Skessuhorn


Skessuhorn - 17.07.2019, Síða 12

Skessuhorn - 17.07.2019, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 17. júLí 201912 Samkomulag hefur náðst milli Sjúkratrygginga íslands og Rauða krossins um framlengingu á samn- ingi um kaup og rekstur sjúkrabif- reiða. Þegar verður ráðist í kaup 25 nýrra sjúkrabíla samkvæmt útboði sem nú stendur yfir. Svandís Svav- arsdóttir heilbrigðisráðherra stað- festi samkomulagið við undirritun þess á fimmtudag. Rauði krossinn mun áfram annast rekstur sjúkra- bíla, viðhald og innkaup gegn ár- legu framlagi af hálfu ríkisins. Eldri samningur rann út í lok ársins 2015. Engir nýjir sjúkrabílar hafa verið keyptir í flotann frá þeim tíma þar sem ekki náðist saman um endur- nýjun samninga á liðnum þremur og hálfu ári. Samkomulagið sem undirritað var í á fimmtudaginn gildir til árs- loka 2022. Þegar verður ráðist í að kaupa 25 nýja sjúkrabíla samkvæmt yfirstandandi útboði. Þess er vænst að fyrstu nýju bílarnir verði tekn- ir í notkun á næsta ári. Reiknað er með því að stærstur hluti sjúkra- bílaflota landsins verði endurnýj- aður á samningstímanum, að því er fram kemur á vef Sjúkratrygginga íslands. Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra segir ánægjulegt að sam- komulagið hafi verið endurnýjað. „Rauði krossinn hefur sinnt þessu mikilvæga verkefni af fagmennsku og alúð allt frá því að fyrsti sjúkra- bíllinn kom til landsins. Það er ánægjulegt að samstarf okkar við félagið haldi áfram. Af hálfu ríkis- ins hefur verið lögð áhersla á að tryggja snurðulausan rekstur og ábyrga meðferð fjármuna til lengri tíma. Öllum ágreiningi hefur verið ýtt til hliðar og hagsmunir almenn- ings og heilbrigðiskerfisins settir í forgang,“ segir Svandís. Kristín S. Hjálmtýsdóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða krossins á ís- landi og María Heimisdóttir, for- stjóri Sjúkratrygginga íslands, lýstu jafnframt yfir ánægju sinni með endurnýjun samkomulagsins og lýstu tilhlökkun fyrir komandi tíð og þeim verkefnum sem framund- an eru. Betur má ef duga skal Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkra- flutninga á Heilbrigðisstofnun Vest- urlands, hefur ítrekað vakið athygli á bágri stöðu sjúkrabílaflotans í landinu undanfarin ár. Hann kveðst ánægður að heyra að samkomulag hafi náðst og 25 bílar séu væntan- legir. Engu að síður segir hann að gera verði enn betur til að ástand sjúkrabílaflotans geti talist viðun- andi. „Ég gleðst yfir því að kom- in sé lending í þetta mál, sem búið er að dragast algjörlega úr hömlu svo ófremdarástand hefur skap- ast í sjúkrabílamálum,“ segir Gísli í samtali við Skessuhorn. „Það er til bóta að fá 25 bíla strax en á lands- vísu vantar okkur þegar í stað milli 40 og 50 bíla til að ástandið geti tal- ist viðunandi. Við hér á HVE þurf- um sex bíla strax til að komast yfir versta hjallann hvað varðar fyrstu forgangsbíla, það er að segja þá bíla sem alltaf eru í fyrstu línu sem kall- að er, best búnu bílarnir sem not- aðir eru í forgangsverkefni,“ bætir hann við. „Engu að síður er þetta ánægjuleg lending að samið hafi verið áfram við Rauða krossinn og þessu óvissuástandi eytt,“ segir Gísli Björnsson að endingu. kgk Á miðvikudaginn í síðustu viku var varað við því á fréttavef Skessu- horns að flokkur breskra verktaka ók þá um sveitir í Borgarfirði og Hvalfjarðarsveit og bauð malbik- un á heimreiðum og afleggjurum. Forsendur fyrir vinnu þeirra voru í besta falli vafasamar. Það var á mánudaginn í lið- inni viku sem fulltrúi verktakanna kom heim á bæ í Lækjarkoti, lög- býli skammt norðan við Borgarnes. Hjónin Trausti Eiríksson vélaverk- fræðingur og Ása Ólafsdóttir reka þar fyrirtæki sín. Trausti lýsti því í samtali við blaðamann Skessuhorns að erlendir menn hafi komið og hitt konu sína að máli skömmu fyrir hádegi þennan dag. „Hér var bank- að upp og konan var ein heima. Á hlaðinu stóð lágvaxinn, þrekinn og brúneygður maður sem talaði ekki sérlega góða ensku. Sagðist hann vera með afgang af olíumöl sem hann þyrfti að fá að losna við. Kon- an mín skyldi það sem svo að hún væri að gera manninum greiða að leyfa honum að henda þessu niður einhversstaðar og fannst ekki slæmt að fá smá olíumöl á hlaðið framan við sumarhúsin sem við leigjum út. Hugsaði hún svo ekki meira út í það,“ lýsir Trausti. „Svo leið dag- urinn og seinnipartinn koma þess- ir menn svo heim á hlað hjá okkur til að rukka! Þá voru þeir búnir að leggja eitt lag af olíumöl yfir allan afleggjarann hingað til okkar, sem er um 900 metra langur, og vildu fá greitt. Þrjár milljónir króna. Ef það yrði ekki greitt samdægurs hækkaði reikningurinn í sex milljónir!“ Trausta fannst gamanið heldur hafa kárnað enda sú gerð af við- skiptum sem hann kannast ekki við. Hann segir að þessi erlendi verktaki hafi tilkynnt sér að gangverð á fer- metra af yfirlagi væri 5000 krónur, en hann fengi fermetrann á 3000 krónur, sagðist koma síðar með til þeirra eða senda reikning, alls ekki væri um svarta vinnu að ræða. „Þegar verktakinn kemur síðdegis til að rukka, tilkynnir hann mér að þetta svokallaða „leftover“ efni sé komið á allan afleggjarann. Ég gat náttúrlega ekki annað en mótmælt, enda hafði ég alls ekki beðið um þessa þjónustu og afleggjarinn auk þess á forræði Vegagerðarinnar. Þá byrjar maðurinn að þrasa við mig á sinni takmörkuðu ensku. Til liðs við hann kemur svo starfsmaður á hans vegum sem kvaðst vera Skoti. Reyndi sá að miðla málum og út- skýrir að þeir hafi komið með þetta rándýra efni frá Reykjavík, nokkr- ir á bíl. Á endanum hafi mennirn- ir hins vegar ekið brott, hreint ekki ánægðir, með öll sín tæki. Trausti segir að nú sé heimreið- in að Lækjarkoti lögð afar ósléttu þunnu tjörulagi, enda hafi vegur- inn ekki verið heflaður eða sléttað- ur áður en slitlaginu var sleikt yfir hann. Hann kveðst umsvifalaust hafa haft samband við lögfræðing sinn og kærði málið til Lögreglunn- ar á Vesturlandi. „Þetta er náttúr- lega alveg galin framkoma, hvern- ig sem á það er litið. Afleggjarinn, utan síðustu hundrað metranna, er á forræði Vegagerðarinnar sem sér um viðhald hans. Ég sé ástæðu til að vara við þessum vinnuflokki. Hér eru menn á ferð sem reyna augljóslega á hæpnum forsendum að plata viðskipti inn á fólk. Ekk- ert annað en lögreglumál í mínum huga,“ segir Trausti. Skessuhorn hefur heimildir fyrir því að þessi sami vinnuflokkur hafi í liðinni viku verið á ferðinni á fleiri bæjum í Borgarbyggð og Hvalfjarð- arsveit og boðið fram þjónustu sína. Vinnuflokkur þessi kom til landsins í vor og hefur verið að störfum á Suðurlandi og á Vesturlandi. Eftir að fréttir voru sagðar af málinu í liðinni viku virðist vinnuflokkurinn hafa búið sig til brottfarar af land- inu. í það minnsta sáust bílar þeirra á hafnarbakkanum í Þorlákshöfn á fimmtudaginn, en þaðan siglir flutningaskip reglulega. Lögreglan á Vesturlandi býst við að þeir séu nú farnir úr landi. mm Gísli Björnsson er yfirmaður sjúkraflutninga hjá HVE. Ljósm. úr safni/ kgk. Samið um kaup og rekstur sjúkrabíla Þegar í stað verða keyptir 25 nýir bílar til landsins Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Kristín S. Hjálmsdóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, eftir undirritun samkomulagsins. Ljósm. Stjórnarráðið. Trausti Eiríksson í Lækjarkoti á heimkeyrslunni. Ljósm. glh. Erlendir verktakar flökkuðu um og buðu malbikun heimreiða Horft heim afleggjarann að Lækjarkoti eftir að yfirlagið hafði verið lagt á ósléttan veginn. Ljósm. glh. Hér bruna þeir í burtu verktakarnir eftir að hafa fengið synjun á greiðslu hins óumbeðna verks hjá Trausta í Lækjarkoti. Ljósm. te.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.