Skessuhorn - 17.07.2019, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 17. júLí 201920
í síðustu viku tilkynntu bæði for-
svarsmenn Akraneskaupstaðar og
Vegagerðarinnar að lagðar verði
fram kærur til úrskurðarnefndar um
umhverfis- og auðlindamál vegna
þeirrar ákvörðunar Skipulagsstofn-
unar frá 11. júní síðastliðnum að
fara með breikkun Vesturlandsveg-
ar um Kjalarnes í umhverfismat.
Það myndi þýða að minnsta kosti
árs seinkun á að framkvæmdir við
2+1 vegalagningu um svæðið gætu
hafist. Frestur til að kæra ákvörð-
unina rann út síðastliðinn mánudag
og nýttu bæði Akraneskaupstað-
ur og Vegagerðin sér það auk átta
annarra sveitarfélaga á Vesturlandi,
en þau tilkynntu um ákvörðun sína
á mánudaginn, sama dag og kæru-
fresturinn átti að renna út. „Átta
sveitarfélög á Vesturlandi fylgja í
kjölfarið. Það eru sveitarfélögin
Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og
Miklaholtshreppur, Helgafellssveit,
Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp-
ur, Snæfellsbær og Stykkishólms-
bær sem hafa nú kært ákvörðunina
með sömu forsendum og Akranes-
kaupstaður,“ sagði í tilkynningu
sem Samtök sveitarfélaga á Vestur-
landi sendu fyrir hönd þeirra síð-
degis á mánudaginn. Af sveitarfé-
lögum á Vesturlandi er því einungis
Grundarfjarðarbær sem kærir ekki
ákvörðun Skipulagsstofnunar.
Jákvæð samfélagsleg
áhrif
„Framkvæmdin hefur afar jákvæð
samfélagsleg áhrif vegna bætts um-
ferðaröryggis og er ætlað að taka á
lífshættulegum aðstæðum sem veg-
farendum er boðið upp á sem óskilj-
anlegt er að ákvörðun Skipulags-
stofnunar taki ekki mið af. Akra-
nes og íbúar þess hafa lögvarinna
hagsmuna að gæta þegar kemur að
umferðaröryggi íbúa og að fram-
kvæmdinni sé hraðað en Akranes-
kaupstað er umhugað um að ekki
verði fleiri slys á umræddri leið,“
segir í ályktun bæjarráðs Akraness.
Ekki í samræmi
við fyrri fordæmi
Að mati Vegagerðarinnar er ákvörð-
unin ekki í samræmi við fyrri for-
dæmi og túlkun laga um mat á um-
hverfisáhrifum hvað snertir mats-
skyldu framkvæmda þegar ver-
ið er að breikka veg úr tveggja ak-
reina vegi í 2+1 veg. Nauðsynlegt
sé því að fá frekari umfjöllun um
ákvörðunina með tilliti til fordæm-
isgildis gagnvart öðrum sambæri-
legum framkvæmdum. „Ákvörðun-
in eins og hún er fram sett getur að
mati Vegagerðarinnar valdið vafa
um hvernig meðhöndla eigi aðr-
ar slíkar framkvæmdir með tilliti
til mats á umhverfisáhrifum. Vega-
gerðin mun samhliða flýta undir-
búningi verkefnisins eins og kost-
ur er þannig að framkvæmdir tefjist
sem allra minnst,“ segir í tilkynn-
ingu frá Vegagerðinni síðastliðinn
föstudag.
Ítarlega rökstutt
Bæjarráð Akraness ákvað eftir að
hafa leitað lögfræðiálits að ákvörð-
un Skipulagsstofnunar sé háð veru-
legum annmörkum, sé byggð á
röngum forsendum og í ósamræmi
við fyrri ákvarðanir Skipulagsstofn-
unar og beri að ógilda. „Ekki er um
að ræða nýjan veg heldur breikkun
vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarveg-
um, hringtorgum og göngu-, hjóla-
og reiðstígum. Land sem raskast við
framkvæmdina hefur þegar orðið
fyrir röskun vegna þess vegar sem
nú liggur um svæðið. Ákvörðunin
byggir á langsóttri lögskýringu og
ekki er lagaheimild fyrir ákvörð-
uninni.“ Þá segir í niðurstöðu bæj-
arráðs að rökstuðning vanti fyrir
ákvörðuninni þar sem vísun í til-
skipun eða dómafordæmi skorti.
„Þau víðtæku áhrif sem ákvörð-
un Skipulagsstofnunar hefur og sú
breyting á framkvæmd sem virðist
fyrirhuguð hjá stofnuninni krefst
þess að rökstuðningur sé skýr,“ en
gert er ráð fyrir að ef framkvæmdin
fari í umhverfismat tefji það um að
minnsta kosti ár að hægt verði að
hefjast handa.
„Verulegt ósamræmi er við fyrri
ákvarðanir Skipulagsstofnunar um
matskyldu sambærilegra fram-
kvæmda og ef breyta ætti stjórn-
sýsluframkvæmd þá þurfi að rök-
styðja það sem ekki er gert. Ósam-
ræmi er við ákvarðanir Skipulags-
stofnunar er varða t.d. endurbætur
á Þingvallavegi, breytingar á Kjal-
vegi og breikkun Grindavíkurveg-
ar. Óskiljanlegt er hvers vegna önn-
ur sjónarmið eru látin ráða för við
ákvörðun um matskyldu breikkun-
ar Vesturlandsvegar. Framkvæmdin
hefur ekki í för með sér umtalsverð
umhverfisáhrif og enginn umsagn-
araðila Skipulagsstofnunar taldi
að tilefni væri til að ráðast í mat á
umhverfisáhrifum. Framkvæmd-
in liggur ekki um náttúruverndar-
svæði, fer ekki um svæði sem njóta
sérstakrar verndar, ekki er brotið
nýtt land vegna framkvæmdarinn-
ar og framkvæmdin hefur ekki áhrif
á opin víðerni. Skipulagsstofn-
un sinnti ekki rannsóknarskyldu
sinni og sá ekki til þess að umfang
framkvæmdar væri upplýst áður en
ákvörðun var tekin,“ segir í rök-
stuðningi með ákvörðun Akranes-
kaupstaðar um að kæra niðurstöðu
Skipulagsstofnunar. mm
Samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra og Samtök sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu skipuðu
verkefnishóp í september 2018
til að fjalla um uppbyggingu sam-
gangna á höfuðborgarsvæðinu til
2033, stofnvegi og kerfi almenn-
ingssamgangna. Hópurinn skilaði
niðurstöðum sínum og tillögum í
skýrslu í nóvember 2018. Hópn-
um var einnig falið að fjalla sér-
staklega um málefni Sundabrautar.
Gerð var grein fyrir þeirri vinnu í
skýrslu sem gefin var út í júní síð-
astliðnum. Fyrirhuguðum fram-
kvæmdum við Sundabraut hef-
ur jafnan verið skipt í tvo áfanga.
Fyrri áfangi liggur frá Sæbraut,
yfir Kleppsvík og upp í Gufunes,
með tengingum við Hallsveg og
Borgarveg. í skýrslunni um gerð
Sundabrautar er einnig fjallað um
vegtenginguna frá Gufunesi og á
Kjalarnes sem flokkast sem síð-
ari áfangi verksins Sundabraut.
Sú leið mun liggja frá Gufunesi
um Geldinganes, yfir Leiruvog,
Gunnunes, Álfsnes og Kollafjörð
og að tengingu við Vesturlands-
veg. Starfshópurinn sem skilaði
skýrslu í júní síðastliðnum taldi
ekki tímabært að leggja fram hug-
myndir um aðrar lausnir eða velja
milli þeirra sem tillögur eru um
í skipulagi og í þeim skýrslum
sem unnar hafa verið um þennan
áfanga.
í skýrslunni um þennan síðari
áfanga er vísað til frummatsskýrslu
frá Verkfræðistofunni Eflu sem
bar fyrir áratug saman leiðir við
þveranir Eiðsvíkur og Leiruvogs á
fyllingum, brúm eða jarðgöngum.
Einnig voru þá skoðaðar tvær leið-
ir yfir Kollafjörð á fyllingum sam-
kvæmt meðfylgjandi teikningu
Eflu. í frummatsskýrslunni, sem
verkfræðistofan Efla skilaði í júlí
2009, eru lagðir til fjórir valkostir
til mats á umhverfisáhrifum. Val-
kostur 1 frá Gufunesi að Gunn-
unesi er vegur á yfirborði alla leið
og liggur innarlega á nesinu. Val-
kostur 2 liggur utar og er allur á
landi utan stuttra jarðganga gegn-
um Geldinganes. Valkostir 1 og
2 geta tengst Eyjalausn eða jarð-
göngum á fyrri áfanga brautarinn-
ar. Valkostur 3 er jarðgöng und-
ir Eiðsvík og vegur á landi norð-
an Geldinganess og getur aðeins
tengst jarðgöngum á fyrri áfanga.
Sömu sögu er að segja um valkost
4 sem er göng undir Eiðsvík og
Leiruvog. Frá Álfsnesi eru skoðað-
ir tveir kostir fyrir þverun Kolla-
fjarðar, ytri og innri leið. Allir
kostirnir frá Gufunesi í Gunnunes
geta tengst valkostunum tveimur í
Kollafjarðarþverun, þ.e. innri og
ytri leið. Legu Sundabrautar og
mismunandi valkosti. mm
Hugmyndir að legu síðari áfanga Sundabrautar. Vegalengd milli Kjalarness og miðborgarinnar myndi styttast um 7-9 km,
háð endanlegri legu brautarinnar. (Heimild, Efla 2009).
Rykið dustað af hugmyndum um Sundabraut
Níu sveitarfélög á Vesturlandi og Vegagerðin
kærðu ákvörðun Skipulagsstofnunar
Umferð um Kjalarnes síðastliðinn vetur. Ljósm. mm.