Skessuhorn


Skessuhorn - 15.05.2019, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 15.05.2019, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ 201928 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Flestir eiga sér einhver áhugamál utan vinnunnar. Þeirra á meðal er séra Óskar Ingi Ingason sóknar- prestur í Ólafsvíkur- og Ingjalds- hólsprestakalli. Hann segir þó að ekki megi stjórnast af þeim og er hann að eigin sögn fyrst og síðast prestur. Hann á þó tvö mjög ólík áhugamál sem hann sinnir af natni þó ólík séu. Knattspyrnuáhugi og gullfiskaræktun. Óskar Ingi er mik- ill áhugamaður um knattspyrnu og fylgist með liði sínu Manchester United í Englandi í blíðu og stríðu. Fylgist ekki eingöngu með aðal- liðinu, heldur einnig varaliðinu og unglingaliði félagsins. Heldur hann nákvæmt bókhald yfir ýmislegt sem tengist liðunum og er nafn hans þekkt í áhugamannaheiminum um unglingaboltann hjá United. Sem dæmi nefnir hann að þegar David Beckham kom inná í sínum fyrsta leik með aðalliði United hafði hann fylgst með honum frá 12 ára aldri í unglingaliðinu. Oft er vitnað í Ósk- ar Inga sem einhvern sem helst á að fylgjast með af þeim sem þekkja til unglingaboltans hjá liðinu. For- eldrar ungra leikmanna hafa sent honum upplýsingar um hvað sé að gerast hjá strákunum og einnig þeir sjálfir, enda heldur hann vel utan um allar upplýsingar um liðið sitt. Byrjaði ungur í fiskunum Hitt áhugamál sóknarprestsins er í raun mjög ólíkt hinu, jafn ró- legt og fjörið er mikið í boltanum. Því fylgja nefnilega mikil rólegheit að stunda fiskirækt. Óskar Ingi er spurður hvernig það hafi komið til að hann fór að rækta fiska í búri? Hann segist hafa haft áhuga á því frá því hann var barn og um tíu ára aldur fékk hann sitt fyrsta fiskabúr eftir að hafa séð búr hjá skólafélög- unum. Í byrjun var þetta einfalt hjá Óskari og hann og vinirnir meira að segja lásu sig til um allt sem við- kom fiskum og prófuðu sig áfram. Var hann meira að segja á tímabili félagi í því sem hét FISK - Félag ís- lenskra skrautfiskaáhugamanna. Fékk búnað úr Sjávarsafninu Óskar bjó svo um tíma í Noregi með foreldrum sínum en þar var hann ekki með fiska og eftir að hann flutti aftur til Íslands 19 ára var hann ekki heldur með neina fiska í langan tíma. Áhuginn hvarf þó aldrei og byrjaði hann aftur með fiska þegar hann bjó og starfaði í Búðardal. Ein jólin fékk hann fiska- búr í jólagjöf frá fjölskyldunni. Það var svo í fyrra að sprengingin varð í raun, eftir að Sjávarsafninu var lok- að. Þá var auglýst eftir áhugasöm- um sem vildu eignast eitthvað af þeim tækjum sem þar voru og hafði hann samband og fékk búr hjá safn- inu. Voru sum þeirra löskuð en með smá lægni var hægt að gera við þau og setti hann þau upp í bílskúrnum. Auk þess var Óskar Ingi með stærsta búrið, 450 lítra búr, inni í íbúðinni og sonur hans auk þess með ann- að minna inni hjá sér. Þó það séu um tvö ár síðan hann byrjaði aft- ur er ekki langt síðan hann lauk við að byggja upp lífríkið í búrunum. Óskar Ingi segir að best sé að vera með svona stór búr og byggja upp bakteríuflóru og lífríki. Þá er búrið í raun orðið eins og stöðuvatn með sjálfbæru lífríki. Þarf þá jafnframt minna að hafa fyrir þessu og get- ur hann í raun farið frá fiskunum í mánuð án þess að fá nokkurn til að líta eftir þeim. Heilmikið ræktunarstarf Óskar er með lifandi gróður í búr- unum sínum og segir að margir flaski á því að þegar byrjað er, séu keypt ný búr og allur búnaður nýr. Allt gert tilbúið og fullt af flottum fiskum sett útí. Fljótlega byrja svo fiskarnir að deyja og fólk gefst upp. Hann er einnig með ferskvatnsbúr því hann segir að í raun sé nánast ómögulegt að fjölga fiskum í búr- um með sjó. Í búrunum hans Ósk- ars, sem eru í kringum 20, er hann með um það bil 20 tegundir af skrautfiskum ásamt því að vera með nokkrar tegundir af sniglum og rækjur, þó það sé ekki eins og þess- ar sem flestir þekkja og borða. Þess- ar rækjur sjá um að hreinsa gróður og óhreinindi í búrunum. Heildar- fjölda fiskanna sem Óskar Ingi er með segir hann að sé ómögulegt að segja til um, en þeir eru nokk- ur hundruð, bæði fiskar og seiði, en hann er nýbúin að fá ný seiði. Seg- ir hann að gott sé að bæta stofninn af og til með því að rækta seiði. Það geti þó stundum orðið vandamál því fiskarnir geta orðið of margir og ekki er alltaf auðvelt að losna við þá. Hann hefur stundum auglýst að fólk geti fengið hjá sér plöntur og fiska og hafa þá einhverjir sett sig í samband við hann. Hefur hann ekki verið mikið í því að selja en stund- um hefur verið haft samband úr Grundarfirði og Stykkishólmi sem sé gott enda ekki auðvelt að koma fiskum í miklu magni til Reykjavík- ur til dæmis. Hefur hann í gegnum þetta kynnst nýju fólki sem sé bara bónus við áhugamálið. Þó þessi ólíku áhugamál sóknar- prestins geti verið tímafrek finnst honum þau henta sér vel. Hann sé eins og áður sagði fyrst og fremst sóknarprestur en í hans starfi sjáist alls ekki alltaf strax árangur af því sem hann gerir. Finnst honum því gott með fiskaræktunina að það líði ekki nema nokkrir dagar þangað til seiðin vaxi upp í að verða stærri fiskar en árangur sjáist þótt hann fari hljóðlega. Boltinn er svo akk- úrat öfugt, fjör, spenna og úrslit á tveimur tímum. þa Hér er lífleg mynd sem tengist hinu áhugamálinu. Óskar Ingi lengst til hægri. Áhugamál sóknarprestsins af ólíkum toga Óskar Ingi ræktar fiska og er forfallinn Manchester United aðdáandi Séra Óskar Ingi Ingason framan við eitt af 20 fiskabúrum sem hann á.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.