Skessuhorn


Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 24. júLí 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Af ótímabæru andláti í liðinni viku barst frétt að sunnan. Það er svo sem ekki í frásögu færandi, þar eru jú flestar fréttir skrifaðar og þar verða þær jafnvel til. Fréttin fjallaði efnislega um að skáldið og áhugamaðurinn um umhverfismál, Andri Snær Magnason, hefur ákveðið að setja upp á Kaldadal minnisvarða um fyrsta jökulinn sem hverfur af mannavöldum. Vitnar skáldið í Odd nokkurn Sig- urðsson jöklafræðing sem fyrir nokkrum árum gaf einhliða út tilkynningu þess efnis að Okið væri nú glatað sem jökull. Þau vísindi byggði hann m.a. á að í miðju jökulsins væri komið vatn og því gæti hann ekki lengur flokk- ast undir jökla sem láta undan síga af eigin þunga. Um þetta ótímabæra andlát Oksins eru heimamenn ekki par sáttir. Bent er á að haustið 1964 hafi t.d. mikið vatn legið í miðju Oksins og því hefði hann ekki þá átt að vera skilgreindur sem jökull, fremur en nú. Síðan hafi hins vegar verið óvenjulega mikill snjór í fjallinu og er jafnvel enn í sumar, þrátt fyrir hlýjasta sumar í manna minnum. En umhverfisverndarsinninn Andri Snær Magnason er á öðru máli og hyggst fara með minningarskjöld á Okið í næsta mánuði og koma honum þar fyrir komandi kynslóðum til aðvörunar og íhugunar. Búið er að þjóf- starta afhjúpun, en á minningarskildinum stendur orðrétt: „Ok er fyrsti nafnkunni jökullinn til að missa titil sinn. Á næstu 200 árum er talið að allir jöklar landsins fari sömu leið. Þetta minnismerki er til vitnis um að við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað.“ Sjálfur ólst ég upp á bæ þaðan sem útsýni er fagurt til Oksins. Um liðna helgi var ég þar síðast staddur og fyrir mér var Okið afskaplega svipað út- lits og það var á mínum uppvaxtarárum. Vissulega hefur flatarmál snjóa á toppi fjallsins minnkað, en alls ekki svo mikið að við þurfum sérfræðinga að sunnan til að tilkynna um eitthvert andlát. Ef fylgja ætti viðmiðum jökla- sérfræðinga um að þykkt jökuls þurfi að vera 40-50 metrar til að geta talist jökull, þá gæti Andri Snær og félagar hans rétt eins farið upp í hlíðar Snæ- fellsjökuls og neglt þar upp minnisvarðann sinn. Hygg þó að skynsamlegra væri að láta það ógert, sjálfur Axlar Björn gæti rétt eins gengið aftur og höfuðsett þá fyrir verknaðinn. En auðvitað er Andri Snær að nota tímabundinn minnkandi snjóskafl í Okinu sem áróðurstæki í þágu þeirra sem halda því fram að hlýnun jarðar sé eingöngu af mannavöldum. Auðvitað er svo að hluta, en alls ekki öllu leyti. Hitastig jarðar hefur sveiflast í aldanna rás um fjölda gráða og erum við að líkindum stödd í miðju hlýskeiði. Við mengum hins vegar of mikið og gætum sparað mörg sótsporin, því er ekki að neita. Gætum til dæmis fækkað ferðum á Kaldadal! Nei, mér finnst að heimamenn ættu að hafa sitt um það að segja hvernig fjallið Ok er skilgreint. Þeir hafa nefnilega aldrei kallað Okið „Okjökul,“ líkt og Geitlandsjökul, Langjökul og Eiríksjökul. Við tölum bara um Okið, fjallið með myndarlega snóskaflinum. Því geri ég ráð fyrir að svona sér- fræðihjálp að sunnan sé álíka þakklát og ef ég ákveddi það einn og óstuddur að endurnefna Andra Snæ og kalla hann Andra Stein Magnason. Skella svo minningarskildi í gangstéttina framan við húsið hans í Karfavoginum og biðja honum Guðs blessunar. Nei, það myndi heyrast hljóð úr horni, svo ég sleppi því bara. Þéttbýlisbúar vilja heldur enga hjálp sveitavargsins. Magnús Magnússon Vegagerðin og Snæfellsbær aug- lýsa í Skessuhorni vikunnar að nýju útboð á lengingu Norðurgarðs í Ólafsvík. Verkið var boðið út í vor en einungis eitt tilboð barst og reyndist það um 80% yfir kostnað- aráætlun. Var því ákveðið að bjóða verkið út að nýju og rýmri tíma- frestur gefinn við að ljúka því. Sam- kvæmt útboðsauglýsingu skal leng- ingu Norðurgarðs lokið fyrir sept- ember 2020. Lengja á hafnargarð- inn um 80 metra og breyta núver- andi garði meðal annars á þá lund að hægt verði að aka eftir honum. Frestur til að gera tilboð í verkið rennur út 30. júlí næstkomandi. mm Hafnarstjórn Faxaflóahafna sam- þykkti á síðasta fundi sínum að leggja til við aðalfund að arð- greiðslur ársins 2019 verði 50% af reglulegum hagnaði og 25% af óreglulegum hagnaði fyrirtækisins. Samtals nemur sú fjárhæð 694,5 milljónum króna. Eigendur Faxa- flóahafna eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður, Skorradals- hreppur, Borgarbyggð og Hval- fjarðarsveit. Fulltrúar Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar og Hvalfjarðar- sveitar samþykktu tillöguna, sem og fulltrúar Viðreisnar og Sam- fylkingar í Reykjavík. „Fyrirtækið hefur alla fjárhagslega burði til að standa undir tillagðri greiðslu sem er í senn varfærin og ábyrg. Til- lögð arðgreiðsla hefur engin áhrif á fjárhag og eignastöðu fyrirtækisins og kallar ekki á neinar breytingar á fjárhagsáætlun ársins eða áætlaðar framkvæmdir,“ segir í bókun þeirra sem samþykktu. Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson, fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík í stjórn Faxa- flóahafna, féllust hins vegar ekki á þessa tillögu um arðgreiðslur, sem þau segja ganga lengra en tíðkast hefur. „Betur færi að sýna varfærni enda er framundan fyrirséður sam- dráttur í efnahagslífinu og þá um leið minnkandi tekjur. Þá er einn- ig fyrirhöguð mikil og kostnaðar- söm innviðauppbygging á vegum Faxaflóahafna á næstu árum,“ seg- ir í bókun þeirra Mörtu og Arnar. Enn fremur hvöttu þau eigendur Faxaflóahafna til að setja sér arð- greiðslustefnu hið fyrsta og aðrir í hafnarstjórn tóku undir það. kgk Frestur til að kæra til úrskurðar- nefndar umhverfis- og auðlinda- mála, þann úrskurð Skipulagsstofn- unar að láta væntanlega breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes fara í mat á umhverfisáhrifum, rann út mánudaginn 15. júlí. Öll sveitar- félögin tíu á Vesturlandi kærðu úr- skurðinn en auk þess Vegagerðin. Akraneskaupstaður var fyrstur til að tilkynna um væntanlega kæru en í kjölfarið tilkynnti Vegagerðin um slíkt hið sama. Átta önnur sveitar- félög á Vesturlandi fylgdu í kjöl- far Akraneskaupstaðar og vísuðu í rök Akurnesinga. Áður en frestur- inn rann út 15. júlí bættist Grund- arfjarðarbær svo við í hóp kærenda, en ástæða þess að ekki var samflot um kærumeðferð við önnur sveit- arfélög á Vesturlandi er sú að bætt var við viðbótarrökstuðningi í kæru Grundarfjarðar. „Við ákváðum að senda okkar kæru inn sjálfstætt, bættum við málsaðstæðum og auknum rökstuðningi í kæru okk- ar,“ segir Björg Ágústsdóttir bæjar- stjóri í samtali við Skessuhorn. mm Nýjasta þyrla Landhelgisgæslunn- ar, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall á laugardaginn. Sótti hún þá mann sem slasast hafði á fæti á Fimm- vörðuhálsi. Þyrla þessi er seinni af tveimur sem leigðar voru til lands- ins, en áður hafði leiguþyrlan TF- EIR komið í vetur. TF GRÓ er af gerðinni Super Puma, árgerð 2010 og er í eigu norska fyrirtæk- isins Ugland Holding. Þyrlan leys- ir af hólmi þyrluna TF-SÝN. Fyr- ir í þyrluflota Gæslunnar er svo TF LíF sem kom hingað til lands 1995 en hún er í eigu Landhelgisgæsl- unnar. mm/ Ljósm. LHG TF GRÓ tekin í notkun Bjóða að nýju út lengingu Norðurgarðs Leggja til tæplega 700 milljóna arðgreiðslur Akraneshöfn. Ljósm. úr safni. Öll sveitarfélög lögðu inn kæru

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.