Skessuhorn


Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 24.07.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 24. júLí 2019 23 Víkingur Ó. og Grótta skildu jöfn, 2-2, í dramatískum leik í 13. um- ferð Inkasso deildar karla í knatt- spyrnu. Leikið var á Seltjarnarnesi á laugardaginn var. Fyrri hálfleikur var fjörugur í meira lagi, opinn og skemmtileg- ur. Besta færi fyrri hálfleiks fengu Ólafsvíkingar á 28. mínútu. ívar Reynir Antonsson átti frábæra sendingu fyrir markið á Sallieu Tarawallie sem skallaði boltann í þverslána. Færin voru mun fleiri en mörkin létu þó á sér standa og stað- an var markalaus þegar flautað var til hálfleiks. Það átti hins vegar eftir að breyt- ast og það snarlega, því heimamenn komust yfir á 47. mínútu þegar Axel Freyr Harðarson skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Ólafsvíkingar voru ekki lengi að jafna metin. Vidmar Miha tók aukaspyrnu á 51. mínútu. Boltinn fór af Sallieu og þaðan á fjærstöng þangað sem Emmanuel Keke var mættur og lagði boltann í netið. Á 71. mínútu fengu Ólafsvíking- ar vítaspyrnu eftir að brotið var á Vidmar í teignum. Harley Willard fór á punktinn, skoraði af miklu ör- yggi og kom Víkingsliðinu yfir. Eftir því sem leið varð leikurinn daufari. Ólafsvíkingar féllu til baka og leikurinn virtist vera að fjara út þegar Sölvi Björnsson féll í vítateig Víkings í uppbótartíma og víta- spyrna var dæmd. Óliver Dagur Thorlacius tók spyrnuna, skoraði af öryggi og jafnaði metin á ögur- stundu. Lokatölur á Seltjarnarnesi urðu því 2-2. Víkingur Ó. situr í fjórða sæti deildarinnar með 21 stig, jafn mörg og Leiknir í sætinu fyrir neðan en fjórum stigum á eftir Grótt usem vermir þriðja sætið. Næst leika Ólafsvíkingar á morgun, fimmtu- daginn 25. júlí, þegar þeir mæta Þrótti R. á Ólafsvíkurvelli. kgk Skallagrímsmenn gerðu fýluferð á Vopnafjörð þegar liðið tapaði gegn Einhverja í þrettándu umferð ís- landsmóts þriðju deildar karla á laugardag. Leikið var á Vopnafjarð- arvelli. Borgnesingar hafa átt erf- itt tímabil og ekki átt marga sig- urleiki það sem liðið er leiktíð- ar. Kom því ekkert á óvart þegar heimamenn skoruðu fyrsta mark leiksins á 14. mínútu og komu sér yfir þegar Sigurður Donys Sigurðs- son sendi knöttinn í mark gestanna. Héldu þeir eins marks forystu inn í síðari hálfleik. Vopnfirðingar bættu við öðru markinu á 56. mínútu þegar Todor Hristov skoraði fyr- ir Einherja. Skallagrímsmenn náðu ekki inn fyrir varnir heimamanna og þurftu að sætta sig við tveggja marka tap á Vopnafirði. Borgnesingar verma botnsætið í deildinni með einungis sex stig í vasanum. Aftur á móti sitja Ein- herjar í sjötta sæti með nítján stig eftir þrettán umferðir. Næsti leik- ur Skallagríms er gegn Augnabliki á fimmtudaginn á Skallagríms- velli í Borgarnesi og hefst leikurinn klukkan 20:00. glh íA mátti sætta sig við svekkjandi 1-2 tap gegn Tindastóli þegar lið- in mættust í níundu umferð In- kasso deildar kvenna í knattspyrnu á Akranesi á föstudagskvöld. Gest- irnir skoruðu tvö mörk á lokamín- útunum og stálu sigrinum. Skagakonur mættu ákveðnar til leiks en það var engu að síður Tindastólsliðið sem var heilt yfir öflugra og fékk betri færi í fyrri hálfleik. Maurielle Tiernan fékk besta færi hálfleiksins þegar hún slapp ein í gegn en Aníta Ólafsdótt- ir lokaði á hana og varði vel. íA lið- ið átti nokkrar álitlegar sóknir sem ekki tókst að nýta og staðan því markalaus í hálfleik. jafnræði var með liðunum í upp- hafi síðari hálfleiks. Dró til tíðinda á 57. mínútu þegar María Dögg jó- hannesdóttir var rekin af velli úr liði Tindastóls. Eftir baráttu við Erlu Karitas jóhannesdóttur virt- ist María brjóta á henni en sparkaði síðan viljandi í hana þar sem hún lá á jörðinni. Uppskar hún verðskuld- að rautt spjald fyrir vikið. Skagakonur sóttu í sig veðrið eft- ir þetta og ógnuðu meira og meira eftir því sem leið á leikinn. Kom loksins að því að þær skoruðu á 81. mínútu leiksins. Eftir tvö skot að marki Tindastóls sem Lauren Allen varði vel barst boltinn á Erlu Karit- as sem kom honum yfir marklínuna og íA í 1-0. En gestirnir voru ekki af baki dottnir. Skömmu síðar slapp Mu- rielle ein í gegn en Aníta varði glæsilega frá henni í horn. Upp úr hornspyrnunni jöfnuðu Tinda- stólskonur metin þegar Murielle skoraði. Á lokamínútu venjulegs leiktíma var Klara Kristvinsdóttir nálægt því að tryggja íA sigur með þrumu- skoti af löngu færi sem small í þver- slánni. Tindastóll fór í sókn og sótti hornspyrnu og upp úr henni skor- aði Murielle með skalla og stal sigr- inum fyrir Sauðkrækinga. Ótrúleg dramatík á Akranesvelli og ákaflega svekkjandi tap fyrir íA liðið. Skagaskonur eru í sjöunda sæti deildarinnar með ellefu stig, jafn mörg og Grindavík og Fjölnir í sætunum fyrir neðan en stigi á eft- ir Haukum og Augnabliki í sætun- um fyrir ofan. Næst leika Skaga- konur á morgun, fimmtudaginn 25. júlí, þegar þær mæta toppliði FH í Hafnarfirði. kgk Þær Helena Ólafsdóttir, þjálfari kvennaliðs íA, og Aníta Lísa Svans- dóttir aðstoðarþjálfari hafa óskað eftir því að láta af störfum hjá fé- laginu. Þetta kom fram í fréttatil- kynningu á vef Knattspyrnufélags í síðustu viku. Helena og Aníta tóku við þjálfun íA haustið 2016 og hafa því verið við stjórnvölinn hjá meistaraflokki kvenna í tæp þrjú ár. „Knattspyrnu- félag íA óskar Helenu og Anítu vel- farnaðar í þeim verkefnum sem þær taka sér fyrir hendur í framtíðinni og þakkar þeim fyrir afar góð störf hjá félaginu undanfarin ár,“ segir á vef KFíA. kgk íA og KA skildu jöfn, 1-1, þegar lið- in mættust í 13. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Leikur- inn fór fram á Akureyri á sunnudag. Leikurinn fór fjörlega af stað og Skagamenn komust yfir strax á 10. mínútu leiksins. Stefán Teitur Þórð- arson tók aukaspyrnu frá hægri, sendi boltann fyrir markið á Vikt- or jónsson sem skoraði með góðum skalla. Skagamenn voru sterkari lengst af í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér mikið af opnum marktækifær- um. Langbesta færi hálfleiksins fékk Tryggvi Hrafn Harlaldsson á 31. mínútu. jón Gísli Eyland Gíslason átti þá langan bolta inn fyrir vörn KA. Tryggvi Hrafn tók vel á móti boltanum og fór framhjá markverð- inum en skaut framhjá opnu mark- inu. Besta færi KA-manna í fyrri hálfleik var lúmskur skalli sem Árni Snær Ólafsson varði glæsilega í marki íA. Staðan 1-0 eftir 45 mín- útur. Snemma í síðari hálfleik voru Skagamenn nálægt því að koma boltanum yfir línuna eftir mikið at í vítateig KA-manna, en Aron Dagur Birnuson í markinu náði að bjarga á síðustu stundu. Það var síðan á 58. mínútu að heima- menn jöfnuðu metin, svo að segja upp úr þurru. Almarr Ormarsson fékk boltann á miðjum vellinum, fór framhjá Stefáni Teit og skoraði með góðu skoti í hornið fjær. Bæði lið freistuðu þess að skora sigurmarkið það sem eftir lifði leiks en hvorugu tókst að skapa sér alvöru marktækifæri. Leiknum lauk því með 1-1 jafntefli. íA situr í þriðja sæti deildarinn- ar með 22 stig, stigi á eftir Breiða- bliki en tveimur stigum á undan Stjörnunni í sætinu fyrir neðan. Næst leika Skagamenn á sunnu- daginn, 28. júlí næstkomandi, þeg- ar þeir fá Valsmenn í heimsókn á Akranes. kgk Kári tapaði gegn Þrótti frá Vog- um í dramatískum markaleik þeg- ar liðin mættust í tólftu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Leik- ið var í Akraneshöllinni á fimmtu- dagskvöld. Eitt mark var skorað í fyrri hálf- leik og þar var á ferðinni Miroslav Babic, sem kom gestunum af Suð- urnesjum yfir á 21. mínútu leiks- ins. Hlynur Sævar jónsson jafnaði metin fyrir Kára á 55. mínútu og þá var eins og opnað hefði verið fyrir flóðgáttir. Þremur mínútum síðar kom Guðmundur Marteins- son gestunum yfir á nýjan leik og á 62. mínútu skoraði Ingvar Ásbjörn Ingvarsson og kom Þrótti V. í 1-3. Hlynur Sævar var aftur á ferðinni þegar hann minnkaði muninn í 2-3 á 66. mínútu og liðin búin að skora fjögur mörk á aðeins ellefu mín- útna leikkafla. Smá bið varð eftir næsta marki og lokamínúturnar æði dramatískar. Á 86. mínútu fengu Káramenn víta- spyrnu. Fyrirliðinn Andri júlíus- son fór á punktinn og jafnaði met- in. Káramenn voru öflugri á loka- mínútunum og virkuðu líklegri til að fara með sigur af hólmi. Það var því gegn gangi leiksins þegar Alex- ander Helgason skoraði fyrir Þrótt þegar komið var fjórar mínútur fram yfir venjulegan leiktíma. Þar með voru gestirnir búnir að stela sigrinum. Lokatölur í Akraneshöll- inni voru 3-4, Þrótti í vil. Kári situr í ellefta sæti deildar- innar með ellefu stig, tveimur stig- um á eftir KFG í sætinu fyrir ofan. Næst mætir liðið Völsungi norð- ur á Húsavík laugardaginn 27. júlí næstkomandi. kgk/ Ljósm. Knattspyrnufélag Kára. Harley Willard skoraði annað mark Víkings Ó. í jafnteflinu gegn Gróttu. Ljósm. úr safni/ af. Dramatískt jafntefli Víkings Jafnt norðan heiða Viktor Jónsson skoraði eina mark ÍA í jafnteflinu gegn KA. Ljósm. úr safni/ gbh. Helena Ólafsdóttir og Aníta Lísa Svansdóttir á Akranesvelli. Ljósm. gbh. Helena og Aníta hættar hjá ÍA Markaregn og dramatík Grátlegt tap Skagakvenna Erla Karitas Jóhannesdóttir nýbúin að koma boltanum yfir línuna og Skagakonur fagna. Ljósm. gbh. Skallagrímur vermir botnsætið í þriðju deild karla eftir þrettán umferðir. Fóru fýluferð á Vopnafjörð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.