Skessuhorn


Skessuhorn - 17.07.2019, Page 10

Skessuhorn - 17.07.2019, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 17. júLí 201910 Verktakafyrirtækið Work North ehf .hefur nú lokið niðurrifi þeirra hluta mannvirkja Sementsverksmiðjunn- ar sem Akraneskaupstaður ákvað að láta rífa við Faxabraut. Svæðið hefur nú verið sléttað og sáð í það. Greina má græna slikju þar sem fyrstu grös- in eru nú að teygja sig upp úr mold. Uppgröftur úr byggingarlóðum í nýrri hverfum bæjarins var notað- ur sem yfirlag á svæðinu. Heildar- kostnaður við niðurrif á reitnum verður um 290 milljónir króna, að sögn Sævars Freys Þráinssonar bæj- arstjóra, en innifalið í þeirri upp- hæð er niðurrif strompsins, niðurrif veggja við sandþró ásamt frágangi á svæðinu en heildar kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 438 milljónir króna. Heildarkostnaður við verkið er því langt undir upphaflegri áætlun bæj- aryfirvalda. Framkvæmdir hefjast á næsta ári Eins og fram hefur komið í frétt- um Skessuhorns hefur Sements- reiturinn nú verið deiliskipulagður. Að sögn Sævars Freys er ekki gert ráð fyrir að byggingaframkvæmd- ir hefjist þar á þessu ári en mögu- lega verði fyrstu lóðum úthlutað fyrir árslok. Hann segir að fram- kvæmdir við grjótvörn og endur- bætur á Faxabraut hefjist hins veg- ar á þessu ári. Ríkið lagði 200 millj- ónir króna í það verkefni á síðustu fjárlögum, en áætlað er að það kosti um eða yfir hálfan milljarð króna að hækka Faxabraut og bæta grjótvörn þannig að væntanleg byggð verði varin fyrir ágangi sjávar. Faxabraut er eins og kunnugt er þjóðvegur í þéttbýli. „Við erum með vænting- ar um að ríkið muni greiða það sem upp á vantar í sjóvörn og veglagn- ingu á Faxabraut og munum fylgja því mjög ákveðið eftir að svo verði,“ segir Sævar Freyr. Seldar á kostnaðarverði Ráðgert er að á Sementsreitn- um rísi lágreist íbúðabyggð fyrir um eða yfir þúsund íbúa, aðallega tveggja til þriggja hæða fjölbýlis- hús, með allt að 368 íbúðum. Svæð- ið er eftirsótt, að sögn Sævars, því fjöldi byggingaverktaka og fjárfesta hefur lýst áhuga fyrir að byggja þar. Sævar Freyr vitnar í orð þeirra og segir að Sementsreiturinn sé lík- lega eitt eftirsóttasta byggingaland á landinu í dag, hallar á móti suðri og með sjávarsýn. Akraneskaup- staður ráðgerir ekki að bjóða út lóðir á Sementsreitnum, þrátt fyr- ir að gert sé ráð fyrir að þær verði eftirsóttar. „Bærinn hefur þá stefnu að selja lóðir á kostnaðarverði til að spenna ekki upp fasteignaverð. Það kostnaðarverð verður þó ívið hærra en á öðrum byggingarlóðum hér á Akranesi, enda þarf bæjarfélag- ið að fá fyrir kostnaði við niður- rif mannvirkja Sementsverksmiðj- unnar. Með því móti er ætlunin að tryggja að fasteignaverð á Akranesi verði áfram töluvert lægra en það er t.d. á höfuðborgarsvæðinu og eftir- spurn verði áfram eftir íbúðarhús- næði,“ segir Sævar. Þjónustutenging við gamla miðbæinn Sementsreiturinn verður tengdur gamla miðbæ Akraness frá Akratorgi og í undirbúningi er gerð deiliskipu- lags fyrir nýjan verslunar- og þjón- ustukjarna þar sem m.a. verður gert ráð fyrir hóteli. Geymslusíló fyrir sement verða áfram í notkun sem slík til ársins 2028 og mun vænt- anlegt skipulag þessa svæðis þurfa að taka mið af því. Til skoðunar er hjá bæjaryfirvöldum að þar rísi auk þess nýtt stjórnsýsluhús fyrir Akra- neskaupstað og þannig muni bæjar- yfirvöld flýta uppbyggingu svæðis- ins. Loks tengist Sementsreiturinn í beinni línu til suðausturs útivistar- svæðinu við Langasand sem slegið hefur í gegn í sumar. Mun þessi ná- lægð við útivistarsvæðið gera reit- inn eftirsóknarverðari til búsetu. Þakkað fyrir sig Síðastliðinn fimmtudag bauð Akra- neskaupstaður fulltrúum verktaka- fyrirtækisins Work North efh., auk embættismönnum og bæjarstjórn, til kaffisamsætið í bæjarþingsaln- um. Þá hafði fyrirtækið skilað Sem- entsreitnum af sér formlega. „Við vildum þakka Work North fyrir samstarfið og hversu vel þeir skil- uðu svæðinu af sér. Það var í mín- um huga aðdáunarvert hversu vel var staðið við alla þætti verksins og metnaður lagður í frágang svæðis- ins,“ segir Sævar Freyr í samtali við Skessuhorn. Var boðið upp á kaffi og köku af þessu tilefni. Þá færði Þorsteinn Auðunn Pétursson, fram- kvæmdastjóri Work North, bænum tvær ljósmyndir að gjöf, sem tekn- ar voru á sama stað við upphaf og lok verksins. Við þetta tækifæri var einnig frumsýnt nánast fullbú- ið myndband sem tekið var upp á niðurrifstíma mannvirkja Sements- verksmiðjunnar. Myndbandið vann nýtt sprotafyrirtæki á Akranesi sem heitir Midnight studios. mm Embættismenn og bæjarfulltrúar á Akranesi auk fimm fulltrúa frá Work North og verkfræðistofunni Mannviti. Rennislétt fyrrum athafnasvæði Sementsverksmiðjunnar Work North ehf. hefur nú lokið niðurrifi og frágangi á svæðinu. Ljósm. mm. Þrívíddarmynd af gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið. Til vinstri á uppfyllingu er hótelreitur, en ofan Faxabrautar er gert ráð fyrir tveggja til fjögurra hæða íbúðabygg- ingum. Þorsteinn Auðunn Pétursson færði Akraneskaupstað tvær ljósmyndir að gjöf. Hér tekur Sævar Freyr bæjarstjóri við gjöfinni.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.