Skessuhorn


Skessuhorn - 17.07.2019, Síða 6

Skessuhorn - 17.07.2019, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 17. júLí 20196 Lýsa stuðningi við tillögu Haraldar MÝR: „Fulltrúaráð Sjálfstæð- isfélaganna í Mýrasýslu lýsir fullum stuðningi við þau sjón- armið sem oddviti Sjálfstæð- isflokksins í Norðvesturkjör- dæmi, Haraldur Benedikts- son, setur fram í grein fyr- ir stuttu þar sem segir: „Sú hugmynd er hér sett fram að áskilja það í innleiðingu orku- pakka 3 að setja lagaákvæði um að slík tenging verði að- eins með samþykki þjóðarinn- ar í sérstakri atkvæðagreiðslu. Sæstrengur og bygging grunn- tengivirkja fyrir slíka teng- ingu verði því aðeins að meiri- hluti landsmanna samþykki það í atkvæðagreiðslu.” Það er mikilvægt að ná umræðu um orkupakka 3 á þann stað sem Haraldur lýsir vel í sinni góðu og upplýsandi grein sem fyrst birtist í Morgunblaðinu 8. júlí. Sjálfstæðisfélögin í Mýrasýslu lýsa ánægju með frumkvæði Haraldar í þessu viðfangs- efni sem og mörgum öðrum stórum verkefnum,“ segir í til- kynningu frá fulltrúaráði Sjálf- stæðisfélaganna í Mýrasýslu. -mm Meðalævin lengist LANDIÐ: Meðalævilengt kvenna á íslandi var 84,1 ár á síðasta ári en 81 ár hjá körlum. Meðalævilengt sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali eft- ir ólifuð við fæðingu, ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjölda. Aldursbundin dán- artíðni hefur lækkað undanfar- inn áratug og því má reikna með að fólk lifi að jafnaði lengur en reiknuð meðalævilengd segir til um. „Frá árinu 1988 hafa karlar bætt við sig rúmlega sex árum og konur rúmlega fjórum í meðal- ævilengt,“ segir í frétt á vef Hag- stofunnar. Árið 2018 létust 2.254 íbúar búsettir hérlendis, 1.139 karlar og 1.115 konur. Dánar- tíðni var 6,4 á hverja 1.000 íbúa. Ungbarnadauði var 1,7 börn af hverjum 1.000 lifandi fæddum hérlendis árið 2018 og er tíðni ungbarnadauða hvergi lægri í Evrópu. -kgk Öllum tilboðum hafnað AKRANES: Á síðasta fundi skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar voru opnuð tilboð í búnað í fimleikahús sem nú er í byggingu við Vesturgötu á Akranesi. Fjögur tilboð bárust og var þeim öllum hafnað. Verslunin Altis átti þrjú tilboðanna og það lægsta hljóðaði upp á rúmlega 111 milljónir króna. Fimleikar. is áttu næstlægsta tilboðið, tæp- ar 115 milljónir. Önnur tilboð Altis hljóðuðu upp á rúmar 116 milljónir og tæpa 121 milljón. Kostnaðaráætlun sem ráðgjafa- og verktakafyrirtækið VSÓ gerði fyrir Akraneskaupstað hljóð- ar hins vegar upp á 70 milljónir króna. Skipulags- og umhverfis- ráð ákvað því að hafna öllum til- boðunum á grundvelli kostnaðar- áætlunar en horft verður til þess að bjóða út búnað í fimleikahúsið að nýju. -kgk Róleg vika að baki VESTURLAND: Síðasta vika var fremur tíðindalítil hjá Lög- reglunni á Vesturlandi, að sögn jóns S. Ólasonar yfirlögreglu- þjóns. Nokkrar tilkynningar bár- ust vegna grunsamlegra erlendra verktaka sem fóru á milli bæja og buðu malbikun á heimreiðum og afleggjurum í vikunni sem leið, eins og segir frá í annarri frétt í Skessuhorni vikunnar. Að sögn lögreglu er talið að mennirnir séu nú farnir úr landi. Að öðrum kosti var síðasta vika fremur tíð- indalítil, sem fyrr segir. Að sögn lögreglu var það kærkomin til- breyting frá vikunni þar á undan, sem var nokkuð erilsöm. -kgk Stækka kirkju- garðinn BORG: Á fundi byggðar- ráðs Borgarbyggðar síðastlinn fimmtudag var samþykkt beiðni sóknarnefndar Borgarkirkju á Mýrum um framkvæmdaleyfi fyrir stækkun kirkjugarðsins á Borg. Byggðarráð samþykkti að veita leyfið og auk þess að einn- ar milljónar króna fjárheimild í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, vegna framkvæmda í kirkjugörð- um, renni til verkefnisins. Akstur jarðvegs í garðstæðið er hluti af því framlagi. -mm Töluvert margir hvalir hafa ver- ið á ferðinni á Flákanum svokall- aða á Breiðafirði undanfarið, bæði hnúfubakar en einnig steypireyð- ar. Meðfylgjand myndir tók Alfons Finnsson, fréttaritari Skessuhorns og sjómaður, laust eftir kl. 14:00 á miðvikudag í liðinni viku. Hann var þá við veiðar í fylgd hnúfubaka á Flákakantinum, um 13 sjómílur norður af Ólafsvík. „Þeir eru bún- ir að vera í kringum bátinn hjá mér síðan í morgun. Ég hef ekki náð myndum af þeim fyrr en núna, þeir stungu sér alltaf í kaf þegar ég dró upp myndavélina,“ segir Alfons í samtali við Skessuhorn. Steypireyður með kálf Utan hnúfubakanna hefur reglu- lega sést til steypireyða á svæðinu að undanförnu, þar af eins kálfs. Gísli Ólafsson hjá hvalaskoðunar- fyrirtækinu Láki Tours segir slíkt afar sjaldgæft. „Það er ekki oft sem steypireyðar sjást með kálfa sína, en við sjáum þær reyndar ekki mikið á þessu svæði yfirleitt,“ segir Gísli í samtali við Skessuhorn. „Ég hef ekki séð þessa hvali hérna í dag, en fullt af hnúfubaki. Undanfarn- ar tvær vikur höfum við hins veg- ar reglulega séð alveg upp í fjórar steypireyðar, þar af eina með kálf. Þær eru sjaldgæf sjón hér um slóðir en eru hérna að elta svifið sem þær lifa á,“ segir Gísli. kgk/ Ljósm. af. Maður var í Héraðsdómi Vestur- lands í lok júní dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar auk greiðslu miskabóta fyrir kynferðisbrot gegn barni, sem og brot gegn áfengis- og barnaverndarlögum. Maðurinn var ákærður fyrir nauðgun, kynferðisbrot gegn barni, brot gegn áfengis- og barnavernd- arlögum með því að hafa afhent 13 ára gamalli stúlku áfengi og fíkni- efni og haft við hana samræði og síðan látið hana hafa við sig munn- mök. Þannig hafi maðurinn beitt hana ofbeldi og nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni vegna ald- urs og þroskamunar, sem og traust hennar og trúnað til hans sem fyrr- um þjálfara hennar. Á sama tíma tók hann af henni tvær kynferðis- legar hreyfimyndir á síma sinn. Brotin áttu sér stað síðasta sumar, þegar maðurinn var 25 ára gamall en stúlkan 13 ára. Maðurinn viðurkenndi að hafa haft samfarir við stúlkuna. Hann kvaðst hins vegar ekki hafa vitað að stúlkan væri yngri en 15 ára og hélt því auk þess fram að samræð- ið hafi verið með samþykki beggja. Dómurinn mat framburð stúlkunn- ar í alla staði trúverðugan. Hann væri auk þess studdur af framburði móður hennar og föður, sem hafi í tvígang beðið manninn að hætta að umgangast stúlkuna í aðdrag- anda brotanna, eins og ákærði við- urkenndi. Ákærði kannaðist einn- ig við að hafa þjálfað stúlkuna um skeið í hópi þar sem hefðu verið börn upp í 14 ára aldur. Dómn- um þótti því hafið yfir allan skyn- samlegan vafa að ákærða hafi verið kunnugt um aldur stúlkunnar, eða í það minnsta vitað full vel að hún væri yngri en 15 ára gömul. Maður- inn var því fundinn sekur um alvar- legt kynferðisbrot gegn barni, sem og að hafa tekið af því myndbönd. Dómnum þótti hins vegar ekki sannað að maðurinn hefði gefið stúlkunni fíkniefni, þrátt fyrir að framburður hennar þar að lútandi hafi þótt trúverðugur í sjálfu sér. Maðurinn viðurkenndi hins vegar að hafa gefið henni áfengi og var sakfelldur fyrir það. Manninum var gert að sæta fang- elsi í þrjú ár og greiða brotaþola 1,2 milljónir króna í miskabætur með vöxtum. Honum var sömuleiðis gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, þóknun réttargæslu- manns brotaþola og allan útlagðan kostnað ákæruvaldsins. kgk Þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni Hvalur reisir sporðinn og býr sig undir að kafa. Sést hefur til steypireyða á Flákanum

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.