Skessuhorn


Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 24. júLí 201922 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvaða hæfileika myndir þú vilja hafa? Spurni g vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Katarzyna (frá Pólandi) „Ég væri til í að vera málari.“ Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir „Að vera ógeðslega góð í ka- rate.“ Aðalsteinn Ingvar Aðalsteins- son „Ég væri til í að geta spilað á fa- got.“ Ingimundur Ingimundarson „Mig hefur alltaf langað til að geta spilað á eitthvert hljóð- færi.“ Claudia Wolf (frá Þýskalandi) „Ég væri til í að vera ósýnileg.“ Á hverju ári keppa félagsmenn í eldri borgara félögum á Akranesi og í Borgarbyggð sín á milli í pútti. Fyrirkomulagið er þannig að þrjú mót eru sett upp. Að þessu sinni var það fyrsta haldið í Borgarnesi í júní, síðastliðinn fimmtudag léku fimm- tíu spilarar á Akranesi en mótinu lýkur á Golfvellinum í Nesi í Reyk- holtsdal fimmtudaginn 15. ágúst. Óhætt er að segja að jafnfræði sé með liðunum í keppni sumarsins. Fyrir mótið á fimmtudaginn höfðu Borgfirðingar sex stiga forskot á Skagamenn, en einungis tvö stig skildu liðin að í keppni dagsins, en leikar fóru þannig að Skagamenn unnu með 489 stigum gegn 487. Því er vart sjónarmunur á liðunum fyrir lokakeppnina. Góður andi var á mótinu og léttur andi sveif yfir vötnum. Eftir keppni var sest að kaffidrykkju í nýju frístundamið- stöðinni við Garðavöll. mm Undir 20 ára karlalið íslands í körfu- bolta tók í síðustu viku þátt í Evr- ópumóti í Matosinhos í Portúgal. Varð það í sjöunda sæti á mótinu. Portúgalar báru sigur úr býtum, Tékkar voru í öðru sæti og Belgar í þriðja. Meðal lansliðsmanna ís- lands var Bjarni Guðmann jónsson úr Skallagrími. mm Það var einmuna veðurblíða á Vest- urlandi um helgina og voru marg- ir sem nutu góðs af því. Krakkar í Grundarfirði nýttu veðurblíðuna síðasta sunnudag til að svamla að- eins í höfninni. Hvort sem það var að synda á milli bryggjanna eða bara að láta sig vaða í sjóinn þá var ljóst á öllu fasi að þeir skemmtu sér konunglega við þessa iðju. tfk Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur endurnýjað samning sinn við Þórunni Birtu Þórðardóttur. Mun hún leika með meistaraflokki liðs- ins í Domino‘s deild kvenna á kom- andi vetri. Birta er uppalin hjá Skallagrími og hefur leikið með meistaraflokki undanfarin þrjú leiktímabil. Hún er 18 ára gömul og leikur stöðu bak- varðar. kgk/ Ljósm. Skallagrímur. Snæfell sigraði úlfana, 1-3, þegar liðin mættust í 4. deild karla í knatt- spyrnu á föstudagskvöld. Leikið var í úlfarsárdalnum í Reykjavík. Milos janicijevic kom Snæfell- ingum yfir á 14. mínútu leiksins en Róbert Daði Sigurþórsson jafnaði fyrir heimamenn á 33. mínútu. Leó Örn Þrastarson kom Snæfelli yfir að nýju á 41. mínútu og Hólmar- ar leiddu í hléinu, 1-2.Það var síðan Carles Martinez Liberato sem inn- siglaði 1-3 sigur Snæfells á 63. mín- útu leiksins. Snæfell trónir á toppi B riðils með 28 stig eftir tíu leiki, þremur stigum meira en Hvíti riddarinn í sætinu fyrir neðan. Næst leikur lið- ið gegn Kormáki/Hvöt á útivelli laugardaginn 27. júlí næstkomandi. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Þórunn Birta Þórðardóttir fyrir miðju ásamt Guðveigu Eyglóardóttur (t.v.) og Þórhildi Maríu Kristinsdóttur (t.h.) hjá meistaraflokksráði kvenna. Þórunn Birta semur við Skallagrím Útisigur Snæfells Þarna er verið að synda yfir á miðbryggjuna og svo aftur til baka í kvöldsólinni. Kælingaraðferðir við höfnina Íslenska karlalandsliðið U20 í sjöunda sæti Þóra Stefánsdóttir á Hvítárvöllum var mætt með hundinn. Fimmtíu manns á púttmóti Púttað sunnan við nýju Frístundamiðstöðina. Veðrið lék við spilara. Kúlan á leiðinni niður hjá Ragnheiði E Jónsdóttur. Alfreð Viktorsson og Bragi Þórðarson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.