur milli Olíuverslunar Ís- lands (Olís) og golfklúbbsins um viðskipti og stuðning við starfsemi hans. Aðili að samningnum er Ga- lito Bistro cafe sem mun annast veitingasölu í klúbbhúsinu. Fram kom í máli Guðmundar Sigvalda- sonar, framkvæmdastjóra Leynis við undirritunina að Olís væri einn af stærstu stuðningsaðilum klúbbs- ins. Jón Ólafur Halldórsson, for- stjóri Olís og Gunnar Sigurðs- son, útibússtjóri á Akranesi, und- irritaði samninginn fyrir hönd Olís en Guðmundur Sigvaldason fyrir hönd Leynis. „Olís hefur verið öflugt í að styrkja samfélagsverkefni víða um land og á Akranesi hefur félagið verið öflugt í stuðningi við íþrótta- félög og til marks um það hefur það verið einn af aðalstuðningsaðilum knattspyrnunnar um 30 ára skeið,“ segir í tilkynningu. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.