Skessuhorn - 17.07.2019, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 17. júLí 2019 27
Ólafsvíkingar áttu ekki góðan dag
þegar þeir töpuðu úti gegn Njarð-
víkingum í elleftu umferð 1. deild-
ar karla í knattsyrnu á fimmtudag,
3-0. Fyrir leikinn höfðu heima-
menn tapað sjö leikjum í röð en
gengi Víkings Ó. hefur verið upp
og ofan undanfarnar vikur.
Heimamenn byrjuðu leikinn af
krafti og voru sterkari í fyrri hálf-
leik. Ólafsvíkingar fengu dauða-
færi eftir hálfrar klukkustundar
leik en Brynjar Atli Bragason varði
frá Sallieu Tarawallie sem kominn
var einn í gegnum vörnina. Njarð-
víkingar fengu líka sín tækifæri.
Skömmu síðar komst Stefán Birg-
ir einn í gegnum vörn Ólafsvík-
inga en þrumaði boltanum hátt yfir
markið.
Á 40. mínútu komust Njarðvík-
ingar síðan yfir. Mikill atgangur
skapaðist í teig Ólafsvíkinga eftir
hornspyrnu en endaði með því að
Ivan Prskalo potaði boltanum yfir
línuna. Kenneth Hogg bætti síðan
öðru marki við fyrir heimamenn í
uppbótartíma fyrri hálfleiks. Hilm-
ar Andrew McShane átti þá send-
ingu inn fyrir vörnina á Kenneth
sem gerði vel og þrumaði boltan-
um upp í þaknetið úr þröngu færi.
Staðan 2-0 í hálfleik.
Ólafsvíkingar byrjuðu síðari hálf-
leikinn af krafti og voru nálægt því að
skora með þrumuskoti úr aukaspyrnu
á 48. mínútu. Aðeins mínútu síð-
ar fékk Emmanuel Keke síðan rautt
spjald fyrir að brjóta á Ivan Prskalo
sem aftasti varnarmaður. Liðsmenn
Víkins orðnir einum færri inni á vell-
inum og útlitið ekki björgulegt fyrir
Ólafsvíkinga.
Það var síðan á 58. mínútu sem
Njarðvíkingar skoruðu þriðja mark
leiksins. Kenneth fékk laglega send-
ingu inn fyrir vörnina, lék á Franko
Lalic í markinu og lagði boltann í
netið.
Leikurinn róaðist töluvert eft-
ir þriðja mark heimamanna og fjar-
aði hægt og rólega út. Lokatölur 3-0,
Njarðvíkingum í vil.
Víkingur Ó. hefur 17 stig í fimmta
sæti deildarinnar, stigi meira en Kefla-
vík í sætinu fyrir neðan en þremur
stigum minna en Fram og Þór í sæt-
unum fyrir ofan. Ólafsvíkingar léku
gegn Haukum í Ólafsvík í gær, þriðju-
daginn 16. júlí. Sá leikur var hins veg-
ar ekki hafinn þegar Skessuhorn fór í
prentun. kgk/ Ljósm. úr safni/ af.
Skagakonur máttu sætta sig við 0-1
tap gegn Augnabliki þegar liðin
mættust í áttundu umferð Inkasso
deildar kvenna í knattspyrnu. Leik-
ið var á Akranesi á mánudagskvöld.
Gestirnir úr Kópavogi voru betri
í fyrri hálfleik og skoruðu eina
mark leiksins á 19. mínútu. Berg-
þóra Sól Ásmundsdóttir tók sprett
upp vinstri kantinn, sendi á fjær-
stöng þar sem Þórdís Katla Sig-
urðardóttir renndi sér á boltann og
skilaði honum í netið.
Skagakonur voru meira með
boltann eftir markið en náðu
ekki að skapa sér mörg færi gegn
Augnabliksliðinu sem féll til baka
og beitti skyndisóknum. Besta færi
íA í fyrri hálfleik fékk Róberta Lilja
ísólfsdóttir þegar hún átti þrumu-
skot utan vítateigs sem small í inn-
anverðri stönginni og staðan 0-1 í
hléinu.
Skagakonur byrjuðu síðari hálf-
leikinn af miklum krafti án þess þó
að skapa sér nein dauðafæri. Vero-
nica Líf Þórðardóttir átti skalla rétt
framhjá markinu eftir hornspyrnu
eftir tæplega klukkustundar leik.
Augnabliksliðið féll langt til baka
og sókn íA þyngdist síðasta hálf-
tímann eða svo en inn vildi boltinn
ekki. Andrea Magnúsdóttir fékk
gott færi á 85. mínútu eftir góða
sendingu frá Anítu Sól Ágústsdótt-
ur en náði ekki nógu góðu skoti að
marki. íA átti síðan góðan skalla rétt
framhjá markinu í uppbótartíma.
Fleiri urðu færin ekki og Augnablik
fór með sigur af hólmi, 0-1.
íA situr í sjötta sæti deildarinn-
ar með ellefu stig, jafn mörg og
Grindvíkingar í sætinu fyrir neð-
an en stigi á eftir Augnabliki í sæt-
inu fyrir ofan. Næsti leikur Skaga-
kvenna er heimaleikur gegn Tinda-
stóli föstudaginn 19. júlí næstkom-
andi. kgk
íA og Grindavík gerðu 1-1 jafnt-
efli þegar liðin mættust suður með
sjó í tólftu umferð Pepsi Max deild-
ar karla í knattspyrnu á mánudags-
kvöld.
Bæði lið fengu sín færi í upphafi
leiks. Skagamenn komust í dauða-
færi þegar þeir hirtu boltann af
Grindvíkingum í öftustu línu en
tókst ekki að nýta það. Heimamenn
fengu síðan dauðafæri eftir slæma
sendingu til baka og skömmu síð-
ar áttu þeir þrumuskalla í þverslána
eftir hornspyrnu.
Það var síðan Hörður Ingi Gunn-
arsson sem kom íA yfir á 26. mínútu
leiksins. jón Gísli Eyland Gíslason
átti sendingu fyrir markið. Boltinn
barst út í teiginn vinstra megin á
Hörð sem skoraði með viðstöðu-
lausu skoti í bláhornið.
En Skagamenn voru ekki lengi
yfir, því strax í næstu sókn náðu
Grindvíkingar að jafna. Alexander
Veigar Þórarinsson komst upp að
endamörkum vinstra megin, sendi
boltann út í teiginn á Oscar Conde
sem kláraði af stuttu færi.
Tryggvi Hrafn Haraldsson átti
hörkuskot að marki Grindvíkinga
skömmu fyrir hálfleikinn en Vlad-
an Djogatovic varði frá honum
alveg út við stöng. í næstu sókn
áttu Grindvíkingar hörkuskot sem
smaug rétt framhjá markinu. Stað-
an 1-1 í hléinu.
Tryggvi fékk dauðafæri til að
koma íA yfir á 55. mínútu leiks-
ins en Vladan varði vel frá hon-
um. Eftir klukkustundar leik kom-
ust Grindvíkingar einir í gegn en
Sigurður Bjartur Hallsson þrum-
aði boltanum hárfínt yfir markið.
Tíu mínútum síðar var hann aftur
á ferðinni þegar hann átti skalla af
markteig en Árni Snær Ólafsson
varði glæsilega frá honum.
Skagamenn voru heldur sterk-
ari það sem eftir lifði leiks en tókst
ekki að skapa sér nein opin mark-
tækifæri. Grindvíkingar fengu besta
færið á lokamínútunum en skot Ar-
ons jóhannssonar eftir skyndisókn
fór af varnarmanni og aftur fyrir
endalínu. Lokatölur leiksins urðu
því 1-1 jafntefli.
Skagamenn sitja í þriðja sæti
deildarinnar með 21 stig, stigi á eft-
ir Breiðabliki í sætinu fyrir ofan en
tveimur stigum á undan Stjörnunni
og FH í sætunum fyrir neðan. Næst
leika Skagamenn gegn KA, sunnu-
daginn 21. júlí. Sá leikur fer fram á
Akureyri.
kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh.
Snæfell vann 5-1 stórsigur á KB
þegar liðin mættust í 4. deild karla
í knattspyrnu á föstudagskvöld.
Leikið var í Stykkishólmi og var
leikurinn fjörugur svo ekki sé meira
sagt.
Snæfellingar komu boltanum
þrisvar sinnum í netið í fyrri hálf-
leik, en öll voru mörkin dæmd af.
Gestirnir úr KB skoruðu á 22. mín-
útu með glæsilegu skoti utan teigs
og leiddu með einu marki gegn
engu í hléinu.
En Snæfellingar áttu eftir að snúa
taflinu sér í vil. Marius-Nicolae
Homan jafnaði metin á 56. mín-
útu og þá var eins og opnað hefði
verið fyrir flóðgáttir. Carles Mart-
inez Liberato kom Snæfelli yfir á
61. mínútu, Mateusz Roman Kubas
bætti þriðja marki Snæfells við á
66. mínútu og Elvedin Nebic skor-
aði fjórða mark heimamanna aðeins
tveimur mínútum síðar. Snæfell-
ingar búnir að skora fjögur mörk
á aðeins 12 mínútum og komnir í
4-1 eftir ótrúlegan leikkafla. Það
var síðan Marius Ganusauskas sem
innsiglaði 5-1 sigur Snæfells með
marki á 86. mínútu.
Með sigrinum lyfti Snæfell sér
í toppsæti B riðils með 25 stig og
þriggja stiga forskot á Hvíta ridd-
arann. Næst leika Snæfellingar á
föstudaginn, 12. júlí, þegar þeir
heimsækja úlfana.
kgk
Eftir naumt tap gegn Reyni S. í
Borgarnesi á miðvikudag, 2-3,
heimsótti Skallagrímur lið Álftnes-
inga í 3. deild karla í knattspyrnu á
sunnudaginn. Skemmst er frá því
að segja að Borgnesingar fóru fýlu-
ferð suður á Álftanes því þeir töp-
uðu 4-0 á Bessastaðavelli.
Álftnesingar fengu sannkallaða
óskabyrjun því Brandon Nathan-
iel Wellington kom þeim yfir strax
á 1. mínútu leiksins. Fleiri mörk
voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og
heimamenn því yfir í hléinu.
Arnar Már Björgvinsson kom
Álftnesingum í 2-0 á 67. mínútu
leiksins og Pétur Máni Þorkels-
son bætti þriðja markinu við á 82.
mínútu. Það var síðan Kjartan Atli
Kjartansson sem innsiglaði 4-0 sig-
ur Álftnesinga með marki tveimur
mínútum fyrir leikslok.
Skallagrímur situr í botnsæti
deildarinnar með sex stig, stigi
minna en KH og Augnablik í sæt-
unum fyrir ofan. Næsti leikur Borg-
nesinga er útileikur gegn Einherja
laugardaginn 20. júlí næstkomandi.
kgk
Fundu sig ekki
suður með sjó
Erla Karitas Jóhannesdóttir og félagar hennar í ÍA máttu sætta sig við tap gegn
Augnabliki. Ljósm. gbh.
Inn vildi boltinn ekki
Snæfellingar fagna marki. Ljósm. sá.
Stórsigur Snæfells
Viktor Ingi Jakbosson, leikmaður Skallagríms, í leiknum gegn Reyni S. á miðviku-
daginn fyrir viku. Ljósm. glh.
Tvö töp í vikunni
Jafnt suður með sjó